Watson stóð af sér áhlaup Mickelson á Torrey Pines Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 31. janúar 2011 11:00 Bubba Watson slær ekki bara langt - hann hefur nú sigrað á tveimur PGA mótum á ferlinum. AP Bubba Watson sýndi það og sannaði í gær að hann er á góðri leið með að skipa sér í hóp bestu kylfinga heims þegar hann tryggði sér sigur á Farmer meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem fram fór á Torrey Pines vellinum í San Diego. Fyrir sigurinn fékk Watson um 120 milljónir kr. í verðlaunafé.Úrslit mótsins. Mickelson var um 50 metra frá holu eftir annað höggið og hann lét kylfuberann standa við stöninga og taka hana úr eftir að boltinn fór á flug. Mickelson sló frábært högg og var ekki langt frá því að setja boltann ofaní holuna og tryggja sér bráðabana gegn hinum gríðarlega högglanga Watson. Watson lék samtals á 16 höggum undir pari og tryggði sér sigur á PGA móti í annað sinn á ferlinum. Hann sigraði á Travelers meistaramótinu á s.l. ári en hann var hársbreidd frá sigri á PGA meistaramótinu þar sem hann tapaði í bráðabana gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer. „Ég er búinn að sýna það og sanna að ég get sigrað. Ég er aðeins 50% á eftir Phil Mickelson og 80% á eftir Tiger Woods og þeir þurfa því að gæta sín," sagði Watson í léttum tón í gær en hann þykir afar skemmtilegur kylfingur - örvhentur og slær hrikalega langt. „Ég er vonsvikinn með úrslitin. Markmiðið var að byrja keppnistímabilið með sigri, en að öðru leyti lék ég vel," sagði Mickelson Tiger Woods var á meðal keppenda og hann villa eflaust gleyma lokahringnum sem hann lék á 75 höggum. Hann endaði 15 höggum á eftir Watson og var í 44. sæti ásamt fleiri kylfingum. Woods hefur ekki byrjað keppnistímabil á PGA mótaröðinni eins illa frá því hann fékk fullan keppnisrétt á PGA mótaröðinni árið 1997. Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bubba Watson sýndi það og sannaði í gær að hann er á góðri leið með að skipa sér í hóp bestu kylfinga heims þegar hann tryggði sér sigur á Farmer meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem fram fór á Torrey Pines vellinum í San Diego. Fyrir sigurinn fékk Watson um 120 milljónir kr. í verðlaunafé.Úrslit mótsins. Mickelson var um 50 metra frá holu eftir annað höggið og hann lét kylfuberann standa við stöninga og taka hana úr eftir að boltinn fór á flug. Mickelson sló frábært högg og var ekki langt frá því að setja boltann ofaní holuna og tryggja sér bráðabana gegn hinum gríðarlega högglanga Watson. Watson lék samtals á 16 höggum undir pari og tryggði sér sigur á PGA móti í annað sinn á ferlinum. Hann sigraði á Travelers meistaramótinu á s.l. ári en hann var hársbreidd frá sigri á PGA meistaramótinu þar sem hann tapaði í bráðabana gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer. „Ég er búinn að sýna það og sanna að ég get sigrað. Ég er aðeins 50% á eftir Phil Mickelson og 80% á eftir Tiger Woods og þeir þurfa því að gæta sín," sagði Watson í léttum tón í gær en hann þykir afar skemmtilegur kylfingur - örvhentur og slær hrikalega langt. „Ég er vonsvikinn með úrslitin. Markmiðið var að byrja keppnistímabilið með sigri, en að öðru leyti lék ég vel," sagði Mickelson Tiger Woods var á meðal keppenda og hann villa eflaust gleyma lokahringnum sem hann lék á 75 höggum. Hann endaði 15 höggum á eftir Watson og var í 44. sæti ásamt fleiri kylfingum. Woods hefur ekki byrjað keppnistímabil á PGA mótaröðinni eins illa frá því hann fékk fullan keppnisrétt á PGA mótaröðinni árið 1997.
Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira