H&M í viðræðum um að opna tvær búðir á Íslandi 8. febrúar 2011 10:30 Framkvæmdir standa yfir í fyrrverandi húsnæði Sautján á Laugavegi 89. Hugsanlegt er að H&M verði með bækistöðvar þar í framtíðinni. Mynd/GVA „Við horfum til þess með miklum vonaraugum að fá svona öfluga verslun inn í miðborgina. Hún myndi gjörbreyta umhverfinu á efsta hluta Laugavegarins sem er akkúrat það sem á þarf að halda núna," segir miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon. Á næstunni ræðst hvort sænska fatakeðjan H&M opnar útibú hér á landi. Eitt skilyrðanna fyrir því að fyrirtækið komi hingað er að það geti opnað tvær verslanir. Viðræður eru uppi um að önnur verslunin verði þar sem Sautján var til húsa á Laugavegi 89. Hin yrði hugsanlega í Smáralind. Ásgeir Bolli Kristinsson í Sautján vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. „Ég er búinn að verja töluverðum tíma sem framkvæmdastjóri miðborgarinnar okkar í að útvega Hennes & Mauritz upplýsingar um hverfið sem þeir eru að horfa til, efsta hluta Laugavegarins, bílastæða, fjölda verslana í kring og hverslags verslanir það eru. Þeir eru að skoða þetta mál í fullri alvöru," segir Jakob Frímann og bætir við að H&M hafi einnig skoðað bæði Kringluna og Smáralind, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Meiri líkur eru taldar á því að verslunin fái inni í Smáralind eins og staðan er í dag. Fatakeðjan er í viðræðum um að opna tvær verslanir hér á landi. Í síðasta mánuði ræddi Fréttablaðið við Håkan Andersson hjá fjölmiðladeild H&M og hann sagði ekkert í plönunum um að opna hér verslun. Sagði hann að það væri einungis orðrómur og ekkert væri staðfest. „Það er auðvitað ekkert óeðlilegt við að einhver upplýsingafulltrúi viti ekki af öllum þeim þreifingum og samningaviðræðum sem eru búnar að vera í gangi," segir Jakob. Spurður um líkurnar á því að H&M komi til Íslands segir hann: „Það er erfitt að meta það en ég held að það geti brugðið til beggja vona. En ég er að eðlisfari bjartsýnn maður. Ég held að Íslendingar hljóti að eiga heimsmet miðað við höfðatölu í kaupum á varningi frá Hennes & Mauritz, þannig að þessi 330 þúsund manna þjóð hagar sér að sumu leyti eins og þriggja milljóna þjóð þrátt fyrir hrun." Jakob segir stutt í að Svíarnir taki ákvörðun og krossleggur fingur rétt eins fjöldi annarra Íslendinga. „Þangað til skulum við senda þeim okkar sterkustu strauma og vinarþel hinnar gestrisnu þjóðar." freyr@frettabladid.is Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Við horfum til þess með miklum vonaraugum að fá svona öfluga verslun inn í miðborgina. Hún myndi gjörbreyta umhverfinu á efsta hluta Laugavegarins sem er akkúrat það sem á þarf að halda núna," segir miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon. Á næstunni ræðst hvort sænska fatakeðjan H&M opnar útibú hér á landi. Eitt skilyrðanna fyrir því að fyrirtækið komi hingað er að það geti opnað tvær verslanir. Viðræður eru uppi um að önnur verslunin verði þar sem Sautján var til húsa á Laugavegi 89. Hin yrði hugsanlega í Smáralind. Ásgeir Bolli Kristinsson í Sautján vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. „Ég er búinn að verja töluverðum tíma sem framkvæmdastjóri miðborgarinnar okkar í að útvega Hennes & Mauritz upplýsingar um hverfið sem þeir eru að horfa til, efsta hluta Laugavegarins, bílastæða, fjölda verslana í kring og hverslags verslanir það eru. Þeir eru að skoða þetta mál í fullri alvöru," segir Jakob Frímann og bætir við að H&M hafi einnig skoðað bæði Kringluna og Smáralind, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Meiri líkur eru taldar á því að verslunin fái inni í Smáralind eins og staðan er í dag. Fatakeðjan er í viðræðum um að opna tvær verslanir hér á landi. Í síðasta mánuði ræddi Fréttablaðið við Håkan Andersson hjá fjölmiðladeild H&M og hann sagði ekkert í plönunum um að opna hér verslun. Sagði hann að það væri einungis orðrómur og ekkert væri staðfest. „Það er auðvitað ekkert óeðlilegt við að einhver upplýsingafulltrúi viti ekki af öllum þeim þreifingum og samningaviðræðum sem eru búnar að vera í gangi," segir Jakob. Spurður um líkurnar á því að H&M komi til Íslands segir hann: „Það er erfitt að meta það en ég held að það geti brugðið til beggja vona. En ég er að eðlisfari bjartsýnn maður. Ég held að Íslendingar hljóti að eiga heimsmet miðað við höfðatölu í kaupum á varningi frá Hennes & Mauritz, þannig að þessi 330 þúsund manna þjóð hagar sér að sumu leyti eins og þriggja milljóna þjóð þrátt fyrir hrun." Jakob segir stutt í að Svíarnir taki ákvörðun og krossleggur fingur rétt eins fjöldi annarra Íslendinga. „Þangað til skulum við senda þeim okkar sterkustu strauma og vinarþel hinnar gestrisnu þjóðar." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira