Hvað slær klukkan? Brynhildur Björnsdóttir skrifar 14. janúar 2011 06:00 Ég lifi breytilegan tíma. Ekki nóg með að mínúturnar í góðra vina hópi eða á skemmtilegri leiksýningu líði allt of hratt heldur getur biðin á rauðu ljósi verið nærri því endalaus ef ég er að flýta mér. Ég er að auki tímaheft að eðlisfari. Ég ímynda mér að ég sé afar stundvís en er mjög oft aðeins of sein og finnst stundum líka eins og fimm mínútur séu ekki bara teygjanlegt hugtak heldur sé beinlínis hægt að auka við þær, með því til dæmis að flauta á aðra ökumenn eða skipta um röð í Bónus eftir að mæla nákvæmlega út magn og flækjustig í körfunum í hinum röðunum. Frammi liggur þingsályktunartillaga þess efnis að færa klukkuna fram um klukkutíma til að lengja daginn og fá birtu fyrr á morgnanna. Ég notast sjálf við ekki ósvipað kerfi sem ég tamdi mér þegar ég var í ströngu námi erlendis þar sem tíu mínútna seinkun gat varðað brottrekstri. Ég hef síðan víkkað út þetta kerfi, aðlagað, breytt og bætt þannig að nú nýtist mér það á öllum sviðum lífsins. Og það er svona: Klukkan sem ég er með á mér, einu sinni armbandsúr en núna klukkan í farsímanum mínum, er átta mínútum of fljót. Einu sinni voru þær tíu en ég komst að því að það er miklu auðveldara að innibyggja tíu mínútna seinkun en til dæmis átta. Klukkan í eldhúsinu er tveimur mínútum á undan klukkunni á RÚV þannig að ég missi nánast aldrei af byrjuninni á fréttunum. Klukkan í bílnum les hugsanir mínar og tilfinningar, eins og raunar bíllinn allur, og flýtir sér sjálf með reglulegu millibili. Síðast þegar ég bar hana saman við aðrar klukkur var hún fjórum mínútum á undan þeim flestum og fjórum mínútum á eftir farsímaklukkunni. Með þessu móti tekst mér að græða þessar aukasekúndur sem ég þarf til að koma næstum aldrei of seint. Auðvitað kemur það stundum fyrir að ég reikna þessar aukamínútur inn í tímaáætlun dagsins en yfirleitt er ég samt of upptekin við önnur skipulagsmál, eins og hvert ég er að fara og hvað ég ætla að gera þegar ég kem þangað til að draga átta, eða fjóra eða tvo frá viðmiðunarmínútutölunni. Og ekkert er betra til að láta tímann líða hraðar á rauðu ljósi en að reikna út nákvæmlega hversu sein ég er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
Ég lifi breytilegan tíma. Ekki nóg með að mínúturnar í góðra vina hópi eða á skemmtilegri leiksýningu líði allt of hratt heldur getur biðin á rauðu ljósi verið nærri því endalaus ef ég er að flýta mér. Ég er að auki tímaheft að eðlisfari. Ég ímynda mér að ég sé afar stundvís en er mjög oft aðeins of sein og finnst stundum líka eins og fimm mínútur séu ekki bara teygjanlegt hugtak heldur sé beinlínis hægt að auka við þær, með því til dæmis að flauta á aðra ökumenn eða skipta um röð í Bónus eftir að mæla nákvæmlega út magn og flækjustig í körfunum í hinum röðunum. Frammi liggur þingsályktunartillaga þess efnis að færa klukkuna fram um klukkutíma til að lengja daginn og fá birtu fyrr á morgnanna. Ég notast sjálf við ekki ósvipað kerfi sem ég tamdi mér þegar ég var í ströngu námi erlendis þar sem tíu mínútna seinkun gat varðað brottrekstri. Ég hef síðan víkkað út þetta kerfi, aðlagað, breytt og bætt þannig að nú nýtist mér það á öllum sviðum lífsins. Og það er svona: Klukkan sem ég er með á mér, einu sinni armbandsúr en núna klukkan í farsímanum mínum, er átta mínútum of fljót. Einu sinni voru þær tíu en ég komst að því að það er miklu auðveldara að innibyggja tíu mínútna seinkun en til dæmis átta. Klukkan í eldhúsinu er tveimur mínútum á undan klukkunni á RÚV þannig að ég missi nánast aldrei af byrjuninni á fréttunum. Klukkan í bílnum les hugsanir mínar og tilfinningar, eins og raunar bíllinn allur, og flýtir sér sjálf með reglulegu millibili. Síðast þegar ég bar hana saman við aðrar klukkur var hún fjórum mínútum á undan þeim flestum og fjórum mínútum á eftir farsímaklukkunni. Með þessu móti tekst mér að græða þessar aukasekúndur sem ég þarf til að koma næstum aldrei of seint. Auðvitað kemur það stundum fyrir að ég reikna þessar aukamínútur inn í tímaáætlun dagsins en yfirleitt er ég samt of upptekin við önnur skipulagsmál, eins og hvert ég er að fara og hvað ég ætla að gera þegar ég kem þangað til að draga átta, eða fjóra eða tvo frá viðmiðunarmínútutölunni. Og ekkert er betra til að láta tímann líða hraðar á rauðu ljósi en að reikna út nákvæmlega hversu sein ég er.