Tryggvi Þór, þjáningarbróðir Atli Fannar Bjarkason skrifar 21. maí 2011 07:00 Alþingismaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson upplýsti í viðtali í vikunni að laun þingmanna séu allt of lág. Sérstaklega fyrir þá sem störfuðu áður í fjármagnsþrútnari geirum þjóðfélagsins og eru vanir ákveðnum lífskjaraviðmiðum, sem urðu til vegna góðrar menntunnar og hárra launa. Átakanlegt var að fylgjast með umræðunni sem skapaðist í kjölfarið. Fólk virðist ekki hafa samúð með Tryggva Þór sem þarf að sætta sig við rúma hálfa milljón í grunnlaun á mánuði og einhverja hundraðþúsundkalla í viðbót við það. Samúð mín gagnvart Tryggva Þór er djúpstæð, enda veit ég hvernig honum líður. Ég hef einnig þurft að sætta mig við breytt lífskjaraviðmið, en lífstíll minn hefur tekið stakkaskiptum í kjölfar launalækkanna sem fylgdu hruninu; ég fer sjaldnar með fötin mín í þvottahús og neyðist til að þvo oftar sjálfur, ég kaupi bensín í smáum skömmtum í stað þess að fylla á tankinn og hugmyndir mínar um að ráða aðstoðarmann eru í besta falli fjarlægur og óframkvæmanlegur draumur. Erfiðast var að kveðja kostnaðarsamt verkefni sem hófst í góðærinu. Draumurinn var nefnilega að fara í nýtt sokkapar á hverjum degi til æviloka. Ekkert jafnast á við tilfinninguna að finna nánast ósnert pólíester þrýstast upp að löppinni á mjúkan, en þó stífan hátt sem notað sokkapar leikur ekki eftir. Á sólríkum útborgunardegi lét ég drauminn rætast og gekk stoltur út úr ónefndri verslun með 40 sokkapör í poka. Rúmur mánuður af nýjum sokkum beið mín. Mánuður drauma minna. Skömmu síðar fór hér allt til fjandans. Launin lækkuðu, kaupmáttur rýrnaði og verð á innfluttum gæðasokkum rauk upp. Skýjaborgin var hrunin og eftir sat ég með gríðarlegt magn af notuðum sokkum sem ég neyðist til að þrífa eftir notkun og endurnýta þar til þeir slitna. Þvílík martröð. Þjáningarbróðir minn, Tryggvi Þór, veit eflaust hvernig mér líður. Aðeins hann og meðbræður okkar úr efri millistétt vita hvar dagar lífs míns hafa nýjum sokkum sínum glatað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Alþingismaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson upplýsti í viðtali í vikunni að laun þingmanna séu allt of lág. Sérstaklega fyrir þá sem störfuðu áður í fjármagnsþrútnari geirum þjóðfélagsins og eru vanir ákveðnum lífskjaraviðmiðum, sem urðu til vegna góðrar menntunnar og hárra launa. Átakanlegt var að fylgjast með umræðunni sem skapaðist í kjölfarið. Fólk virðist ekki hafa samúð með Tryggva Þór sem þarf að sætta sig við rúma hálfa milljón í grunnlaun á mánuði og einhverja hundraðþúsundkalla í viðbót við það. Samúð mín gagnvart Tryggva Þór er djúpstæð, enda veit ég hvernig honum líður. Ég hef einnig þurft að sætta mig við breytt lífskjaraviðmið, en lífstíll minn hefur tekið stakkaskiptum í kjölfar launalækkanna sem fylgdu hruninu; ég fer sjaldnar með fötin mín í þvottahús og neyðist til að þvo oftar sjálfur, ég kaupi bensín í smáum skömmtum í stað þess að fylla á tankinn og hugmyndir mínar um að ráða aðstoðarmann eru í besta falli fjarlægur og óframkvæmanlegur draumur. Erfiðast var að kveðja kostnaðarsamt verkefni sem hófst í góðærinu. Draumurinn var nefnilega að fara í nýtt sokkapar á hverjum degi til æviloka. Ekkert jafnast á við tilfinninguna að finna nánast ósnert pólíester þrýstast upp að löppinni á mjúkan, en þó stífan hátt sem notað sokkapar leikur ekki eftir. Á sólríkum útborgunardegi lét ég drauminn rætast og gekk stoltur út úr ónefndri verslun með 40 sokkapör í poka. Rúmur mánuður af nýjum sokkum beið mín. Mánuður drauma minna. Skömmu síðar fór hér allt til fjandans. Launin lækkuðu, kaupmáttur rýrnaði og verð á innfluttum gæðasokkum rauk upp. Skýjaborgin var hrunin og eftir sat ég með gríðarlegt magn af notuðum sokkum sem ég neyðist til að þrífa eftir notkun og endurnýta þar til þeir slitna. Þvílík martröð. Þjáningarbróðir minn, Tryggvi Þór, veit eflaust hvernig mér líður. Aðeins hann og meðbræður okkar úr efri millistétt vita hvar dagar lífs míns hafa nýjum sokkum sínum glatað.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun