Heim til Eyja eftir harmleik í Noregi Sunna Valgerðardóttir skrifar 25. mars 2011 08:30 Óskar segir að Leif Magnús verði alltaf velkominn aftur til Eyja. Óskar P. Friðriksson Átta ára sonur Heidi Jensen, sem var myrt í bænum Mandal í Noregi á sunnudag, flytur til föður síns í Vestmannaeyjum í vor. Föðurfjölskylda drengsins flýgur til Noregs á morgun. Sambýlismaður Heidi hefur játað á sig morðið. „Þetta er hræðilegur harmleikur,“ segir Óskar P. Friðriksson, sem er á leið til Noregs á laugardag ásamt fjölskyldu sinni til þess að hitta barnabarn sitt, Leif Magnús Grétarsson, átta ára. Móðir Leifs Magnúsar, hin 28 ára gamla Heidi Thisland Jensen, var myrt aðfaranótt sunnudagsins í bænum Mandal í Noregi. Sonur Óskars, Grétar Óskarsson, kynntist Heidi árið 2002, þegar hún dvaldi hér á sveitabæ. Þau felldu hugi saman og eignuðust Leif Magnús í janúar árið 2003. Heidi fluttist aftur til Noregs með drenginn en mæðginin komu reglulega í langar heimsóknir til Vestmannaeyja, þar sem Óskar og fjölskylda hans búa. Móðir Heidi hringdi í Óskar á sunnudagsmorgun og tjáði honum að dóttir hennar hefði verið myrt. Móðir Heidi er mikill sjúklingur eftir langa og erfiða baráttu við heilaæxli. „Hún spurði mig einfaldlega hvað yrði nú um litla drenginn," segir Óskar. „Maður hefur gríðarlega samúð með henni. Þegar drengurinn flytur verðum við að hafa allar dyr opnar til að hún geti komið og heimsótt hann. Svo hún fái að faðma drenginn og allt sem því fylgir, því hún var að missa einkabarnið sitt. Og Leif Magnús er eina barn móður sinnar." Föðurfjölskylda drengsins mun eiga fund með barnaverndaryfirvöldum í Noregi á mánudag. Óskar er bjartsýnn á framhaldið. „Við fjölskyldan ætlum að taka þennan litla mann að okkur og erum komin með lögfræðing í Noregi sem og hérna heima. Maður verður að leyfa hlutunum að hafa sinn gang," segir hann. Móðir Leifs Magnúsar var myrt af kærasta sínum. Hann elti hana berfættur út úr íbúð hennar eftir að hann hafði verið að fagna 25 ára afmæli sínu og banaði henni með hníf. Heidi náði að hringja í lögreglu áður en hún lést og var maðurinn handtekinn síðar um nóttina. Hann játaði á sig morðið. Drengurinn dvelur nú hjá ættingjum í Mandal. Óskar og fjölskylda hans koma aftur til Íslands á fimmtudag, en hann á ekki von á því að drengurinn komi með í þetta sinn. „Það hefði þó verið best. En það er búið að ganga frá því þannig að hann klári skólaárið úti og svo kemur hann vonandi fljótlega upp úr því til okkar," segir Óskar. Hann hefur rætt reglulega við Leif Magnús í síma síðan móðir hans lést og hefur tjáð honum að fjölskyldan hlakki mikið til að fá hann heim. Vestmannaeyjar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Átta ára sonur Heidi Jensen, sem var myrt í bænum Mandal í Noregi á sunnudag, flytur til föður síns í Vestmannaeyjum í vor. Föðurfjölskylda drengsins flýgur til Noregs á morgun. Sambýlismaður Heidi hefur játað á sig morðið. „Þetta er hræðilegur harmleikur,“ segir Óskar P. Friðriksson, sem er á leið til Noregs á laugardag ásamt fjölskyldu sinni til þess að hitta barnabarn sitt, Leif Magnús Grétarsson, átta ára. Móðir Leifs Magnúsar, hin 28 ára gamla Heidi Thisland Jensen, var myrt aðfaranótt sunnudagsins í bænum Mandal í Noregi. Sonur Óskars, Grétar Óskarsson, kynntist Heidi árið 2002, þegar hún dvaldi hér á sveitabæ. Þau felldu hugi saman og eignuðust Leif Magnús í janúar árið 2003. Heidi fluttist aftur til Noregs með drenginn en mæðginin komu reglulega í langar heimsóknir til Vestmannaeyja, þar sem Óskar og fjölskylda hans búa. Móðir Heidi hringdi í Óskar á sunnudagsmorgun og tjáði honum að dóttir hennar hefði verið myrt. Móðir Heidi er mikill sjúklingur eftir langa og erfiða baráttu við heilaæxli. „Hún spurði mig einfaldlega hvað yrði nú um litla drenginn," segir Óskar. „Maður hefur gríðarlega samúð með henni. Þegar drengurinn flytur verðum við að hafa allar dyr opnar til að hún geti komið og heimsótt hann. Svo hún fái að faðma drenginn og allt sem því fylgir, því hún var að missa einkabarnið sitt. Og Leif Magnús er eina barn móður sinnar." Föðurfjölskylda drengsins mun eiga fund með barnaverndaryfirvöldum í Noregi á mánudag. Óskar er bjartsýnn á framhaldið. „Við fjölskyldan ætlum að taka þennan litla mann að okkur og erum komin með lögfræðing í Noregi sem og hérna heima. Maður verður að leyfa hlutunum að hafa sinn gang," segir hann. Móðir Leifs Magnúsar var myrt af kærasta sínum. Hann elti hana berfættur út úr íbúð hennar eftir að hann hafði verið að fagna 25 ára afmæli sínu og banaði henni með hníf. Heidi náði að hringja í lögreglu áður en hún lést og var maðurinn handtekinn síðar um nóttina. Hann játaði á sig morðið. Drengurinn dvelur nú hjá ættingjum í Mandal. Óskar og fjölskylda hans koma aftur til Íslands á fimmtudag, en hann á ekki von á því að drengurinn komi með í þetta sinn. „Það hefði þó verið best. En það er búið að ganga frá því þannig að hann klári skólaárið úti og svo kemur hann vonandi fljótlega upp úr því til okkar," segir Óskar. Hann hefur rætt reglulega við Leif Magnús í síma síðan móðir hans lést og hefur tjáð honum að fjölskyldan hlakki mikið til að fá hann heim.
Vestmannaeyjar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira