Kvótamálið og launafólkið Matthías Kristinsson skrifar 30. apríl 2011 06:00 Það er ólíðandi að Samtök atvinnulífsins skuli stilla almennu launafólki upp við vegg og halda því í gíslingu vegna fiskveiðikvótamáls sem er svo stórgallað að brýn þörf er á að breyta því. Af þeim sökum vil ég koma með innlegg í umræðuna og set það fram sem tillögu til lausnar á kvótakerfinu sem nánast ekkert gott hefur látið af sér leiða. Tillagan byggir á eftirfarandi atriðum: 1. Auðlindin er og verður alla tíð þjóðareign og skulu veiðiheimildir aðeins leigðar út af íslenska ríkinu samk. ákv. reglum. 2. Núverandi kvótahafar skulu þó halda kvótaveiðiheimildum sínum án veiðigjalds næstu fjögur árin en allur viðbótarkvóti skal leigður út af ríkinu. 3. Þeir sem sannanlega hafa keypt kvóta skulu halda honum, að frádregnum þeim kvóta sem þeir hafa selt, án veiðigjalds næstu 10-15 árin. 4. Kvótaveiðiheimildin erfist ekki og skal hún hvorki vera framseljanleg né leigð öðrum. 5. Sé kvótaveiðiheimildin ekki nýtt að neinu marki í tvö ár samfellt fellur kvótaveiðiheimildin niður. Þó má sama útgerð flytja kvótaveiðiheimild á milli skipa í eigin eigu. 6. Allan afla skal koma með að landi og verði handhafi kvótaveiðiheimildar uppvís að aflabrottkasti getur það orðið til þess að kvótaveiðiheimild hans falli úr gildi. Sama getur átt við ef handhafi kvótaveiðiheimildar verður uppvís að stórfelldum skattsvikum. Það er von mín að þessi ofangreindu atriði, ásam öðrum, geti orðið til að lausn finnist á þessu leiðinda máli og að sátt verði í framtíðinni um sjávarútvegsmál, kaup og kjör vinnandi fólks og lífskjör öryrkja og aldraðra í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Það er ólíðandi að Samtök atvinnulífsins skuli stilla almennu launafólki upp við vegg og halda því í gíslingu vegna fiskveiðikvótamáls sem er svo stórgallað að brýn þörf er á að breyta því. Af þeim sökum vil ég koma með innlegg í umræðuna og set það fram sem tillögu til lausnar á kvótakerfinu sem nánast ekkert gott hefur látið af sér leiða. Tillagan byggir á eftirfarandi atriðum: 1. Auðlindin er og verður alla tíð þjóðareign og skulu veiðiheimildir aðeins leigðar út af íslenska ríkinu samk. ákv. reglum. 2. Núverandi kvótahafar skulu þó halda kvótaveiðiheimildum sínum án veiðigjalds næstu fjögur árin en allur viðbótarkvóti skal leigður út af ríkinu. 3. Þeir sem sannanlega hafa keypt kvóta skulu halda honum, að frádregnum þeim kvóta sem þeir hafa selt, án veiðigjalds næstu 10-15 árin. 4. Kvótaveiðiheimildin erfist ekki og skal hún hvorki vera framseljanleg né leigð öðrum. 5. Sé kvótaveiðiheimildin ekki nýtt að neinu marki í tvö ár samfellt fellur kvótaveiðiheimildin niður. Þó má sama útgerð flytja kvótaveiðiheimild á milli skipa í eigin eigu. 6. Allan afla skal koma með að landi og verði handhafi kvótaveiðiheimildar uppvís að aflabrottkasti getur það orðið til þess að kvótaveiðiheimild hans falli úr gildi. Sama getur átt við ef handhafi kvótaveiðiheimildar verður uppvís að stórfelldum skattsvikum. Það er von mín að þessi ofangreindu atriði, ásam öðrum, geti orðið til að lausn finnist á þessu leiðinda máli og að sátt verði í framtíðinni um sjávarútvegsmál, kaup og kjör vinnandi fólks og lífskjör öryrkja og aldraðra í landinu.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun