Menning

Íslenskar kvikmyndir í Bíó Paradís

Íslenskar kvikmyndir verða sýndar í allt sumar í Bíó Paradís, meðal annars Börn náttúrunnar, Tár úr steini og Bjarnfreðarson.
Íslenskar kvikmyndir verða sýndar í allt sumar í Bíó Paradís, meðal annars Börn náttúrunnar, Tár úr steini og Bjarnfreðarson.
Bíó Paradís, kvikmyndahúsið við Hverfisgötu, hyggst blása til íslensks kvikmyndasumars og hefst það 6. maí. Í hverri viku verður sýnd íslensk kvikmynd með enskum texta og er þetta því kjörið tækifæri fyrir Íslendinga sem vilja sýna útlendingum íslenska kvikmyndamenningu og jafnframt rifja upp gömul kynni við gamlar íslenskar kvikmyndir.

Nýjar myndir verða sýndar í bland við gamlar en meðal þeirra eru meðal annars Börn náttúrunnar, Tár úr steini, Kristnihald undir Jökli og Djöflaeyjan ásamt Brúðgumanum, Bjarnfreðarsyni, Gauragangi og Kaldri slóð. Allar nánari upplýsingar um sýningarnar er hægt að nálgast á heimasíðu Bíó Paradís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×