Skjaldborgin um yfirstéttina Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 20. apríl 2011 09:00 Við lifum í heimi sem er oft býsna óréttlátur en það hefur sannað sig að svo einfalt er að réttlæta óréttlætið að þorri heimsbyggðarinnar trúir því að ekkert sé við þessu óréttlæti að gera. En þó dúkka upp sögur sem gefa þeirri tilhugsun byr undir báða vængi að eflaust sé réttlæti til í raun og veru. Til dæmis sagan um Júlían Muñoz en hann var bæjarstjóri í Marbella á suðurströnd Spánar. Sá læddist ekki meðfram veggjum í stjórnartíð sinni enda þýðir ekkert að fela sig þegar menn eru búnir að næla sér í heitustu píuna á Íberíuskaga, reyndar í flokknum 45 ára og eldri, en heitkona hans var engin önnur en stórsöngkonan Ísabel Pantoja. Hvorki Bubbi Morthens né Elton John sungu í veislum þeirra en þær voru býsna veglegar engu að síður. Júlían var ákaflega greiðvikinn við menn sem vildu byggja strax og í trássi við lög. Það var hægt að hafa mikið upp úr þessu hér áður á Spáni og var Júlían klaufskur við að fela alla svörtu peningana. Fékk hann því að sitja inni fyrir þessa svörtu iðju í þrjú ár. Það var meira en Ísabel þoldi svo karlinn er nú söngkonulaus og með reppið í rusli. Raunasaga hans gefur manni þá trú að réttlætið sigri að lokum en það er þó ekki hægt að blekkja sig lengi með slíku bulli. Til eru menn sem fengu 350 þúsund manns til að leggja peninga inn á reikninga hjá sér en síðan var búllunni lokað og reikningnum vísað á ríkið. Menn eru þó ekki að láta loka sig inni fyrir svona lagað. Eins voru nokkur mútumál til umræðu hér á Spáni en þeim lauk með því að tveimur peðum var fórnað. Til forna var staðinn vörður um öryggi æðstu stéttarinnar með því að tryggja að fólk úr neðsta lagi samfélagsins kæmist ekkert upp á við. Ófrjáls maður í Rómaveldi gat ekki búist við öðru en að deyja ófrjáls. Nú hafa þessi samfélög þróast þannig að fólk sem fæðist í fátækt getur unnið sig upp. En við skyldum þó ekki halda að við séum svo þróuð að réttlætið nái í gegnum skjaldborg yfirstéttarinnar. Ég held nefnilega að honum Júlla hafi ekki verið refsað fyrir spillinguna heldur fyrir klaufaganginn við að hylja hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun
Við lifum í heimi sem er oft býsna óréttlátur en það hefur sannað sig að svo einfalt er að réttlæta óréttlætið að þorri heimsbyggðarinnar trúir því að ekkert sé við þessu óréttlæti að gera. En þó dúkka upp sögur sem gefa þeirri tilhugsun byr undir báða vængi að eflaust sé réttlæti til í raun og veru. Til dæmis sagan um Júlían Muñoz en hann var bæjarstjóri í Marbella á suðurströnd Spánar. Sá læddist ekki meðfram veggjum í stjórnartíð sinni enda þýðir ekkert að fela sig þegar menn eru búnir að næla sér í heitustu píuna á Íberíuskaga, reyndar í flokknum 45 ára og eldri, en heitkona hans var engin önnur en stórsöngkonan Ísabel Pantoja. Hvorki Bubbi Morthens né Elton John sungu í veislum þeirra en þær voru býsna veglegar engu að síður. Júlían var ákaflega greiðvikinn við menn sem vildu byggja strax og í trássi við lög. Það var hægt að hafa mikið upp úr þessu hér áður á Spáni og var Júlían klaufskur við að fela alla svörtu peningana. Fékk hann því að sitja inni fyrir þessa svörtu iðju í þrjú ár. Það var meira en Ísabel þoldi svo karlinn er nú söngkonulaus og með reppið í rusli. Raunasaga hans gefur manni þá trú að réttlætið sigri að lokum en það er þó ekki hægt að blekkja sig lengi með slíku bulli. Til eru menn sem fengu 350 þúsund manns til að leggja peninga inn á reikninga hjá sér en síðan var búllunni lokað og reikningnum vísað á ríkið. Menn eru þó ekki að láta loka sig inni fyrir svona lagað. Eins voru nokkur mútumál til umræðu hér á Spáni en þeim lauk með því að tveimur peðum var fórnað. Til forna var staðinn vörður um öryggi æðstu stéttarinnar með því að tryggja að fólk úr neðsta lagi samfélagsins kæmist ekkert upp á við. Ófrjáls maður í Rómaveldi gat ekki búist við öðru en að deyja ófrjáls. Nú hafa þessi samfélög þróast þannig að fólk sem fæðist í fátækt getur unnið sig upp. En við skyldum þó ekki halda að við séum svo þróuð að réttlætið nái í gegnum skjaldborg yfirstéttarinnar. Ég held nefnilega að honum Júlla hafi ekki verið refsað fyrir spillinguna heldur fyrir klaufaganginn við að hylja hana.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun