Dýr mistök Ólafur Stephensen skrifar 9. maí 2011 07:00 Það er leiðinleg þversögn að á sama tíma og nýtt og glæsilegt tónlistar- og ráðstefnuhús rís í miðborg Reykjavíkur og lyftir henni upp grotna mörg af gömlu húsunum í miðbænum niður og spilla ásýnd hans. Fréttablaðið birti um helgina myndir af nokkrum húsum sem eru í hvað mestri niðurníðslu. Það er sannarlega ekki falleg sjón. Jafnframt voru birtar upplýsingar um eigendur húsanna. Af tíu húsum eru aðeins tvö í eigu einstaklinga; hin eru í eigu einkahlutafélaga, sem sennilega hafa ekki keypt þessi hús til að gera þeim til góða, heldur til að rífa þau og byggja gler- og steypuhallir. Borgarbúar geta ekki með nokkru móti sætti sig við ástandið á þessum húsum – og mörgum fleirum. Þau stinga ekki aðeins í augun, heldur valda þau lækkun á verði húsanna í kring. Hætta er á að í húsunum verði til bæli eiturlyfjasjúklinga og hústökufólks, með tilheyrandi ónæði og sóðaskap. Í ofanálag eru þau brunagildrur sem slökkviliðið þarf að hafa sérstakt eftirlit með. Þó er það svo að þegar rýnt er vel í myndirnar af þessum gömlu, niðurlægðu húsum má sjá í gegnum ryðið, veggjakrotið, flagnaða málninguna og byrgða gluggana að þetta voru allt saman einu sinni snotur hús, sum hver jafnvel glæsileg. Þau voru borgarprýði og geta orðið það aftur. Magnús Skúlason, arkitekt og formaður Íbúasamtaka miðborgar, segir í samtali við Fréttablaðið að einn lóðareigandi eigi ekki rétt á að troða á lóðum annarra. „Og með því að taka ekki á því að þessi hús drabbist niður, er það nákvæmlega það sem er að gerast. Það er verið að troða á rétti annarra. Það er eins og það sé engin stjórn á þessari borg.“ Aðgerðaleysi borgaryfirvalda í málinu hefur verið gagnrýnt harðlega árum saman. Árið 2008 voru eigendum niðurníddra húsa sendar hótanir um dagsektir, kæmu þeir húsunum sínum ekki í lag, en þeirri hótun hefur ekki verið fylgt eftir nema í einu tilviki. Magnús Skúlason bendir réttilega á að rót vandans liggi í skipulaginu. „Þegar það gerir ráð fyrir niðurrifi og einhverjum risastórum byggingum, þá hika yfirvöld við að ráðast í framkvæmdir eða beita dagsektum. Þetta bítur hvað í skottið á öðru,“ segir hann. Magnús bendir jafnframt á að þegar rætt sé um að vernda gömlu húsin í miðbænum með skipulagi beri borgin fyrir sig að eigendur húsa sem telji sig tapa á að mega ekki rífa þau og reisa ný stórhýsi kunni þá að eiga rétt á skaðabótum. „En það verður bara svo að vera,“ segir Magnús. „Það er dýrt að gera mistök.“ Þetta þurfa borgaryfirvöld að íhuga rækilega. Vilja þau halda áfram og sökkva dýpra í fen skipulagsmistaka fortíðarinnar – sem er líka dýrt – eða vilja þau höggva á þennan hnút og hlúa að gömlu húsunum í miðbænum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Það er leiðinleg þversögn að á sama tíma og nýtt og glæsilegt tónlistar- og ráðstefnuhús rís í miðborg Reykjavíkur og lyftir henni upp grotna mörg af gömlu húsunum í miðbænum niður og spilla ásýnd hans. Fréttablaðið birti um helgina myndir af nokkrum húsum sem eru í hvað mestri niðurníðslu. Það er sannarlega ekki falleg sjón. Jafnframt voru birtar upplýsingar um eigendur húsanna. Af tíu húsum eru aðeins tvö í eigu einstaklinga; hin eru í eigu einkahlutafélaga, sem sennilega hafa ekki keypt þessi hús til að gera þeim til góða, heldur til að rífa þau og byggja gler- og steypuhallir. Borgarbúar geta ekki með nokkru móti sætti sig við ástandið á þessum húsum – og mörgum fleirum. Þau stinga ekki aðeins í augun, heldur valda þau lækkun á verði húsanna í kring. Hætta er á að í húsunum verði til bæli eiturlyfjasjúklinga og hústökufólks, með tilheyrandi ónæði og sóðaskap. Í ofanálag eru þau brunagildrur sem slökkviliðið þarf að hafa sérstakt eftirlit með. Þó er það svo að þegar rýnt er vel í myndirnar af þessum gömlu, niðurlægðu húsum má sjá í gegnum ryðið, veggjakrotið, flagnaða málninguna og byrgða gluggana að þetta voru allt saman einu sinni snotur hús, sum hver jafnvel glæsileg. Þau voru borgarprýði og geta orðið það aftur. Magnús Skúlason, arkitekt og formaður Íbúasamtaka miðborgar, segir í samtali við Fréttablaðið að einn lóðareigandi eigi ekki rétt á að troða á lóðum annarra. „Og með því að taka ekki á því að þessi hús drabbist niður, er það nákvæmlega það sem er að gerast. Það er verið að troða á rétti annarra. Það er eins og það sé engin stjórn á þessari borg.“ Aðgerðaleysi borgaryfirvalda í málinu hefur verið gagnrýnt harðlega árum saman. Árið 2008 voru eigendum niðurníddra húsa sendar hótanir um dagsektir, kæmu þeir húsunum sínum ekki í lag, en þeirri hótun hefur ekki verið fylgt eftir nema í einu tilviki. Magnús Skúlason bendir réttilega á að rót vandans liggi í skipulaginu. „Þegar það gerir ráð fyrir niðurrifi og einhverjum risastórum byggingum, þá hika yfirvöld við að ráðast í framkvæmdir eða beita dagsektum. Þetta bítur hvað í skottið á öðru,“ segir hann. Magnús bendir jafnframt á að þegar rætt sé um að vernda gömlu húsin í miðbænum með skipulagi beri borgin fyrir sig að eigendur húsa sem telji sig tapa á að mega ekki rífa þau og reisa ný stórhýsi kunni þá að eiga rétt á skaðabótum. „En það verður bara svo að vera,“ segir Magnús. „Það er dýrt að gera mistök.“ Þetta þurfa borgaryfirvöld að íhuga rækilega. Vilja þau halda áfram og sökkva dýpra í fen skipulagsmistaka fortíðarinnar – sem er líka dýrt – eða vilja þau höggva á þennan hnút og hlúa að gömlu húsunum í miðbænum?
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun