Pistillinn: Að skora á sjálfan sig Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 16. apríl 2011 07:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona. Karolina Klüft er ein besta frjálsíþróttakona sem uppi hefur verið. Ég hef verið svo ótrúlega heppin að fá að kynnast henni og það hefur vakið mig til umhugsunar um hvað það er sem aðgreinir framúrskarandi afreksíþróttamenn frá þeim sem ná ekki jafn góðum árangri. Það vakti hjá mér mikla aðdáun þegar Klüft sagði mér frá því að hún gengist reglulega undir það sem hún kallaði „andlegt próf“. Síðasta haust ákvað hún t.d. að fara alein út í skóg og gista í afskekktu timburhúsi. Í eyrum margra hljómar það ekki merkilegt en þegar maður óttast ekkert meira en myrkrið og einmanaleikann, eins og raunin var í hennar tilviki, þá er heilmikil áskorun fólgin í þessu uppátæki. Hún einbeitti sér að því að halda ró sinni, hafa fulla stjórn á huganum og leyfa ekki þruski og dýrahljóðum að hafa áhrif á sig. Hún prófaði sjálfa sig, horfðist í augu við óttann og sigraði að lokum! Það er þessi sigurþorsti og óendanlegi vilji til þess að bæta sig sífellt á öllum sviðum sem einkennir afreksfólk! Afreksíþróttamenn láta sér ekki nægja að sigra andstæðinga sína heldur verða þeir einnig að sigra sjálfa sig. Afreksíþróttafólk nærist á áskorunum og í augum þess er ekkert ómögulegt. Sjálfstraustið og trúin á eigin getu er óbilandi. Ef íþróttamaður er ekki sannfærður um að hann geti náð þeim árangri sem hann hefur einseitt sér að ná er ólíklegt að honum takist það. Að skora á sjálfan sig, stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt er því góð aðferð til þess að auka sjálfstraustið og trúna á eigin getu. Ef það er eitthvað sem þú óttast eða telur þig ekki vera færa/n um að gera skaltu horfast í augu við það og skora á sjálfa/n þig. Þegar þú hefur svo sigrað áskorunina stendur þú uppi sem sigurvegari, uppfull/ur af sjálfstrausti og handviss um að ekkert sé þér ómögulegt! Innlendar Pistillinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Karolina Klüft er ein besta frjálsíþróttakona sem uppi hefur verið. Ég hef verið svo ótrúlega heppin að fá að kynnast henni og það hefur vakið mig til umhugsunar um hvað það er sem aðgreinir framúrskarandi afreksíþróttamenn frá þeim sem ná ekki jafn góðum árangri. Það vakti hjá mér mikla aðdáun þegar Klüft sagði mér frá því að hún gengist reglulega undir það sem hún kallaði „andlegt próf“. Síðasta haust ákvað hún t.d. að fara alein út í skóg og gista í afskekktu timburhúsi. Í eyrum margra hljómar það ekki merkilegt en þegar maður óttast ekkert meira en myrkrið og einmanaleikann, eins og raunin var í hennar tilviki, þá er heilmikil áskorun fólgin í þessu uppátæki. Hún einbeitti sér að því að halda ró sinni, hafa fulla stjórn á huganum og leyfa ekki þruski og dýrahljóðum að hafa áhrif á sig. Hún prófaði sjálfa sig, horfðist í augu við óttann og sigraði að lokum! Það er þessi sigurþorsti og óendanlegi vilji til þess að bæta sig sífellt á öllum sviðum sem einkennir afreksfólk! Afreksíþróttamenn láta sér ekki nægja að sigra andstæðinga sína heldur verða þeir einnig að sigra sjálfa sig. Afreksíþróttafólk nærist á áskorunum og í augum þess er ekkert ómögulegt. Sjálfstraustið og trúin á eigin getu er óbilandi. Ef íþróttamaður er ekki sannfærður um að hann geti náð þeim árangri sem hann hefur einseitt sér að ná er ólíklegt að honum takist það. Að skora á sjálfan sig, stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt er því góð aðferð til þess að auka sjálfstraustið og trúna á eigin getu. Ef það er eitthvað sem þú óttast eða telur þig ekki vera færa/n um að gera skaltu horfast í augu við það og skora á sjálfa/n þig. Þegar þú hefur svo sigrað áskorunina stendur þú uppi sem sigurvegari, uppfull/ur af sjálfstrausti og handviss um að ekkert sé þér ómögulegt!
Innlendar Pistillinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira