Það má búast við metum og frábærum árangri á Meistaramótinu í frjálsum íþróttum í í Laugardalshöllinni um helgina en það er talið líklegt að Íslandsmet falli í nokkrum greinum.
Kristinn Torfason FH setti nýverið Íslandsmet í þrístökki karla með 15,27m stökki. Kristinn er mjög líklegur til að bæta um betur á Meistaramóti Íslands en keppni í þrístökki fer fram kl. 13:00 á laugardag.
Kristinn mun síðan berjast um Íslandsmeistaratitilinn í langstökki við Þorstein Ingvarsson HSÞ en það einvígi gæti hugsanlega endað með nýju Íslandsmeti en núverandi met, er 7,82m, er í eigu Jóns Arnars Magnússonar sett í mars árið 2000. Langstökkskeppnin fer fram á sunnudag kl. 14:00.
Einar Daði Lárusson ÍR setti nýtt unglingamet í stangarstökki 20-22 ára í desember sl. 4,70m met sem Bjarki Gíslason UFA hefur bætt á undanförnum mótum upp í 4,83m. Það er því mjög líklegt að annar hvor þeirra eða báðir stökkvi hærra í stangarstökkinu sem fram fer á laugardag kl. 13:00.
Einar Daði er handhafi unglingametsins í 60m grindahlaupi sem er 8,30 sek og er líklegt að hann bæti um betur á laugardaginn því hann hljóp á 8,39 sek um síðusutu helgi.
Kvennasveit ÍR skipuð þeim Helgu Þráinsdóttur, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur, Kristínu Birnu Ólafsdóttur og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur eru mjög líklegar til að bæta Íslandsmetið í 4x400m boðhlaupi.
Hlaupagikkurinn Aníta Hinriksdóttir, mesta efni í langhlaupum kvenna sem fram hefur komið í langan tíma, á Íslandi er mjög líkleg til að bæta metin í 1500m og 3000m í flokki 15-16 ára stúlkna.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir sem bættist í keppendahópinn á Meistaramóti Íslands í gær er líkleg til að bæta unglingametið í flokki 20-22 ára í kúluvarpi en hún varpaði kúlunni nýlkega 14,99m sem er Íslandsmet í þessum flokki.
Falla metin á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina?

Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti





Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn