Clarins notar íslenskt kál 11. mars 2011 00:00 Margit Elva Einarsdóttir, þjálfari hjá Clarins. Fréttablaðið/GVA Íslenskt skarfakál eða Cochlearia er ein þriggja jurta sem ný andlitskrem frá franska snyrtivörurisanum Clarins, innihalda. Sérfræðingar Clarins leita uppi harðgerar plöntur um allan heim til að nýta eiginleika þeirra í snyrtivörur, þar á meðal á Íslandi. Skarfakálið er sagt hægja á öldrun húðarinnar en kremin eru ætluð 50 ára og eldri. „Lionel de Benetti, framkvæmdastjóri rannsóknastofa og vörustjórnunar Clarins, rakst á jurtina við göngustíg á ferð sinni um Ísland. Hann komst að því að skarfakálið var ein af fyrstu jurtunum til að nema land í Surtsey, árið 1965 og þar með skapa nýtt líf," útskýrir Benjamin Vouard, framkvæmdastjóri þjálfunar hjá Clarins. Lionel heillaðist af þeim eiginleikum skarfakálsins að þrífast í harðgerum jarðvegi og loftslagi og efnagreindi jurtina. „Við komumst að því að skarfakál örvar virkni prótínsameinda og hamlar bindingu prótína við sykursameindir og hamlar þannig öldrun fruma. Clarins fékk einkaleyfi á notkun skarfakálsins og ræktar það á rannsóknastofu í Frakklandi," segir Benjamin enn fremur. Skarfakálið er af krossblómaætt og vex víða meðfram ströndum landsins. Íslendingar hafa notað skarfakál um aldir sér til heilsubótar, meðal annars við skyrbjúg en jurtin er rík af C-vítamíni. „Skarfakál er einnig talið gott við ýmsum kvillum eins og gigt, bjúg, og ýmsum húðsjúkdómum," segir á Vísindavef Háskóla Íslands. „Við Íslendingar þekkjum þessa jurt vel," segir Margit Elva Einarsdóttir, þjálfari hjá Clarins á Íslandi. „Nú hefur Clarins sýnt fram á að það hjálpar til við að endurheimta ljóma húðarinnar. Nýjustu kannanir sýna að sjáanlegur munur er á húðinni eftir 10 daga notkun kremsins," segir Margit og líkir húðinni við tennisspaða til að útskýra virknina.Skarfakálið er af krossblómaætt og vex víða meðfram ströndum landsins.„Þegar húðin er ung er hún stinn og þétt eins og nýr tennisspaði. Við notkun slakna þræðirnir í spaðanum og eins er með húðina hún tapar þéttleika með aldrinum. Efnin í skarfakálinu ásamt hinum jurtunum í kreminu, Waltheria og Spergularia, þétta innra lag húðarinnar og hrukkur grynnka." Vital Light-kremin eru ný á markaðnum hér á landi. Benjamin tekur fram að rannsóknastofa Clarins hafi vottun franska heilbrigðiseftirlitsins fyrir gott starf. „Clarins hefur verið óumdeilanlegur leiðtogi í snyrtivöruheiminum í Evrópu í yfir 20 ár sér í lagi í þróun snyrtivara sem vinna gegn öldrun húðarinnar," segir hann einnig. heida@frettabladid.is Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Íslenskt skarfakál eða Cochlearia er ein þriggja jurta sem ný andlitskrem frá franska snyrtivörurisanum Clarins, innihalda. Sérfræðingar Clarins leita uppi harðgerar plöntur um allan heim til að nýta eiginleika þeirra í snyrtivörur, þar á meðal á Íslandi. Skarfakálið er sagt hægja á öldrun húðarinnar en kremin eru ætluð 50 ára og eldri. „Lionel de Benetti, framkvæmdastjóri rannsóknastofa og vörustjórnunar Clarins, rakst á jurtina við göngustíg á ferð sinni um Ísland. Hann komst að því að skarfakálið var ein af fyrstu jurtunum til að nema land í Surtsey, árið 1965 og þar með skapa nýtt líf," útskýrir Benjamin Vouard, framkvæmdastjóri þjálfunar hjá Clarins. Lionel heillaðist af þeim eiginleikum skarfakálsins að þrífast í harðgerum jarðvegi og loftslagi og efnagreindi jurtina. „Við komumst að því að skarfakál örvar virkni prótínsameinda og hamlar bindingu prótína við sykursameindir og hamlar þannig öldrun fruma. Clarins fékk einkaleyfi á notkun skarfakálsins og ræktar það á rannsóknastofu í Frakklandi," segir Benjamin enn fremur. Skarfakálið er af krossblómaætt og vex víða meðfram ströndum landsins. Íslendingar hafa notað skarfakál um aldir sér til heilsubótar, meðal annars við skyrbjúg en jurtin er rík af C-vítamíni. „Skarfakál er einnig talið gott við ýmsum kvillum eins og gigt, bjúg, og ýmsum húðsjúkdómum," segir á Vísindavef Háskóla Íslands. „Við Íslendingar þekkjum þessa jurt vel," segir Margit Elva Einarsdóttir, þjálfari hjá Clarins á Íslandi. „Nú hefur Clarins sýnt fram á að það hjálpar til við að endurheimta ljóma húðarinnar. Nýjustu kannanir sýna að sjáanlegur munur er á húðinni eftir 10 daga notkun kremsins," segir Margit og líkir húðinni við tennisspaða til að útskýra virknina.Skarfakálið er af krossblómaætt og vex víða meðfram ströndum landsins.„Þegar húðin er ung er hún stinn og þétt eins og nýr tennisspaði. Við notkun slakna þræðirnir í spaðanum og eins er með húðina hún tapar þéttleika með aldrinum. Efnin í skarfakálinu ásamt hinum jurtunum í kreminu, Waltheria og Spergularia, þétta innra lag húðarinnar og hrukkur grynnka." Vital Light-kremin eru ný á markaðnum hér á landi. Benjamin tekur fram að rannsóknastofa Clarins hafi vottun franska heilbrigðiseftirlitsins fyrir gott starf. „Clarins hefur verið óumdeilanlegur leiðtogi í snyrtivöruheiminum í Evrópu í yfir 20 ár sér í lagi í þróun snyrtivara sem vinna gegn öldrun húðarinnar," segir hann einnig. heida@frettabladid.is
Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira