Litlir víkingar og vígalegar valkyrjur 5. mars 2011 06:00 Íslenskir víkingabúningar eftir Ríkey Kristjánsdóttur og Diljá Jónsdóttur. Ný lína af íslenskum víkingabúningum frá hönnuðum barnafatalínunnar Húnihún er væntanleg á markaðinn um helgina. Ríkey Kristjánsdóttir textílhönnuður og Diljá Jónsdóttir klæðskeri eru hönnuðir drengjafatalínunnar Húnihún í Kirsuberjatrénu. Núna hafa þær bætt við línuna víkingabúningum. „Við erum að þrykkja á búningana víkingatákn og þeir eru bara að þorna," segir Ríkey. „Þeir verða komnir í Kirsuberjatréð um helgina." Línan inniheldur víkingamussu, buxur og skyrtu, kjól og svuntu en þær stöllur vildu að stelpurnar gætu fundið á sig búning þótt Húnihún línan leggi áherslu á drengjaföt. „Við reynum að vera trúar víkingatímanum og notum lítið meðhöndlaða bómull sem við litum sjálfar. Saumar eru grófir overlock-saumar og við notum skábönd í stað leðurbanda, höfum þetta frekar hrátt. En þó þetta séu búningar er þó alveg hægt að nota fötin dags daglega í leikskólanum. Buxurnar eru til dæmis flottar með einhverju öðru og þetta eru bómullarföt sem þægilegt er að vera í." Ríkey og Diljá vinna nú að vorlínu Húnihún og eru einnig að bæta við rúmfatnaði. Nánar má forvitnast um Húnihún á Facebook.- rat Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Ný lína af íslenskum víkingabúningum frá hönnuðum barnafatalínunnar Húnihún er væntanleg á markaðinn um helgina. Ríkey Kristjánsdóttir textílhönnuður og Diljá Jónsdóttir klæðskeri eru hönnuðir drengjafatalínunnar Húnihún í Kirsuberjatrénu. Núna hafa þær bætt við línuna víkingabúningum. „Við erum að þrykkja á búningana víkingatákn og þeir eru bara að þorna," segir Ríkey. „Þeir verða komnir í Kirsuberjatréð um helgina." Línan inniheldur víkingamussu, buxur og skyrtu, kjól og svuntu en þær stöllur vildu að stelpurnar gætu fundið á sig búning þótt Húnihún línan leggi áherslu á drengjaföt. „Við reynum að vera trúar víkingatímanum og notum lítið meðhöndlaða bómull sem við litum sjálfar. Saumar eru grófir overlock-saumar og við notum skábönd í stað leðurbanda, höfum þetta frekar hrátt. En þó þetta séu búningar er þó alveg hægt að nota fötin dags daglega í leikskólanum. Buxurnar eru til dæmis flottar með einhverju öðru og þetta eru bómullarföt sem þægilegt er að vera í." Ríkey og Diljá vinna nú að vorlínu Húnihún og eru einnig að bæta við rúmfatnaði. Nánar má forvitnast um Húnihún á Facebook.- rat
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira