Tilnefndir til tveggja tölvuleikjaverðlauna 26. apríl 2011 07:00 Fancy Pants Global stækkar hratt, en fyrsti leikur fyrirtækisins var tilnefndur til tveggja norrænna tölvuleikjaverðlauna. „Þetta gerir okkur graðari í að gera enn betur," segir Viggó Ingimar Jónasson, einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Fancy Pants Global. Tölvuleikurinn Maximus Musicus hefur verið tilnefndur til tveggja verðlauna á norrænu leikjahátíðinni Nordic Game, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Fancy Pants Global framleiðir leikinn, sem er fyrir iPhone-síma, iPad-spjaldtölvur og iPod-tónlistarspilara. „Við erum rétt búnir að starfa í tvö ár. Þetta er fyrsti leikurinn sem við gefum út og því mikill heiður að fá þessa tilnefningu," segir Viggó. Leikurinn er tilnefndur í flokkunum besti norræni barnaleikurinn og besti norræni „handheld"-leikurinn. Í seinni flokknum eru leikir sem eru hannaðir fyrir ýmiss konar smátölvur og síma, eins og iPhone- og Android-síma. Viggó segir að Fancy Pants Global ætli að sjálfsögðu að senda fulltrúa á hátíðina, en íslenski leikjaiðnaðurinn verður þar með bás. Hann segir mikla samstöðu vera á meðal íslenskra leikjaframleiðenda. „Þetta verður ógeðslega gaman og að vera með tilnefningu gerir þetta ennþá meira spennandi," segir Viggó. Fancy Pants Global vinnur nú að nýjum leik sem kallast Zorblobs og er væntanlegur síðar í sumar. „Heiladauðar geimverur ráðast á jörðina og þú þarft að bjarga heiminum," segir Viggó um leikinn. „Ef ég ætti að líka leiknum við aðra leiki myndi ég segja að hann væri eins og blanda Plants vs. Zombies og Angry Birds."- afb Leikjavísir Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
„Þetta gerir okkur graðari í að gera enn betur," segir Viggó Ingimar Jónasson, einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Fancy Pants Global. Tölvuleikurinn Maximus Musicus hefur verið tilnefndur til tveggja verðlauna á norrænu leikjahátíðinni Nordic Game, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Fancy Pants Global framleiðir leikinn, sem er fyrir iPhone-síma, iPad-spjaldtölvur og iPod-tónlistarspilara. „Við erum rétt búnir að starfa í tvö ár. Þetta er fyrsti leikurinn sem við gefum út og því mikill heiður að fá þessa tilnefningu," segir Viggó. Leikurinn er tilnefndur í flokkunum besti norræni barnaleikurinn og besti norræni „handheld"-leikurinn. Í seinni flokknum eru leikir sem eru hannaðir fyrir ýmiss konar smátölvur og síma, eins og iPhone- og Android-síma. Viggó segir að Fancy Pants Global ætli að sjálfsögðu að senda fulltrúa á hátíðina, en íslenski leikjaiðnaðurinn verður þar með bás. Hann segir mikla samstöðu vera á meðal íslenskra leikjaframleiðenda. „Þetta verður ógeðslega gaman og að vera með tilnefningu gerir þetta ennþá meira spennandi," segir Viggó. Fancy Pants Global vinnur nú að nýjum leik sem kallast Zorblobs og er væntanlegur síðar í sumar. „Heiladauðar geimverur ráðast á jörðina og þú þarft að bjarga heiminum," segir Viggó um leikinn. „Ef ég ætti að líka leiknum við aðra leiki myndi ég segja að hann væri eins og blanda Plants vs. Zombies og Angry Birds."- afb
Leikjavísir Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira