Hver sængaði hjá hverjum? Sif Sigmarsdóttir skrifar 25. maí 2011 06:00 Tvö nöfn eru á allra vörum í Bretlandi um þessar mundir; annars vegar nafn heimsfrægs bresks leikara sem hélt framhjá eiginkonu sinni með sömu vændiskonu og sögð er hafa þjónustað Wayne Rooney; hins vegar nafn fótboltahetju sem hélt framhjá konu sinni með þátttakanda úr Big Brother raunveruleikaþættinum. En hverjar eru þessar breysku stjörnur? Þótt fréttirnar gerist ekki mikið stærri en feilspor fræga fólksins er þögn fjölmiðla um þessa tilteknu skandala ennþá stærri frétt. Komið hefur upp á yfirborðið að breskir dómstólar hafa veitt fjölda frægra og auðugra einstaklinga og fyrirtækja „ofur-lögbann“ (e. super-injunction) sem bannar alla umfjöllun um tiltekin mál sem að þeim snúa í þarlendum fjölmiðlum. Meira að segja sjálf tilvist lögbannsins fellur undir þagnarkröfuna. Breskum almenningi er ofboðið. Titringur er milli dómstóla og þingsins. Forsætisráðherra Breta, David Cameron, segir það þingsins en ekki dómara að ákvarða mörk fjölmiðlafrelsis og friðhelgi einkalífsins. Í febrúar síðastliðnum dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur blaðamann og ritstjóra DV til að greiða Eiði Smára Guðjohnsen miskabætur vegna umfjöllunar um fjármál hans því málið hefði ekki fréttagildi. Niðurstaðan var umdeild. Vildu margir meina að dómarinn hefði mjög þrengt að frumskyldu fjölmiðla til að upplýsa almenning og að tjáningarfrelsinu. Mál á borð við hver sængaði hjá hverjum eða í hvað Eiður Smári eyddi peningunum sínum kunna að virðast léttvæg. En að þagga niður í fjölmiðlum er hættulegur leikur. Þegar óprúttnir baráttumenn fyrir tjáningarfrelsinu í Bretlandi notuðu meðal annars veraldarvefinn til að upplýsa það sem ekki mátti birta á prenti eða segja í sjónvarpi kom upp úr kafinu að ófá málanna vörðuðu almannahagsmuni; má þar nefna meinta losun olíufélagsins Trafigura á eitruðum úrgangi á Fílabeinsströndinni. Alþingi samþykkti nýverið ný fjölmiðlalög. Er þeim meðal annars ætlað að tryggja tjáningarfrelsi. Hvort sú verður hins vegar raunin á enn alveg eftir að koma í ljós. Eftir að 75.000 Twitter notendur upplýstu nafn fótboltastjörnunnar sem ekki mátti nefna braut breski þingmaðurinn John Hemming ofurlögbannið í skjóli þinghelgi. Nafn föllnu hetjunnar er ekki aðeins á allra vörum heldur líka á forsíðum allra blaðanna: Ryan Giggs. Ég býð hins vegar lesendum að leysa sjálfir vinsælustu þraut Bretlandseyja um þessar mundir, „Hver er leikarinn?“, með aðstoð Google. Ef fjölmiðlalög verða ekki til að vernda tjáningarfrelsið mun internetið gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Tvö nöfn eru á allra vörum í Bretlandi um þessar mundir; annars vegar nafn heimsfrægs bresks leikara sem hélt framhjá eiginkonu sinni með sömu vændiskonu og sögð er hafa þjónustað Wayne Rooney; hins vegar nafn fótboltahetju sem hélt framhjá konu sinni með þátttakanda úr Big Brother raunveruleikaþættinum. En hverjar eru þessar breysku stjörnur? Þótt fréttirnar gerist ekki mikið stærri en feilspor fræga fólksins er þögn fjölmiðla um þessa tilteknu skandala ennþá stærri frétt. Komið hefur upp á yfirborðið að breskir dómstólar hafa veitt fjölda frægra og auðugra einstaklinga og fyrirtækja „ofur-lögbann“ (e. super-injunction) sem bannar alla umfjöllun um tiltekin mál sem að þeim snúa í þarlendum fjölmiðlum. Meira að segja sjálf tilvist lögbannsins fellur undir þagnarkröfuna. Breskum almenningi er ofboðið. Titringur er milli dómstóla og þingsins. Forsætisráðherra Breta, David Cameron, segir það þingsins en ekki dómara að ákvarða mörk fjölmiðlafrelsis og friðhelgi einkalífsins. Í febrúar síðastliðnum dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur blaðamann og ritstjóra DV til að greiða Eiði Smára Guðjohnsen miskabætur vegna umfjöllunar um fjármál hans því málið hefði ekki fréttagildi. Niðurstaðan var umdeild. Vildu margir meina að dómarinn hefði mjög þrengt að frumskyldu fjölmiðla til að upplýsa almenning og að tjáningarfrelsinu. Mál á borð við hver sængaði hjá hverjum eða í hvað Eiður Smári eyddi peningunum sínum kunna að virðast léttvæg. En að þagga niður í fjölmiðlum er hættulegur leikur. Þegar óprúttnir baráttumenn fyrir tjáningarfrelsinu í Bretlandi notuðu meðal annars veraldarvefinn til að upplýsa það sem ekki mátti birta á prenti eða segja í sjónvarpi kom upp úr kafinu að ófá málanna vörðuðu almannahagsmuni; má þar nefna meinta losun olíufélagsins Trafigura á eitruðum úrgangi á Fílabeinsströndinni. Alþingi samþykkti nýverið ný fjölmiðlalög. Er þeim meðal annars ætlað að tryggja tjáningarfrelsi. Hvort sú verður hins vegar raunin á enn alveg eftir að koma í ljós. Eftir að 75.000 Twitter notendur upplýstu nafn fótboltastjörnunnar sem ekki mátti nefna braut breski þingmaðurinn John Hemming ofurlögbannið í skjóli þinghelgi. Nafn föllnu hetjunnar er ekki aðeins á allra vörum heldur líka á forsíðum allra blaðanna: Ryan Giggs. Ég býð hins vegar lesendum að leysa sjálfir vinsælustu þraut Bretlandseyja um þessar mundir, „Hver er leikarinn?“, með aðstoð Google. Ef fjölmiðlalög verða ekki til að vernda tjáningarfrelsið mun internetið gera það.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun