"Cheated by Iceland" Sif Sigmarsdóttir skrifar 11. maí 2011 07:00 Gljáfægðir liðu búðargluggarnir hjá, fullir af handgerðu súkkulaði og hátískufatnaði. Fyrirhafnarlaus fegurð geislaði af farðalitlum andlitum Parísar-skvísanna. Eftir bökkum Signu stikuðu franskir herramenn svo ábúðarfullir á svip að um huga þeirra hlutu að fara hugsanir samboðnar Descartes þótt umbúðirnar jöfnuðust á við Olivier Martinez. Þar sem ég sat í aftursæti leigubíls sem ók mér frá aðallestarstöð Parísarborgar á hótelið sem ég hugðist dvelja á eina helgi hríslaðist um mig eftirvænting sem aðeins yfirvofandi „croissant"-át og biðin eftir kampavíni geta framkallað. Ekkert gat raskað fullkomleika helgarinnar sem fram undan var. Eða næstum ekkert. Þegar á leiðarenda var komið virtist tímabundið minnisleysi ljósta leigubílstjórann. Hann kannaðist skyndilega ekkert við að hafa samið við mig um verð við upphaf túrsins. Eftir karp tókst mér þó að greiða aðeins tveimur evrum meira en um hafði verið samið. En það skipti engu. Ferðamannastoltið var sært og gljáinn hvarf af París; franski karlpeningurinn var skyndilega jafnslepjulegir og frönsku smjördeigshornin, skvísurnar gangandi hroki og handgerða súkkulaðið óvinveittur aðskotahlutur á mjöðmunum á mér. Þessi reynsla mín af París rifjaðist upp fyrir mér þar sem ég var stödd í flugvél Iceland Express nýverið. Við hlið mér sat rúmlega byggður Breti sem flæddi óþarflega mikið yfir í sætið mitt. Ég sperrti því eyrun þegar flugfreyjan auglýsti í kallkerfinu sæti til sölu með extra fótaplássi. Verð fyrir uppfærslu sagði hún 2.500 krónur – eða 20 pund. Ég kipptist við. 2500 kr. voru ekki nema rúm 13 pund. 20 pund voru 3.700 kr. Þetta hlutu að vera mistök í gengisútreikningum. Hvorki ég né sætisfélaginn ákváðum að splæsa í betra sæti. Við keyptum okkur hins vegar bæði dós af Kóki. Fyrir drykkinn greiddi ég 250 kr. Fyrir sömu vöru greiddi Bretinn tvö pund, samtals 370 kr. Þetta höfðu þá ekki verið mistök. Ekki er langt síðan umræða um mismunandi verðlag fyrir Íslendinga og útlendinga á túristastöðum á borð við Bláa lónið komst í hámæli. Sitt sýnist hverjum um sanngirni slíkra viðskiptahátta. Það getur hins vegar ekki talist góð langtímafjárfesting í ferðamannaiðnaði að kreista út úr túristum sem hingað koma smá auka klink þegar enginn sér til. Tvær evrur nægðu til að varpa skugga á helgarferð mína til Parísar. Við hljótum að vilja að ferðamenn sem sækja Ísland heim hverfi jákvæðir frá landinu; að þeir mæli með áfangastaðnum við vini og snúi jafnvel aftur sjálfir. Ísland markaðssetur sig með slagorðinu „inspired by Iceland". Látum ferðamenn ekki halda að það sé „cheated by Iceland". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Gljáfægðir liðu búðargluggarnir hjá, fullir af handgerðu súkkulaði og hátískufatnaði. Fyrirhafnarlaus fegurð geislaði af farðalitlum andlitum Parísar-skvísanna. Eftir bökkum Signu stikuðu franskir herramenn svo ábúðarfullir á svip að um huga þeirra hlutu að fara hugsanir samboðnar Descartes þótt umbúðirnar jöfnuðust á við Olivier Martinez. Þar sem ég sat í aftursæti leigubíls sem ók mér frá aðallestarstöð Parísarborgar á hótelið sem ég hugðist dvelja á eina helgi hríslaðist um mig eftirvænting sem aðeins yfirvofandi „croissant"-át og biðin eftir kampavíni geta framkallað. Ekkert gat raskað fullkomleika helgarinnar sem fram undan var. Eða næstum ekkert. Þegar á leiðarenda var komið virtist tímabundið minnisleysi ljósta leigubílstjórann. Hann kannaðist skyndilega ekkert við að hafa samið við mig um verð við upphaf túrsins. Eftir karp tókst mér þó að greiða aðeins tveimur evrum meira en um hafði verið samið. En það skipti engu. Ferðamannastoltið var sært og gljáinn hvarf af París; franski karlpeningurinn var skyndilega jafnslepjulegir og frönsku smjördeigshornin, skvísurnar gangandi hroki og handgerða súkkulaðið óvinveittur aðskotahlutur á mjöðmunum á mér. Þessi reynsla mín af París rifjaðist upp fyrir mér þar sem ég var stödd í flugvél Iceland Express nýverið. Við hlið mér sat rúmlega byggður Breti sem flæddi óþarflega mikið yfir í sætið mitt. Ég sperrti því eyrun þegar flugfreyjan auglýsti í kallkerfinu sæti til sölu með extra fótaplássi. Verð fyrir uppfærslu sagði hún 2.500 krónur – eða 20 pund. Ég kipptist við. 2500 kr. voru ekki nema rúm 13 pund. 20 pund voru 3.700 kr. Þetta hlutu að vera mistök í gengisútreikningum. Hvorki ég né sætisfélaginn ákváðum að splæsa í betra sæti. Við keyptum okkur hins vegar bæði dós af Kóki. Fyrir drykkinn greiddi ég 250 kr. Fyrir sömu vöru greiddi Bretinn tvö pund, samtals 370 kr. Þetta höfðu þá ekki verið mistök. Ekki er langt síðan umræða um mismunandi verðlag fyrir Íslendinga og útlendinga á túristastöðum á borð við Bláa lónið komst í hámæli. Sitt sýnist hverjum um sanngirni slíkra viðskiptahátta. Það getur hins vegar ekki talist góð langtímafjárfesting í ferðamannaiðnaði að kreista út úr túristum sem hingað koma smá auka klink þegar enginn sér til. Tvær evrur nægðu til að varpa skugga á helgarferð mína til Parísar. Við hljótum að vilja að ferðamenn sem sækja Ísland heim hverfi jákvæðir frá landinu; að þeir mæli með áfangastaðnum við vini og snúi jafnvel aftur sjálfir. Ísland markaðssetur sig með slagorðinu „inspired by Iceland". Látum ferðamenn ekki halda að það sé „cheated by Iceland".
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun