Sér fötin fyrir sér 10. mars 2011 13:00 Fréttablaðið/Arnþór Menntaskólamærin Marta Heiðarsdóttir hefur fengist við saumaskap í frístundum síðustu ár. Í fataskápnum hennar Mörtu er fullt af kjólum, dressum, stuttbuxum og blússum eftir hana sjálfa. Samt er hún bara sautján ára. „Það var í 8. bekk sem ég fór að gera eitthvað frá eigin brjósti í textíltímunum en það var ekki fyrr en í 10. bekk sem ég fór að sauma eitthvað af viti," segir hún þegar blaðamaður furðar sig á afköstunum. Marta er á félagsfræðibraut í Menntaskólanum í Hamrahlíð og sér um tískuþátt í skólablaðinu. Einnig tók hún þátt í búningagerð fyrir leiksýningu skólans í fyrra. Að öðru leyti er saumaskapurinn áhugamál. Hún var svo heppin að fá forláta saumavél ömmu sinnar til afnota, einnig fékk hún overlook-vél í afmælisgjöf og faðir hennar sem er feldskeri gaf henni gínu.Marta situr gjarnan við saumavélina þegar tími gefst frá menntaskólanáminu.„Ég byrjaði á að kaupa föt í Kolaportinu og breyta þeim en nú er ég farin að sauma meira frá grunni," segir Marta. Hún kveðst ekki teikna flíkurnar fyrst, heldur sauma þær bara eftir huganum því hún sjái þær fyrir sér. Ekki kveðst Marta búin að ákveða hvort hún leggi hönnun og fataiðn fyrir sig í framtíðinni en dömur í kringum hana eru komnar á bragðið. „Systir mín á nokkra kjóla eftir mig og ég gaf vinkonu minni einn í afmælisgjöf," segir Marta hæversk. „Svo gaf ein stelpa vinkonu sinni það í jólagjöf að ég saumaði handa henni kjól, það er eini saumaskapurinn sem ég hef fengið borgað fyrir." gun@frettabladid.is Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Menntaskólamærin Marta Heiðarsdóttir hefur fengist við saumaskap í frístundum síðustu ár. Í fataskápnum hennar Mörtu er fullt af kjólum, dressum, stuttbuxum og blússum eftir hana sjálfa. Samt er hún bara sautján ára. „Það var í 8. bekk sem ég fór að gera eitthvað frá eigin brjósti í textíltímunum en það var ekki fyrr en í 10. bekk sem ég fór að sauma eitthvað af viti," segir hún þegar blaðamaður furðar sig á afköstunum. Marta er á félagsfræðibraut í Menntaskólanum í Hamrahlíð og sér um tískuþátt í skólablaðinu. Einnig tók hún þátt í búningagerð fyrir leiksýningu skólans í fyrra. Að öðru leyti er saumaskapurinn áhugamál. Hún var svo heppin að fá forláta saumavél ömmu sinnar til afnota, einnig fékk hún overlook-vél í afmælisgjöf og faðir hennar sem er feldskeri gaf henni gínu.Marta situr gjarnan við saumavélina þegar tími gefst frá menntaskólanáminu.„Ég byrjaði á að kaupa föt í Kolaportinu og breyta þeim en nú er ég farin að sauma meira frá grunni," segir Marta. Hún kveðst ekki teikna flíkurnar fyrst, heldur sauma þær bara eftir huganum því hún sjái þær fyrir sér. Ekki kveðst Marta búin að ákveða hvort hún leggi hönnun og fataiðn fyrir sig í framtíðinni en dömur í kringum hana eru komnar á bragðið. „Systir mín á nokkra kjóla eftir mig og ég gaf vinkonu minni einn í afmælisgjöf," segir Marta hæversk. „Svo gaf ein stelpa vinkonu sinni það í jólagjöf að ég saumaði handa henni kjól, það er eini saumaskapurinn sem ég hef fengið borgað fyrir." gun@frettabladid.is
Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira