Tóm stund Brynhildur Björnsdóttir skrifar 28. janúar 2011 06:00 Tómstundalíf barna og unglinga er blómlegt á Íslandi. Hér býðst krökkum nám og þjálfun í íþróttum og listum og sjálfsagt einhverju fleiru. Þetta er vel. Íþróttaiðkun stælir líkamann, þolið og þorið og listnám styrkir andann og sköpunargáfuna. Við þurfum fólk í framtíðina sem er sterkt og hraust, skapandi og andríkt. En akkúrat hér og nú eru börn þreytt. Sumir krakkar á miðstigi grunnskólans æfa fimleika eða sund fjórum til fimm sinnum í viku og að auki boltaíþrótt tvisvar til þrisvar í viku. Mörg þeirra eru svo líka í tónlistarnámi sem krefst spilatíma tvisvar í viku og hljómsveitaræfinga einu sinni í viku. Full skólaskylda er þrjátíu og fimm tímar á viku og ofan á það bætist heimalærdómur. Til samanburðar má nefna að fullorðið fólk á oft í mesta brasi að finna tíma og orku til líkamsræktar tvisvar meðfram fjörutíu stunda vinnuviku. Foreldrar vilja veita börnunum sínum bestu mögulega æsku og hlú að hæfileikum þeirra. Þegar barnið sýnir áhuga á einhverju tómstundastarfi grípa foreldrarnir tækifærið og gefa börnunum sínum það, kannski minnugir tækifæra sem fóru hjá þeim sjálfum á sama aldri. En ef handboltinn bætist ofan á skíði og selló er hætta á því að hæfileikar fái ekkert ráðrúm til að blómstra. Það er alveg frábært að framboð á ánægjulegu og metnaðarfullu tómstundastarfi utan hefðbundins skólatíma sé svona mikið og ennþá betra að svo margir foreldrar vilji styðja börnin sín til þess að sinna áhugamálum sínum og ná langt. En eftir stendur spurningin: er nauðsynlegt að allar tómstundir séu stundaðar með það fyrir augum að búa til afreksfólk í hverri fyrir sig? Væri kannski mögulegt að velja einhverja aðalgrein og stunda annað fyrst og fremst til ánægju og gefa valkosti í tímasókn og æfingafjölda eftir því? Það mikilvægasta sem ótrufluð og ástrík bernska hefur upp á að bjóða er leikur. Í leik læra börn að vinna úr daglega lífinu, samskipti við jafningja á sínum eigin forsendum og þá hæfileika sem þau þurfa á að halda í framtíðinni. Barn í tölvuleik lærir tölvulæsi sem verður jafn sjálfsögð og bóklæsi í þeirri framtíð sem verður þeirra nútíð. Og kannski það allra mikilvægasta: það er ekkert hættulegt að láta sér leiðast, stöku sinnum. Barn sem leiðist þarf sjálft að finna sér eitthvað að gera. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að öll börn eigi rétt á að leika sér. Og til þess þarf tóma stund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun
Tómstundalíf barna og unglinga er blómlegt á Íslandi. Hér býðst krökkum nám og þjálfun í íþróttum og listum og sjálfsagt einhverju fleiru. Þetta er vel. Íþróttaiðkun stælir líkamann, þolið og þorið og listnám styrkir andann og sköpunargáfuna. Við þurfum fólk í framtíðina sem er sterkt og hraust, skapandi og andríkt. En akkúrat hér og nú eru börn þreytt. Sumir krakkar á miðstigi grunnskólans æfa fimleika eða sund fjórum til fimm sinnum í viku og að auki boltaíþrótt tvisvar til þrisvar í viku. Mörg þeirra eru svo líka í tónlistarnámi sem krefst spilatíma tvisvar í viku og hljómsveitaræfinga einu sinni í viku. Full skólaskylda er þrjátíu og fimm tímar á viku og ofan á það bætist heimalærdómur. Til samanburðar má nefna að fullorðið fólk á oft í mesta brasi að finna tíma og orku til líkamsræktar tvisvar meðfram fjörutíu stunda vinnuviku. Foreldrar vilja veita börnunum sínum bestu mögulega æsku og hlú að hæfileikum þeirra. Þegar barnið sýnir áhuga á einhverju tómstundastarfi grípa foreldrarnir tækifærið og gefa börnunum sínum það, kannski minnugir tækifæra sem fóru hjá þeim sjálfum á sama aldri. En ef handboltinn bætist ofan á skíði og selló er hætta á því að hæfileikar fái ekkert ráðrúm til að blómstra. Það er alveg frábært að framboð á ánægjulegu og metnaðarfullu tómstundastarfi utan hefðbundins skólatíma sé svona mikið og ennþá betra að svo margir foreldrar vilji styðja börnin sín til þess að sinna áhugamálum sínum og ná langt. En eftir stendur spurningin: er nauðsynlegt að allar tómstundir séu stundaðar með það fyrir augum að búa til afreksfólk í hverri fyrir sig? Væri kannski mögulegt að velja einhverja aðalgrein og stunda annað fyrst og fremst til ánægju og gefa valkosti í tímasókn og æfingafjölda eftir því? Það mikilvægasta sem ótrufluð og ástrík bernska hefur upp á að bjóða er leikur. Í leik læra börn að vinna úr daglega lífinu, samskipti við jafningja á sínum eigin forsendum og þá hæfileika sem þau þurfa á að halda í framtíðinni. Barn í tölvuleik lærir tölvulæsi sem verður jafn sjálfsögð og bóklæsi í þeirri framtíð sem verður þeirra nútíð. Og kannski það allra mikilvægasta: það er ekkert hættulegt að láta sér leiðast, stöku sinnum. Barn sem leiðist þarf sjálft að finna sér eitthvað að gera. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að öll börn eigi rétt á að leika sér. Og til þess þarf tóma stund.
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun