Verður hinn 41 árs gamli Karlsson nýliði ársins? Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. febrúar 2011 11:30 Robert Karlsson er í 16. sæti heimslistans. Nordic Photos/Getty Images Robert Karlsson gæti orðið elsti nýliði ársins á PGA mótaröðinn í golfi en hinn 41 árs gamli kylfingur frá Svíþjóð ætlar að einbeita sér að PGA mótaröðinni á þessu ári. Karlsson hefur á undanförnum árum verið í fremstu röð á Evrópumótaröðinn en hann er fluttur með fjölskyldu sína til Norður-Karólínu og ætlar sér stóra hluti á nýjum „vinnustað". Árið 2008 var Karlsson efstur á peningalistanum á Evrópumótaröðinni en hann segir að það hafi ekki verið hægt að bíða lengur með þessa ákvörðun. „Ég vildi ekki ljúka ferlinum og segja við sjálfan mig að ég hefði átt að taka eitt tímabil sem fullgildur meðlimur á PGA mótaröðinni. Möguleikinn opnaðist fyrir mig að komast inn eftir að hafa endað í öðru sæti á St. Jude meistaramótinu í Memphis og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," sagði Karlsson sem er í 16. sæti heimslistans og hefur á undanförnum árum búið í Monte Carlo. Karlsson hefur sigrað á 11 mótum á Evrópumótaröðinni. Hann hefur titil að verja á Katar meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn á Evrópumótaröðinni en þar verður Tiger Woods á meðal keppenda. Karlsson ætlar að leika á 15 mótum á PGA mótaröðinni og 12-13 mótum á Evrópumótaröðinni og það verður því nóg að gera hjá honum á þessu ári. Nokkrir af bestu kylfingum heims ákváðu í haust að vera ekki fullgildir meðlimir á PGA mótaröðinni og þar má nefna Rory McIlroy frá Norður-Írlandi, Lee Westwood frá Englandi og Þjóðverjann Martin Kaymer. Westwood er efstur á heimslistanum, Kaymer er í öðru sæti og McIlroy er í áttunda sæti. Norður-Írinn Graeme McDowell sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu ætlar að leggja áherslu á PGA mótaröðina á þessu ári en hann er í 5. sæti heimslistans. Sömu sögu er að segja af Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen sem sigraði á opna breska meistaramótinu og landi hans Charl Schwartzel ætlar einnig að leggja áherslu á bandarísku mótaröðina. Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Robert Karlsson gæti orðið elsti nýliði ársins á PGA mótaröðinn í golfi en hinn 41 árs gamli kylfingur frá Svíþjóð ætlar að einbeita sér að PGA mótaröðinni á þessu ári. Karlsson hefur á undanförnum árum verið í fremstu röð á Evrópumótaröðinn en hann er fluttur með fjölskyldu sína til Norður-Karólínu og ætlar sér stóra hluti á nýjum „vinnustað". Árið 2008 var Karlsson efstur á peningalistanum á Evrópumótaröðinni en hann segir að það hafi ekki verið hægt að bíða lengur með þessa ákvörðun. „Ég vildi ekki ljúka ferlinum og segja við sjálfan mig að ég hefði átt að taka eitt tímabil sem fullgildur meðlimur á PGA mótaröðinni. Möguleikinn opnaðist fyrir mig að komast inn eftir að hafa endað í öðru sæti á St. Jude meistaramótinu í Memphis og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," sagði Karlsson sem er í 16. sæti heimslistans og hefur á undanförnum árum búið í Monte Carlo. Karlsson hefur sigrað á 11 mótum á Evrópumótaröðinni. Hann hefur titil að verja á Katar meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn á Evrópumótaröðinni en þar verður Tiger Woods á meðal keppenda. Karlsson ætlar að leika á 15 mótum á PGA mótaröðinni og 12-13 mótum á Evrópumótaröðinni og það verður því nóg að gera hjá honum á þessu ári. Nokkrir af bestu kylfingum heims ákváðu í haust að vera ekki fullgildir meðlimir á PGA mótaröðinni og þar má nefna Rory McIlroy frá Norður-Írlandi, Lee Westwood frá Englandi og Þjóðverjann Martin Kaymer. Westwood er efstur á heimslistanum, Kaymer er í öðru sæti og McIlroy er í áttunda sæti. Norður-Írinn Graeme McDowell sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu ætlar að leggja áherslu á PGA mótaröðina á þessu ári en hann er í 5. sæti heimslistans. Sömu sögu er að segja af Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen sem sigraði á opna breska meistaramótinu og landi hans Charl Schwartzel ætlar einnig að leggja áherslu á bandarísku mótaröðina.
Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira