Menning

Steinunn stór í París

Tvær bækur eftir rithöfundinn Steinunni Sigurðardóttur komu nýverið út í franskri þýðingu. Fréttablaðið/Vilhelm
Tvær bækur eftir rithöfundinn Steinunni Sigurðardóttur komu nýverið út í franskri þýðingu. Fréttablaðið/Vilhelm
Tvær bækur Steinunnar Sigurðardóttur komu nýverið út í Frakklandi; ljóðabókin Ástarljóð af landi (Amour d‘Islande) og skáldsagan Hundrað dyr í golunni (Cent portes battant aux quatre vents).

Auk þess var Sólskinshestur eftir Steinunni endurútgefinn í kilju fyrir frönsku bókamessuna í mars. Régis Boyer, þekktasti sérfræðingur Frakka um norrænar bókmenntir, þýddi ljóðin í Ástarljóð af landi en Catherine Eyjólfsson þýddi Hundrað dyr í golunni og Sólskinshest.

Í tilefni af bókamessunni í París birti Liberation hálfsíðugrein eftir Steinunni: og í bókablaði Le Monde birtist yfirlitskort yfir norræna höfunda. Þar komust þrír íslenskir höfundar á lista yfir fimmtán stærstu norrænu höfundana fyrr og nú: Halldór Laxness, Sjón og Steinunn Sigurðardóttir.- bs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×