Rómantískt goth frá Karli Lagerfeld 17. maí 2011 21:00 Nordicphotos/Getty Línur tískuhússins Chanel fyrir þetta ár eru unglegri og frjálslegri en oft áður og vaknar því upp sú spurning hvort Lagerfeld sé að reyna að ná til yngri markhóps. Vor- og sumarlína Chanel var nokkuð einstök. Línan er eins og draumkennd blanda af Chanel-klassík og fáguðu „gothi" og ef vel er rýnt má sjá svolítið af tíunda áratugnum þarna líka (í formi þykksóla sandala).Að sögn Lagerfelds var hann undir áhrifum frá kvikmyndinni Last Year at Marienbad, en þess má geta að sjálf Coco Chanel hannaði búningana fyrir þá mynd. Línan var ungleg og víða mátti sjá ófrágengna enda, blúndur, fjaðrir og göt.Fylgihlutirnir voru einnig skemmtilegir og ber þá helst að nefna axlarsíða eyrnalokka, stórar og miklar hálsfestar og síðast en ekki síst þykkbotna sandala sem settu skemmtilegan svip á heildarútlitið. Ný haustlína tískuhússins minnir aftur á móti óneitanlega á „grungið" sem var svo vinsælt á tíunda áratugnum. Línan innihélt víðar buxur, hermannaklossa og dökka litatóna ásamt hinum hefðbundna, klassíska Chanel-jakka.- sm Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Línur tískuhússins Chanel fyrir þetta ár eru unglegri og frjálslegri en oft áður og vaknar því upp sú spurning hvort Lagerfeld sé að reyna að ná til yngri markhóps. Vor- og sumarlína Chanel var nokkuð einstök. Línan er eins og draumkennd blanda af Chanel-klassík og fáguðu „gothi" og ef vel er rýnt má sjá svolítið af tíunda áratugnum þarna líka (í formi þykksóla sandala).Að sögn Lagerfelds var hann undir áhrifum frá kvikmyndinni Last Year at Marienbad, en þess má geta að sjálf Coco Chanel hannaði búningana fyrir þá mynd. Línan var ungleg og víða mátti sjá ófrágengna enda, blúndur, fjaðrir og göt.Fylgihlutirnir voru einnig skemmtilegir og ber þá helst að nefna axlarsíða eyrnalokka, stórar og miklar hálsfestar og síðast en ekki síst þykkbotna sandala sem settu skemmtilegan svip á heildarútlitið. Ný haustlína tískuhússins minnir aftur á móti óneitanlega á „grungið" sem var svo vinsælt á tíunda áratugnum. Línan innihélt víðar buxur, hermannaklossa og dökka litatóna ásamt hinum hefðbundna, klassíska Chanel-jakka.- sm
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög