Kærleikur Haralds Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 4. apríl 2011 07:00 Þegar Haraldur, fyrrverandi lögreglumaður til margra ára, var kominn á aldur, var hann ekki alls kostar tilbúinn til að fara að þiggja laun ellinnar. Þetta sagði hann mér þar sem hann skutlaði mér milli staða á jepplingi sínum. Harald var ég að hitta í fyrsta skipti á ævinni og þar sem ég sat í bifreið hans upplýsti hann að fljótlega eftir að hann hefði sagt skilið við starf sitt sem lögreglumaður hefði hann sótt um starf á bensínstöð og fengið það. Þennan snjóþunga vetrardag var hann hins vegar í fríi. Stuttu áður hafði eftirfarandi lán í óláni vöðlast saman: A) Sambýlingur minn varð bensínlaus á mótum Rauðarárstíg og Flókagötu B) Haraldur var á rúntinum á sömu slóðum á vel búnum bíl og reytti slæðing af ökumönnum upp úr sköflum – og þá sem voru með tóman tank. Sá fyrrnefndi var á leiðinni á BK- kjúkling á Grensásvegi. Léttur á því eins og Haraldur, enda einmitt líka í vetrarfríi. Eftir BK-kjúklingamáltíð á Grensás ætlaði hann að sækja mig í vinnuna og skutla mér þar sem ég þurfti að sinna nokkrum erindum í hádeginu. Hann hafði náð þessu eftirsóknarverðu hugarástandi frídaga; leit á tilveruna út frá stóuspekinni og kippti sér ekki upp við smámuni; eins og þá að bensínmælirinn var kominn á gula ljósið. Ég beið. Fékk brátt símtal frá sótillum og svöngum bensínlausum ökumanni og slaufaði áformum mínum, ég kæmist ekkert úr þessu. Heimilisfaðirinn, bjargarlaus úti á miðjum gatnamótum, leit upp við vinalegt kall Haralds sem bauð honum aðstoð. Vildi ómögulega að hann færi að taka leigubíl til að ná í bensín á brúsa. „Það hefur enginn efni á því í dag,“ sagði hann, kveikti á léttum djass í útvarpinu, bauð súkkulaði og vísaði til sætis.” Þennan dag keyrði Haraldur ekki bara eftir bensíni, hann náði líka í mig í vinnuna. Fljótlega eftir að ég hélt að útséð væri með hádegisrúntinn birtist hann eins og jólasveinninn á hlaðinu. Miskunnsami Samverjinn var við störf í dag og ferjaði sauði milli staða. Ég botnaði ekki strax í aðstæðum, hélt fyrstu fimm mínúturnar að ég væri stödd í þjónustubifreið tryggingarfélags eða aðkeyptrar neyðarþjónustu, (svona er það stundum fjarri manni að náungakærleikurinn er ennþá gjaldgengur í minniháttar neyð). Kærleikur Haralds hefur orðið mér umhugsunarefni. Við höfum rætt það okkar á milli hér á heimilinu að rækta svolítið Haraldinn í sjálfu okkur. Vonandi eru fleiri svo heppnir að rekast á menn og konur með hjartað útrétt. Það getur létt undir leikskránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Þegar Haraldur, fyrrverandi lögreglumaður til margra ára, var kominn á aldur, var hann ekki alls kostar tilbúinn til að fara að þiggja laun ellinnar. Þetta sagði hann mér þar sem hann skutlaði mér milli staða á jepplingi sínum. Harald var ég að hitta í fyrsta skipti á ævinni og þar sem ég sat í bifreið hans upplýsti hann að fljótlega eftir að hann hefði sagt skilið við starf sitt sem lögreglumaður hefði hann sótt um starf á bensínstöð og fengið það. Þennan snjóþunga vetrardag var hann hins vegar í fríi. Stuttu áður hafði eftirfarandi lán í óláni vöðlast saman: A) Sambýlingur minn varð bensínlaus á mótum Rauðarárstíg og Flókagötu B) Haraldur var á rúntinum á sömu slóðum á vel búnum bíl og reytti slæðing af ökumönnum upp úr sköflum – og þá sem voru með tóman tank. Sá fyrrnefndi var á leiðinni á BK- kjúkling á Grensásvegi. Léttur á því eins og Haraldur, enda einmitt líka í vetrarfríi. Eftir BK-kjúklingamáltíð á Grensás ætlaði hann að sækja mig í vinnuna og skutla mér þar sem ég þurfti að sinna nokkrum erindum í hádeginu. Hann hafði náð þessu eftirsóknarverðu hugarástandi frídaga; leit á tilveruna út frá stóuspekinni og kippti sér ekki upp við smámuni; eins og þá að bensínmælirinn var kominn á gula ljósið. Ég beið. Fékk brátt símtal frá sótillum og svöngum bensínlausum ökumanni og slaufaði áformum mínum, ég kæmist ekkert úr þessu. Heimilisfaðirinn, bjargarlaus úti á miðjum gatnamótum, leit upp við vinalegt kall Haralds sem bauð honum aðstoð. Vildi ómögulega að hann færi að taka leigubíl til að ná í bensín á brúsa. „Það hefur enginn efni á því í dag,“ sagði hann, kveikti á léttum djass í útvarpinu, bauð súkkulaði og vísaði til sætis.” Þennan dag keyrði Haraldur ekki bara eftir bensíni, hann náði líka í mig í vinnuna. Fljótlega eftir að ég hélt að útséð væri með hádegisrúntinn birtist hann eins og jólasveinninn á hlaðinu. Miskunnsami Samverjinn var við störf í dag og ferjaði sauði milli staða. Ég botnaði ekki strax í aðstæðum, hélt fyrstu fimm mínúturnar að ég væri stödd í þjónustubifreið tryggingarfélags eða aðkeyptrar neyðarþjónustu, (svona er það stundum fjarri manni að náungakærleikurinn er ennþá gjaldgengur í minniháttar neyð). Kærleikur Haralds hefur orðið mér umhugsunarefni. Við höfum rætt það okkar á milli hér á heimilinu að rækta svolítið Haraldinn í sjálfu okkur. Vonandi eru fleiri svo heppnir að rekast á menn og konur með hjartað útrétt. Það getur létt undir leikskránni.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun