ÖSKURDAGUR 14. mars 2011 00:01 Öskudagur var ekki mikill hátíðisdagur í Reykjavík þegar ég var krakki. Þó var gefið frí í skólum og þegar við vinkonurnar fórum að stálpast runnu möguleikar frjálsræðisins upp fyrir okkur. Við fórum í skrítin föt og skreyttum okkur aðeins í framan. Ég man eftir að hafa vandað mig fyrir framan spegilinn við að skrifa AC/DC á kinnina á mér, áletrun sem ég taldi þrungna merkingu eftir að hafa séð hana aftan á rokkarajökkum. Ein úr hópnum stoppaði mig þó af áður en þust var út á stoppistöð og benti mér á að áletrunin var skrifuð með spegilskrift. Það varð því að byrja upp á nýtt á listaverkinu. Á Lækjartorgi var kötturinn sleginn úr tunnunni en krakkaþvagan var svo mikil að við vissum aldrei fyrir víst hvort nokkuð hefði verið í henni. Sögur bárust þó af ketti og var hann ýmist dauður eða sprelllifandi. Nú er öskudagurinn orðinn einn af bestu dögum ársins í lífi sona minna. Sá yngri fór í sjóræningjabúning á leikskólann. Þar hittum við rómverskan riddara, maríubjöllu og köngulóarmann. Eldri sonur minn, sem er í sex ára bekk, fór í skólann í kolsvartri draugahempu með hatt og bar hanska með beinagrindarmynstri. Síðan var hann með grímu í anda ómennanna í Scream-kvikmyndunum. Sonur minn þekkir ekkert til þeirra og finnst þetta bara ósköp venjuleg draugagríma. Hann hafði orð á því hvað hann hlakkaði mikið til að hræða bekkjarsystkini sín í þessari múnderingu. Boðið var upp á mikla gleði á frístundaheimilinu og kötturinn sem sleginn var úr tunnunni reyndist bangsi. Samt var drengurinn eitthvað þögull þegar hann kom heim. Hátíðarhöldin höfðu víst ekki staðist háar væntingarnar. Þegar ég ætlaði að kæta drenginn og hvæsti sem draugur væri baðst drengurinn undan vitleysunni. „Hættu þessu, ég er búinn að sjá svo margt hræðilegt í dag!“ sagði hann stúrinn. Þetta þóttu mér heldur stór orð og vildi vita meira. Í ljós kom að margir krakkanna höfðu verið í svo skelfilegum búningum. „Einn strákurinn var til dæmis í búning eins og hann þarna ... þarna ... óvinur Guðs.” Skrattinn? „Já, hann!” Svona hefur þetta þá verið, hræðilegar verur hlaupandi um skólavöllinn svo litlir drengir skulfu sjálfir á beinunum innan í sínum eigin ægilegu búningum. Ekki að furða þótt menn væru eftir sig. Þetta kallaði á lúdó til að ná úr sér skelfingunni fyrir svefninn. Kannski væri ráð að reyna að pota þessum pjökkum í blómálfabúninga að ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun
Öskudagur var ekki mikill hátíðisdagur í Reykjavík þegar ég var krakki. Þó var gefið frí í skólum og þegar við vinkonurnar fórum að stálpast runnu möguleikar frjálsræðisins upp fyrir okkur. Við fórum í skrítin föt og skreyttum okkur aðeins í framan. Ég man eftir að hafa vandað mig fyrir framan spegilinn við að skrifa AC/DC á kinnina á mér, áletrun sem ég taldi þrungna merkingu eftir að hafa séð hana aftan á rokkarajökkum. Ein úr hópnum stoppaði mig þó af áður en þust var út á stoppistöð og benti mér á að áletrunin var skrifuð með spegilskrift. Það varð því að byrja upp á nýtt á listaverkinu. Á Lækjartorgi var kötturinn sleginn úr tunnunni en krakkaþvagan var svo mikil að við vissum aldrei fyrir víst hvort nokkuð hefði verið í henni. Sögur bárust þó af ketti og var hann ýmist dauður eða sprelllifandi. Nú er öskudagurinn orðinn einn af bestu dögum ársins í lífi sona minna. Sá yngri fór í sjóræningjabúning á leikskólann. Þar hittum við rómverskan riddara, maríubjöllu og köngulóarmann. Eldri sonur minn, sem er í sex ára bekk, fór í skólann í kolsvartri draugahempu með hatt og bar hanska með beinagrindarmynstri. Síðan var hann með grímu í anda ómennanna í Scream-kvikmyndunum. Sonur minn þekkir ekkert til þeirra og finnst þetta bara ósköp venjuleg draugagríma. Hann hafði orð á því hvað hann hlakkaði mikið til að hræða bekkjarsystkini sín í þessari múnderingu. Boðið var upp á mikla gleði á frístundaheimilinu og kötturinn sem sleginn var úr tunnunni reyndist bangsi. Samt var drengurinn eitthvað þögull þegar hann kom heim. Hátíðarhöldin höfðu víst ekki staðist háar væntingarnar. Þegar ég ætlaði að kæta drenginn og hvæsti sem draugur væri baðst drengurinn undan vitleysunni. „Hættu þessu, ég er búinn að sjá svo margt hræðilegt í dag!“ sagði hann stúrinn. Þetta þóttu mér heldur stór orð og vildi vita meira. Í ljós kom að margir krakkanna höfðu verið í svo skelfilegum búningum. „Einn strákurinn var til dæmis í búning eins og hann þarna ... þarna ... óvinur Guðs.” Skrattinn? „Já, hann!” Svona hefur þetta þá verið, hræðilegar verur hlaupandi um skólavöllinn svo litlir drengir skulfu sjálfir á beinunum innan í sínum eigin ægilegu búningum. Ekki að furða þótt menn væru eftir sig. Þetta kallaði á lúdó til að ná úr sér skelfingunni fyrir svefninn. Kannski væri ráð að reyna að pota þessum pjökkum í blómálfabúninga að ári.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun