Hjarta skólans Gerður Kristný skrifar 28. febrúar 2011 09:30 Í miðjum skólanum mínum, Álftamýrarskóla, var bókasafn. Einn vetur þegar ég var líklega 10 ára gömul kom ég mér upp þeim sið að drífa mig heim eftir að skóla lauk, borða hádegismat, læra og skunda síðan á skólabókasafnið. Næsta almenningsbókasafn var Bústaðasafnið og það var allt of langt í burtu til að ég kæmist þangað ein míns liðs. Á skólabókasafnið var aftur á móti örstutt að fara og þar kom ég mér þægilega fyrir með bók. Þarna komst ég í aðrar tegundir bóka en þær sem þótti tilhlýðilegt að færa stúlku að gjöf, til dæmis teiknimyndasögur og fræðibækur um heimsstyrjöldina. Stundum komu heilu bekkirnir í skólasafnsheimsókn en aðallega finnst mér ég hafa verið ein þarna ásamt bókasafnsverðinum. Þegar hann þurfti að skreppa frá setti hann mig yfir bókasafnið. Það fannst mér nú aldeilis upphefð. Mér fannst gott að vera innan um bækur og bókasafnið varð minn griðastaður. Allir kilirnir fólu í sér loforð um sögu og í sumum gat maður hnotið um skemmtileg orð. Nískupúki gat líka kallast nirfill eða grútur og skræfa gat ekki bara verið gunga, heldur líka heybrók! Um þessar mundir fá skólabókasöfnin að kenna á niðurskurðarhnífnum þótt í mismiklum mæli sé. Þau þurfa nauðsynlega að geta keypt inn nýjar bækur því annars hætta krakkarnir að nenna að koma, eins og einn skólabókasafnsvörðurinn benti mér á fyrir stuttu. Þau eru jú alveg jafnsólgin í nýjustu bækurnar og aðrir. Þær eru háðar tískusveiflum rétt eins og gosdrykkir og gallabuxur. Þess vegna nenna fáir að lesa lengur um galdra þegar vampírur þykja það alsvalasta og heyrst hefur að úti í hinum erlenda bókaheimi séu englar að yfirtaka bransann. Bókasafnsvörður nokkur úti á landi sagði mér að ef hægt sé að kveikja áhuga hjá vinsælustu krökkunum á einhverri bókinni vaknaði oft áhugi hjá fleirum í kjölfarið. Auðsjáanlega hef ég ekki verið ein af svölu krökkunum því ekki man ég eftir miklum lestraráhuga í bekknum mínum. Í ljósi þess hve skólabókasöfnin eru fjársvelt stendur nú upp á foreldra, ömmur og afa að halda nýjustu bókunum að krökkunum. Farið með þeim á almenningsbókasöfnin, sýnið áhuga á því sem þau eru að lesa og lesið sömu bækur og þau. Það er nefnilega svo gaman að spjalla saman um bækur. Lestur eykur orðaforðann og skilning á samfélaginu og manneskjunni sjálfri. Það er ekki svo lítið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun
Í miðjum skólanum mínum, Álftamýrarskóla, var bókasafn. Einn vetur þegar ég var líklega 10 ára gömul kom ég mér upp þeim sið að drífa mig heim eftir að skóla lauk, borða hádegismat, læra og skunda síðan á skólabókasafnið. Næsta almenningsbókasafn var Bústaðasafnið og það var allt of langt í burtu til að ég kæmist þangað ein míns liðs. Á skólabókasafnið var aftur á móti örstutt að fara og þar kom ég mér þægilega fyrir með bók. Þarna komst ég í aðrar tegundir bóka en þær sem þótti tilhlýðilegt að færa stúlku að gjöf, til dæmis teiknimyndasögur og fræðibækur um heimsstyrjöldina. Stundum komu heilu bekkirnir í skólasafnsheimsókn en aðallega finnst mér ég hafa verið ein þarna ásamt bókasafnsverðinum. Þegar hann þurfti að skreppa frá setti hann mig yfir bókasafnið. Það fannst mér nú aldeilis upphefð. Mér fannst gott að vera innan um bækur og bókasafnið varð minn griðastaður. Allir kilirnir fólu í sér loforð um sögu og í sumum gat maður hnotið um skemmtileg orð. Nískupúki gat líka kallast nirfill eða grútur og skræfa gat ekki bara verið gunga, heldur líka heybrók! Um þessar mundir fá skólabókasöfnin að kenna á niðurskurðarhnífnum þótt í mismiklum mæli sé. Þau þurfa nauðsynlega að geta keypt inn nýjar bækur því annars hætta krakkarnir að nenna að koma, eins og einn skólabókasafnsvörðurinn benti mér á fyrir stuttu. Þau eru jú alveg jafnsólgin í nýjustu bækurnar og aðrir. Þær eru háðar tískusveiflum rétt eins og gosdrykkir og gallabuxur. Þess vegna nenna fáir að lesa lengur um galdra þegar vampírur þykja það alsvalasta og heyrst hefur að úti í hinum erlenda bókaheimi séu englar að yfirtaka bransann. Bókasafnsvörður nokkur úti á landi sagði mér að ef hægt sé að kveikja áhuga hjá vinsælustu krökkunum á einhverri bókinni vaknaði oft áhugi hjá fleirum í kjölfarið. Auðsjáanlega hef ég ekki verið ein af svölu krökkunum því ekki man ég eftir miklum lestraráhuga í bekknum mínum. Í ljósi þess hve skólabókasöfnin eru fjársvelt stendur nú upp á foreldra, ömmur og afa að halda nýjustu bókunum að krökkunum. Farið með þeim á almenningsbókasöfnin, sýnið áhuga á því sem þau eru að lesa og lesið sömu bækur og þau. Það er nefnilega svo gaman að spjalla saman um bækur. Lestur eykur orðaforðann og skilning á samfélaginu og manneskjunni sjálfri. Það er ekki svo lítið!
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun