Liðið getur náð enn lengra Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2011 08:00 Dóra María Lárusdóttir skaut íslenska liðinu í úrslitaleik Algarve-mótsins með laglegu marki.fréttablaðið/daníel Stelpurnar okkar í knattspyrnulandsliðinu náðu einstökum árangri í gær er liðið komst í úrslitaleik Algarve-mótsins en í mótinu taka þátt öll bestu lið heims. Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari segir enn meira búa í íslenska liðinu. Stelpurnar okkar skrifuðu íslenska knattspyrnusögu upp á nýtt í gær með 1-0 sigri á Dönum. Sigurinn tryggði liðinu farseðil í úrslitaleik Algarve-mótsins þar sem liðið mætir Bandaríkjunum sem eru líklega með besta lið heims. Þetta er einstakur árangur en Ísland hafði best náð sjötta sæti í mótinu. Þetta er í sjöunda skipti sem Ísland tekur þátt í mótinu. Stelpurnar hafa verið í hreint frábæru formi á mótinu og lagt bæði Svíþjóð og Danmörk í fyrsta skipti. Svíþjóð er í fjórða sæti á heimslistanum. "Þetta er ævintýri sem heldur endalaust áfram og nú er það úrslitaleikur. Allir leikirnir hafa verið vel spilaðir hjá liðinu og við gefið fá færi á okkur. Vörnin hefur verið alveg frábær á þessu móti og fjölmargir leikmenn að stórbæta sinn leik. Varamenn hafa einnig verið að leysa sín hlutverk vel og þetta er alveg frábær árangur hjá stelpunum," sagði afar kátur þjálfari íslenska liðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, eftir leik. Það er óhætt að segja að íslenska liðið hafi komið skemmtilega á óvart í mótinu enda búið að vinna alla leiki sína til þessa. Hvernig útskýrir þjálfarinn það að liðið sé í þetta góðu standi núna? "Við erum ekki í toppleikæfingu en breiddin er að aukast. Svo eru það leikmennirnir sem hafa verið í atvinnumennsku kannski í tvö ár og hafa bætt leik sinn mikið. Það er alveg ljóst að því lengur sem okkar bestu menn spila erlendis, þeim mun betra verður landsliðið. Stelpurnar eru líka komnar með góða reynslu, hafa gengið í gegnum lokakeppni stórmóts. Þess utan eru ungir og efnilegir leikmenn að koma upp og margir þeirra eru komnir með góða reynslu líka. Það hjálpast allt að," sagði Sigurður og bætti við að einnig skipti máli að stelpurnar væru vel inni í þeirri taktík sem liðið spilaði. Allir þekktu sín hlutverk vel. "Það hefur verið stöðugur stígandi hjá þessu liði. Við klifrum sífellt ofar á þessum heimslista enda er liðið að styrkjast. Ég held að þetta lið geti náð enn lengra en það hefur gert. Liðið hefur sýnt að á góðum degi getur það unnið lið sem eru hærra skrifuð. Við vitum að við getum náð árangri gegn öllum þeim liðum sem við mætum. Það býr mikið í þessu liði og meira en það hefur sýnt hingað til. Stelpurnar hafa verið frábærar í þessu móti og eru að skrifa söguna upp á nýtt," sagði Sigurður Ragnar en hann vonast til þess að stelpurnar séu búnar að stimpla sig inn á meðal þeirra bestu í heimi með þessum árangri. "Við erum búin að koma mörgum á óvart á þessu móti og ég held að við séum að lágmarki búin að stimpla okkur inn sem lið sem önnur lið þurfa að varast. Ég vona líka að við séum búin að stimpla okkur inn meðal þeirra bestu." Úrslitaleikurinn er gegn Bandaríkjunum, eins og áður segir, en bandaríska liðið hefur verið á toppnum í mörg ár og er besta lið heims að flestra mati. "Við höfum spilað jafna leiki gegn Bandaríkjunum og verið óheppin að halda ekki jöfnu. Við berum ekki virðingu fyrir neinu liði og lítum á öll lið sem jafningja okkar. Þannig munum við mæta til leiks. Sjálfstraustið er mikið og minnkaði ekki eftir þennan leik gegn Dönum. Það er mjög spennandi að spila úrslitaleik enda ekki verið í þeirri stöðu áður." Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Stelpurnar okkar í knattspyrnulandsliðinu náðu einstökum árangri í gær er liðið komst í úrslitaleik Algarve-mótsins en í mótinu taka þátt öll bestu lið heims. Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari segir enn meira búa í íslenska liðinu. Stelpurnar okkar skrifuðu íslenska knattspyrnusögu upp á nýtt í gær með 1-0 sigri á Dönum. Sigurinn tryggði liðinu farseðil í úrslitaleik Algarve-mótsins þar sem liðið mætir Bandaríkjunum sem eru líklega með besta lið heims. Þetta er einstakur árangur en Ísland hafði best náð sjötta sæti í mótinu. Þetta er í sjöunda skipti sem Ísland tekur þátt í mótinu. Stelpurnar hafa verið í hreint frábæru formi á mótinu og lagt bæði Svíþjóð og Danmörk í fyrsta skipti. Svíþjóð er í fjórða sæti á heimslistanum. "Þetta er ævintýri sem heldur endalaust áfram og nú er það úrslitaleikur. Allir leikirnir hafa verið vel spilaðir hjá liðinu og við gefið fá færi á okkur. Vörnin hefur verið alveg frábær á þessu móti og fjölmargir leikmenn að stórbæta sinn leik. Varamenn hafa einnig verið að leysa sín hlutverk vel og þetta er alveg frábær árangur hjá stelpunum," sagði afar kátur þjálfari íslenska liðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, eftir leik. Það er óhætt að segja að íslenska liðið hafi komið skemmtilega á óvart í mótinu enda búið að vinna alla leiki sína til þessa. Hvernig útskýrir þjálfarinn það að liðið sé í þetta góðu standi núna? "Við erum ekki í toppleikæfingu en breiddin er að aukast. Svo eru það leikmennirnir sem hafa verið í atvinnumennsku kannski í tvö ár og hafa bætt leik sinn mikið. Það er alveg ljóst að því lengur sem okkar bestu menn spila erlendis, þeim mun betra verður landsliðið. Stelpurnar eru líka komnar með góða reynslu, hafa gengið í gegnum lokakeppni stórmóts. Þess utan eru ungir og efnilegir leikmenn að koma upp og margir þeirra eru komnir með góða reynslu líka. Það hjálpast allt að," sagði Sigurður og bætti við að einnig skipti máli að stelpurnar væru vel inni í þeirri taktík sem liðið spilaði. Allir þekktu sín hlutverk vel. "Það hefur verið stöðugur stígandi hjá þessu liði. Við klifrum sífellt ofar á þessum heimslista enda er liðið að styrkjast. Ég held að þetta lið geti náð enn lengra en það hefur gert. Liðið hefur sýnt að á góðum degi getur það unnið lið sem eru hærra skrifuð. Við vitum að við getum náð árangri gegn öllum þeim liðum sem við mætum. Það býr mikið í þessu liði og meira en það hefur sýnt hingað til. Stelpurnar hafa verið frábærar í þessu móti og eru að skrifa söguna upp á nýtt," sagði Sigurður Ragnar en hann vonast til þess að stelpurnar séu búnar að stimpla sig inn á meðal þeirra bestu í heimi með þessum árangri. "Við erum búin að koma mörgum á óvart á þessu móti og ég held að við séum að lágmarki búin að stimpla okkur inn sem lið sem önnur lið þurfa að varast. Ég vona líka að við séum búin að stimpla okkur inn meðal þeirra bestu." Úrslitaleikurinn er gegn Bandaríkjunum, eins og áður segir, en bandaríska liðið hefur verið á toppnum í mörg ár og er besta lið heims að flestra mati. "Við höfum spilað jafna leiki gegn Bandaríkjunum og verið óheppin að halda ekki jöfnu. Við berum ekki virðingu fyrir neinu liði og lítum á öll lið sem jafningja okkar. Þannig munum við mæta til leiks. Sjálfstraustið er mikið og minnkaði ekki eftir þennan leik gegn Dönum. Það er mjög spennandi að spila úrslitaleik enda ekki verið í þeirri stöðu áður."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira