Leikur knattspyrnu með stjörnunum í Cannes 13. maí 2011 11:00 Friðrik Þór spilar fótbolta með Zidane, Cantona og Jude Law í Cannes. Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri og framleiðandi, tekur þátt í góðgerðaleik í fótbolta á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú stendur yfir í Frakklandi. Á meðal þekktra einstaklinga sem hafa boðað komu sína eru frönsku landsliðsmennirnir fyrrverandi Zinedine Zidane, Eric Cantona og Youri Djorkaeff, auk leikarans Jude Law. „Maður má ekkert taka á því í kvöld því maður verður að vera „fitt" fyrir laugardaginn," segir Friðrik Þór, sem átti afmæli þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann lætur því eingöngu vatn inn fyrir sínar varir fram að leik og ætlar að sleppa kokteilunum og kampavínsglösunum sem freista gesta Cannes hvað eftir annað. Friðrik Þór þarf að vera mættur í boltann klukkan níu í fyrramálið og er það fyrirtækið Nike sem stendur fyrir uppátækinu. „Mig grunar að þetta sé strandbolti því Cantona er að kynna strandbolta úti um allan heim. Hann er miklu erfiðari fyrir gamla menn," segir leikstjórinn og hlær. „En þetta kemur bara í ljós á laugardaginn." Friðrik er í fínu formi enda spilar hann fótbolta þrisvar í viku með Lunch United. Hann ætlar ekki að hika við að láta stjörnurnar finna fyrir því ef hann lendir á móti þeim í liði. „Jú, jú, það verður að hafa gaman af þessu." Hann hefur sótt kvikmyndahátíðina í Cannes yfirleitt á hverju ári síðan 1987 og þekkir því hverja þúfu í borginni. Margt frægt fólk spókar sig um á hátíðinni og stutt er síðan Friðrik hitti leikarann Fisher Stevens, sem lék undir hans stjórn í myndinni Cold Fever. Hann fór einnig í hádegisverð með ítölsku leikkonunni Claudiu Cardinale sem var mikið kyntákn hér á árum áður og lék í myndum eftir leikstjórana Federico Fellini og Sergio Leone, auk þess að fara með hlutverk í The Pink Panther á móti Peter Sellers. „Ég er að reyna að fá hana til Íslands á kvikmyndahátíðina RIFF í haust," sagði leikstjórinn, sem verður í Cannes í eina viku. freyr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Fleiri fréttir Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Sjá meira
Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri og framleiðandi, tekur þátt í góðgerðaleik í fótbolta á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú stendur yfir í Frakklandi. Á meðal þekktra einstaklinga sem hafa boðað komu sína eru frönsku landsliðsmennirnir fyrrverandi Zinedine Zidane, Eric Cantona og Youri Djorkaeff, auk leikarans Jude Law. „Maður má ekkert taka á því í kvöld því maður verður að vera „fitt" fyrir laugardaginn," segir Friðrik Þór, sem átti afmæli þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann lætur því eingöngu vatn inn fyrir sínar varir fram að leik og ætlar að sleppa kokteilunum og kampavínsglösunum sem freista gesta Cannes hvað eftir annað. Friðrik Þór þarf að vera mættur í boltann klukkan níu í fyrramálið og er það fyrirtækið Nike sem stendur fyrir uppátækinu. „Mig grunar að þetta sé strandbolti því Cantona er að kynna strandbolta úti um allan heim. Hann er miklu erfiðari fyrir gamla menn," segir leikstjórinn og hlær. „En þetta kemur bara í ljós á laugardaginn." Friðrik er í fínu formi enda spilar hann fótbolta þrisvar í viku með Lunch United. Hann ætlar ekki að hika við að láta stjörnurnar finna fyrir því ef hann lendir á móti þeim í liði. „Jú, jú, það verður að hafa gaman af þessu." Hann hefur sótt kvikmyndahátíðina í Cannes yfirleitt á hverju ári síðan 1987 og þekkir því hverja þúfu í borginni. Margt frægt fólk spókar sig um á hátíðinni og stutt er síðan Friðrik hitti leikarann Fisher Stevens, sem lék undir hans stjórn í myndinni Cold Fever. Hann fór einnig í hádegisverð með ítölsku leikkonunni Claudiu Cardinale sem var mikið kyntákn hér á árum áður og lék í myndum eftir leikstjórana Federico Fellini og Sergio Leone, auk þess að fara með hlutverk í The Pink Panther á móti Peter Sellers. „Ég er að reyna að fá hana til Íslands á kvikmyndahátíðina RIFF í haust," sagði leikstjórinn, sem verður í Cannes í eina viku. freyr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Fleiri fréttir Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Sjá meira