Ísland orðið töff á ný Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 6. apríl 2011 07:00 Ég vildi að ég væri Íslendingur,“ sagði heimspekingurinn og fjölmiðlamaðurinn Gabriel Albiac í útvarpsþætti einum um síðustu helgi. Ég hafði heyrt af ófáum kanadískum kaupsýslumönnum í svipuðum hugleiðingum svo ég taldi fyrst að skæður Íslandsfaraldur væri kominn á dreif. En síðan áttaði ég mig á því af hverju Gabriel og svo ótal margir Spánverjar öfunda okkur þessa dagana. Til að útskýra það verð ég að fara til Mekka minninganna, það er að segja til Bíldudals, og rifja upp lítið atvik frá bernskunni. Þá var ég sex eða sjö ára og átti yfir höfði mér bólusetningu sem olli mér gífurlegu hugarangri. Þegar ég er að fara til hjúkkunnar mæti ég Loga vini mínum sem var að koma úr bólusetningu. „Var þetta vont?“ spurði ég. „Nei, ekkert rosalega,“ segir hann mannalega en þar sem ég vissi að hann lifði eftir vestfirska móttóinu „eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafn langir“ þá var þetta ekki mikil hughreysting. Þessar fáu mínútur sem ég beið eftir að vera sprautaður voru skelfilegar og mikið öfundaði ég þá Loga, sem var reyndar ekki alveg ósærður en gat þó um frjálst höfuð, eða kannski frekar frjálsan rass, strokið. Öfund Spánverja er af svipuðum toga. Þeir eru reyndar komnir á hnén en þeir telja sig eiga hrunið eftir. Og eftir hrun er girt niður um mann og bóluefni við eyðslusemi og töffaraskap er látið vella úr nálinni sem rekin er á kaf í aðra rasskinnina. Í þeirra huga eru Íslendingar ættbálkurinn sem fyrstur fékk þennan skammt. „Var þetta ekki alveg svakalegt?“ spyrja þeir mig oft með angistarsvip. Ekki nóg með það heldur tala þeir nú um það að við Íslendingar séum vösk þjóð sem hafi hespað þennan ófögnuð af. „Þeir létu bankana gossa, síðan ráku þeir ríkisstjórnina með pottaglamri og núna eru þeir að klófesta bankamennina,“ sagði til dæmis Gabriel. Með öðrum orðum, þeir eiga ekki aðeins eftir að finna fyrir nálinni heldur óttast þeir einnig aðfarirnar. Þeir gætu þess vegna lent hjá lækni sem er skjálfhentur og spyr tíðinda meðan hann dundar við að koma nálinni í rassinn. Og þar sem „spænska veikin“ þrífst enn þurfa þeir kannski að koma daginn eftir og fá sprautu í hina rasskinnina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun
Ég vildi að ég væri Íslendingur,“ sagði heimspekingurinn og fjölmiðlamaðurinn Gabriel Albiac í útvarpsþætti einum um síðustu helgi. Ég hafði heyrt af ófáum kanadískum kaupsýslumönnum í svipuðum hugleiðingum svo ég taldi fyrst að skæður Íslandsfaraldur væri kominn á dreif. En síðan áttaði ég mig á því af hverju Gabriel og svo ótal margir Spánverjar öfunda okkur þessa dagana. Til að útskýra það verð ég að fara til Mekka minninganna, það er að segja til Bíldudals, og rifja upp lítið atvik frá bernskunni. Þá var ég sex eða sjö ára og átti yfir höfði mér bólusetningu sem olli mér gífurlegu hugarangri. Þegar ég er að fara til hjúkkunnar mæti ég Loga vini mínum sem var að koma úr bólusetningu. „Var þetta vont?“ spurði ég. „Nei, ekkert rosalega,“ segir hann mannalega en þar sem ég vissi að hann lifði eftir vestfirska móttóinu „eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafn langir“ þá var þetta ekki mikil hughreysting. Þessar fáu mínútur sem ég beið eftir að vera sprautaður voru skelfilegar og mikið öfundaði ég þá Loga, sem var reyndar ekki alveg ósærður en gat þó um frjálst höfuð, eða kannski frekar frjálsan rass, strokið. Öfund Spánverja er af svipuðum toga. Þeir eru reyndar komnir á hnén en þeir telja sig eiga hrunið eftir. Og eftir hrun er girt niður um mann og bóluefni við eyðslusemi og töffaraskap er látið vella úr nálinni sem rekin er á kaf í aðra rasskinnina. Í þeirra huga eru Íslendingar ættbálkurinn sem fyrstur fékk þennan skammt. „Var þetta ekki alveg svakalegt?“ spyrja þeir mig oft með angistarsvip. Ekki nóg með það heldur tala þeir nú um það að við Íslendingar séum vösk þjóð sem hafi hespað þennan ófögnuð af. „Þeir létu bankana gossa, síðan ráku þeir ríkisstjórnina með pottaglamri og núna eru þeir að klófesta bankamennina,“ sagði til dæmis Gabriel. Með öðrum orðum, þeir eiga ekki aðeins eftir að finna fyrir nálinni heldur óttast þeir einnig aðfarirnar. Þeir gætu þess vegna lent hjá lækni sem er skjálfhentur og spyr tíðinda meðan hann dundar við að koma nálinni í rassinn. Og þar sem „spænska veikin“ þrífst enn þurfa þeir kannski að koma daginn eftir og fá sprautu í hina rasskinnina.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun