Innblásið af íslenskri hefð 25. febrúar 2011 00:01 Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, fékk innblástur frá íslensku handverksfólki. Fréttablaðið/GVA Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, lærði skóhönnun við London College of Fashion, Cordwainers. Hún vann lokaverkefnið sitt út frá íslensku handverki eftir að hafa heimsótt íslenskt handverksfólk yfir kaffibolla. „Ég vildi vinna út frá Íslandi en maður sér landið í ljóma þegar maður er staddur í útlöndum. Guðrún Jónsdóttir, sem sér um félagsstarfið í Gerðubergi, kom mér í samband við handverksfólk," útskýrir Guðrún Edda og segir skemmtilegra að vera í beinu sambandi við fólk en að lesa sér til um handverk í bókum.Skrautið undir skónum smíðaði Steinunn Björnsdóttir fyrir Guðrúnu Eddu. Hælarnir á bláu skónum vísa til renndra stólfóta og skrautið er sótt í höfuðbúnaðinn á íslenskum faldbúningi. Gengið er frá kantinum á skónum eins og gert er á íslenskum sauðskinskóm. Skrautið um ökklann á rauðu skónum er sótt í hekl.„Þetta var mjög skemmtileg vinna. Þau Hjálmar Th. Ingimundarson, Eliane K. Hommersand, Jóna Þórarinsdóttir, Sigurborg Skúladóttir og Hallveig Ólafsdóttir unnu með mér að verkefninu. Ég heimsótti þau og spjallaði við hvert og eitt um handverkið og vann svo skóna út frá því." Guðrún Edda segir almennt ekki gefið að skóhönnuðir kunni að búa til skó. Áður en hún fór til náms í London vann hún við skóviðgerðir hjá Þráni skóara á Grettisgötu en í skólanum í London var einnig lögð áhersla á sníðagerð og saumaskap á skóm. Með námi vann hún hjá íslenska skófyrirtækinu Mörtu Jónsson í London og eftir að námi lauk vann hún í Kaupmannahöfn, meðal annars fyrir skóhönnuð í Kristjaníu og fyrir danska merkið Billibi. Guðrún Edda kom heim í haust og vann þá að frumgerðum fyrir hönnuðinn Sruli Recht. „Það var mjög krefjandi og skemmtileg vinna en ég hafði aldrei gert karlmannsskó áður. Nú er ég bara að skoða framhaldið. Þessa dagana er ég að undirbúa sýningu á HönnunarMars dagana 24. til 27. mars en draumurinn er að fara af stað með mína eigin skólínu." Nánar má forvitnast um hönnun Guðrúnar Eddu á vefsíðunni gudrunedda.com. heida@frettabladid.is HönnunarMars Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, lærði skóhönnun við London College of Fashion, Cordwainers. Hún vann lokaverkefnið sitt út frá íslensku handverki eftir að hafa heimsótt íslenskt handverksfólk yfir kaffibolla. „Ég vildi vinna út frá Íslandi en maður sér landið í ljóma þegar maður er staddur í útlöndum. Guðrún Jónsdóttir, sem sér um félagsstarfið í Gerðubergi, kom mér í samband við handverksfólk," útskýrir Guðrún Edda og segir skemmtilegra að vera í beinu sambandi við fólk en að lesa sér til um handverk í bókum.Skrautið undir skónum smíðaði Steinunn Björnsdóttir fyrir Guðrúnu Eddu. Hælarnir á bláu skónum vísa til renndra stólfóta og skrautið er sótt í höfuðbúnaðinn á íslenskum faldbúningi. Gengið er frá kantinum á skónum eins og gert er á íslenskum sauðskinskóm. Skrautið um ökklann á rauðu skónum er sótt í hekl.„Þetta var mjög skemmtileg vinna. Þau Hjálmar Th. Ingimundarson, Eliane K. Hommersand, Jóna Þórarinsdóttir, Sigurborg Skúladóttir og Hallveig Ólafsdóttir unnu með mér að verkefninu. Ég heimsótti þau og spjallaði við hvert og eitt um handverkið og vann svo skóna út frá því." Guðrún Edda segir almennt ekki gefið að skóhönnuðir kunni að búa til skó. Áður en hún fór til náms í London vann hún við skóviðgerðir hjá Þráni skóara á Grettisgötu en í skólanum í London var einnig lögð áhersla á sníðagerð og saumaskap á skóm. Með námi vann hún hjá íslenska skófyrirtækinu Mörtu Jónsson í London og eftir að námi lauk vann hún í Kaupmannahöfn, meðal annars fyrir skóhönnuð í Kristjaníu og fyrir danska merkið Billibi. Guðrún Edda kom heim í haust og vann þá að frumgerðum fyrir hönnuðinn Sruli Recht. „Það var mjög krefjandi og skemmtileg vinna en ég hafði aldrei gert karlmannsskó áður. Nú er ég bara að skoða framhaldið. Þessa dagana er ég að undirbúa sýningu á HönnunarMars dagana 24. til 27. mars en draumurinn er að fara af stað með mína eigin skólínu." Nánar má forvitnast um hönnun Guðrúnar Eddu á vefsíðunni gudrunedda.com. heida@frettabladid.is
HönnunarMars Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira