Sport

Falla metin á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina?

Kristinn Torfason úr FH, til vinstri, er sá síðasti til að setja Íslandsmet.
Kristinn Torfason úr FH, til vinstri, er sá síðasti til að setja Íslandsmet. Mynd/Anton
Það má búast við metum og frábærum árangri á Meistaramótinu í frjálsum íþróttum í í Laugardalshöllinni um helgina en það er talið líklegt að Íslandsmet falli í nokkrum greinum.

Kristinn Torfason FH setti nýverið Íslandsmet í þrístökki karla með 15,27m stökki. Kristinn er mjög líklegur til að bæta um betur á Meistaramóti Íslands en keppni í þrístökki fer fram kl. 13:00 á laugardag.

Kristinn mun síðan berjast um Íslandsmeistaratitilinn í langstökki við Þorstein Ingvarsson HSÞ en það einvígi gæti hugsanlega endað með nýju Íslandsmeti en núverandi met, er 7,82m, er í eigu Jóns Arnars Magnússonar sett í mars árið 2000. Langstökkskeppnin fer fram á sunnudag kl. 14:00.

Einar Daði Lárusson ÍR setti nýtt unglingamet í stangarstökki 20-22 ára í desember sl. 4,70m met sem Bjarki Gíslason UFA hefur bætt á undanförnum mótum upp í 4,83m. Það er því mjög líklegt að annar hvor þeirra eða báðir stökkvi hærra í stangarstökkinu sem fram fer á laugardag kl. 13:00.

Einar Daði er handhafi unglingametsins í 60m grindahlaupi sem er 8,30 sek og er líklegt að hann bæti um betur á laugardaginn því hann hljóp á 8,39 sek um síðusutu helgi.

Kvennasveit ÍR skipuð þeim Helgu Þráinsdóttur, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur, Kristínu Birnu Ólafsdóttur og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur eru mjög líklegar til að bæta Íslandsmetið í 4x400m boðhlaupi.

Hlaupagikkurinn Aníta Hinriksdóttir, mesta efni í langhlaupum kvenna sem fram hefur komið í langan tíma, á Íslandi er mjög líkleg til að bæta metin í 1500m og 3000m í flokki 15-16 ára stúlkna.

Helga Margrét Þorsteinsdóttir sem bættist í keppendahópinn á Meistaramóti Íslands í gær er líkleg til að bæta unglingametið í flokki 20-22 ára í kúluvarpi en hún varpaði kúlunni nýlkega 14,99m sem er Íslandsmet í þessum flokki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×