Fimm atriði sem þú vissir ekki um Claudiu Schiffer 24. maí 2011 21:30 Vinsæl Schiffer var uppgötvuð sautján ára gömul og hefur fyrirsætuferill hennar verið nokkuð langur. Claudia Schiffer var ein vinsælasta fyrirsæta tíunda áratugarins og var lengi andlit tískuhússins Chanel. Hún þykir sláandi lík kvikmyndastjörnunni Brigitte Bardot og hefur á ferli sínum prýtt forsíður meira en 500 tímarita.1. Faðir Schiffer er þekktur lögfræðingur í Þýskalandi og á sínum yngri árum var hún staðráðin í að feta í fótspor hans. Hún hætti þó við þau áform eftir að hún var uppgötvuð á skemmtistað aðeins sautján ára gömul. 2. Árið 1995 opnaði Schiffer keðju veitingahúsa ásamt ofurfyrirsætunum Christy Turlington, Naomi Campbell og Elle Macpherson. Veitingastaðirnir hétu því frumlega nafni Fashion Café.3. Schiffer er gift breska framleiðandanum Matthew Vaughn. Þegar hann bað Schiffer gaf hann henni skjaldböku í stað trúlofunarhrings. Hjónin eiga saman þrjú börn, Caspar Matthew, Clementine og Cosima Violet.4. Schiffer hefur komið fram í nokkrum kvikmyndum á ferli sínum og ber þar helst að nefna myndirnar Richie Rich, The Blackout, Love Actually og Zoolander.5. Schiffer hefur tvisvar þurft að eiga við eltihrelli. Árið 2002 var ítalskur maður handtekinn eftir að hafa heimsótt heimili hennar níu sinnum í von um að hitta fyrirsætuna. Hann var sannfærður um að páfinn hefði sagt honum að giftast Schiffer. Árið 2004 var kanadískur maður handtekinn við heimili Schiffer; sá hafði einnig sent henni fjölda bréfa þar sem hann tjáði henni ást sína. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Claudia Schiffer var ein vinsælasta fyrirsæta tíunda áratugarins og var lengi andlit tískuhússins Chanel. Hún þykir sláandi lík kvikmyndastjörnunni Brigitte Bardot og hefur á ferli sínum prýtt forsíður meira en 500 tímarita.1. Faðir Schiffer er þekktur lögfræðingur í Þýskalandi og á sínum yngri árum var hún staðráðin í að feta í fótspor hans. Hún hætti þó við þau áform eftir að hún var uppgötvuð á skemmtistað aðeins sautján ára gömul. 2. Árið 1995 opnaði Schiffer keðju veitingahúsa ásamt ofurfyrirsætunum Christy Turlington, Naomi Campbell og Elle Macpherson. Veitingastaðirnir hétu því frumlega nafni Fashion Café.3. Schiffer er gift breska framleiðandanum Matthew Vaughn. Þegar hann bað Schiffer gaf hann henni skjaldböku í stað trúlofunarhrings. Hjónin eiga saman þrjú börn, Caspar Matthew, Clementine og Cosima Violet.4. Schiffer hefur komið fram í nokkrum kvikmyndum á ferli sínum og ber þar helst að nefna myndirnar Richie Rich, The Blackout, Love Actually og Zoolander.5. Schiffer hefur tvisvar þurft að eiga við eltihrelli. Árið 2002 var ítalskur maður handtekinn eftir að hafa heimsótt heimili hennar níu sinnum í von um að hitta fyrirsætuna. Hann var sannfærður um að páfinn hefði sagt honum að giftast Schiffer. Árið 2004 var kanadískur maður handtekinn við heimili Schiffer; sá hafði einnig sent henni fjölda bréfa þar sem hann tjáði henni ást sína.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira