Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu Þorsteinn Pálsson skrifar 4. júní 2011 07:00 Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde. Sérstakur saksóknari Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar hefur þegar opnað vefsíðu á kostnað skattborgaranna til þess að koma málstað flokkanna sem að ákærunni standa á framfæri. Það er nýmæli í íslenskri réttarsögu en um leið rökrétt birtingarmynd pólitískra réttarhalda. Sá sem einn sætir ákæru vegna pólitískrar stöðu sinnar á að sjálfsögðu ekki aðgang að peningum skattborgaranna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim átökum sem boðuð eru með opnun ákærusíðunnar. Frjáls framlög þeirra sem trúa á réttarríkið verða að sama skapi mikilvægari í þessari málsvarnarbaráttu. Augljóst er að ríkisvaldið ætlar ekki að spara peninga skattborgaranna fyrir ákærumálstað þeirra flokka sem reka málið. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir afdráttarlaust að ekki hafi verið unnt að koma í veg fyrir fall bankanna eftir 2006. Flokkar Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra ákváðu hins vegar að ákæra Geir Haarde einan úr hópi þeirra sem pólitíska ábyrgð báru árið 2008 fyrir að hafa ekki gert það sem rannsóknarnefndin taldi ógerlegt. Býsnanir út af ranglætiNiðurstöður rannsóknarnefndarinnar verða hvorki sannaðar né afsannaðar með vísindalegum aðferðum eða lagarökum. Sama er um mat fyrrverandi forsætisráðherra á aðstæðum árið 2008. Kjarni málsins er sá að réttarhöldin snúast um mat á aðstæðum sem menn axla pólitíska ábyrgð á í lýðræðisríkjum en eru fundnir sekir fyrir þar sem önnur gildi eru æðri. Réttarhöld Stalíns gegn Búkharín á ofanverðum fjórða áratug síðustu aldar eru þekkt dæmi um pólitískan málarekstur. Þeim verður alls ekki í einu og öllu jafnað til þeirra réttarhalda sem hefjast í næstu viku, af þeirri ástæðu að þar markaði dauðinn endalokin. Þau réttarhöld spunnust þó inn í íslensk stjórnmálaátök og íslenskar bókmenntir enda var Halldór Laxness viðstaddur. Hann skrifar um þau í Gerska ævintýrinu og segir: „Sú lifandi mynd baráttunnar milli pólitískra höfuðafla … er svo skyld náttúruöflunum sjálfum að atriði eins og siðferðileg eða lögfræðileg „sekt“ samsærismannanna, eða sú persónulega refsíng sem beið þeirra, verða í raunréttri smámunir sem ekki freista til kappræðu. Þegar svo djarft er teflt um örlög 170 miljón manna, og raunar als heimsins, einsog blökkin gerði, þá fara ræður um „sekt“ að fá býsna smáborgaralegan hljóm, sömuleiðis býsnanir útaf réttlátum eða ránglátum aftökum.“ Þetta viðhorf endurspeglaðist á Alþingi við lokaafgreiðslu ákærumálsins gegn Geir Haarde meira en sjö áratugum síðar. Þá höfðu runnið tvær grímur á nokkra stjórnarþingmenn. Af því tilefni flutti formaður ákærunefndarinnar lokaræðu með þeirri brýningu að stjórnarþingmönnum væri skylt að greiða atkvæði með ákæru því að um málið hefði verið samið í stjórnarsáttmála. Með öðrum orðum: Smáborgaralegar hugsanir um sekt eða réttlæti í nútíma réttarskilningi hlutu að víkja fyrir æðri gildum eins og stjórnarsáttmála Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar. Er Skáldatími úr sögunni?Aldarfjórðungi eftir útkomu Gerska ævintýrisins skrifaði Halldór Laxness Skáldatíma. Þar birtast réttarhöldin í öðru ljósi: Sakborningarnir voru þvældir endalaust af yfirsaksóknara ríkisins, sakaðir um heimssögulega en að sama skapi þokukennda glæpi. Síðan segir Halldór Laxness: „Þegar höfuðandskotinn Búkharín var afþveginn sökum nú fyrir skemstu, eftir að hafa verið dauður í tuttugu og fimm ár, þá var sagt í hinu dauflega orðaða uppreisíngarskjali æru hans að hann hefði ekki gert sig sekan um neinn glæp, heldur aðeins haft skoðun á stjórnmálum smávegis öðruvísi en einhverjir aðrir menn.“ Erfitt er að gera sér ímynd af Íslandi án Skáldatíma. Þó má ganga út frá því sem vísu að Ísland væri snauðara í andlegum efnum ef hann hefði aldrei orðið til. Halldór Laxness er svo samofinn þjóðinni að Skáldatími var nauðsynlegur fyrir samvisku hennar. Þegar saksóknari Steingríms Jóhanns Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur hefur málarekstur sinn í næstu viku eru liðin fjörutíu og átta ár frá útkomu Skáldatíma. Því er ástæða til að spyrja: Lýtur Ísland forystu fólks sem ekki meðtók það sem þar er skrifað? Eða er Skáldatími úr sögunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde. Sérstakur saksóknari Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar hefur þegar opnað vefsíðu á kostnað skattborgaranna til þess að koma málstað flokkanna sem að ákærunni standa á framfæri. Það er nýmæli í íslenskri réttarsögu en um leið rökrétt birtingarmynd pólitískra réttarhalda. Sá sem einn sætir ákæru vegna pólitískrar stöðu sinnar á að sjálfsögðu ekki aðgang að peningum skattborgaranna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim átökum sem boðuð eru með opnun ákærusíðunnar. Frjáls framlög þeirra sem trúa á réttarríkið verða að sama skapi mikilvægari í þessari málsvarnarbaráttu. Augljóst er að ríkisvaldið ætlar ekki að spara peninga skattborgaranna fyrir ákærumálstað þeirra flokka sem reka málið. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir afdráttarlaust að ekki hafi verið unnt að koma í veg fyrir fall bankanna eftir 2006. Flokkar Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra ákváðu hins vegar að ákæra Geir Haarde einan úr hópi þeirra sem pólitíska ábyrgð báru árið 2008 fyrir að hafa ekki gert það sem rannsóknarnefndin taldi ógerlegt. Býsnanir út af ranglætiNiðurstöður rannsóknarnefndarinnar verða hvorki sannaðar né afsannaðar með vísindalegum aðferðum eða lagarökum. Sama er um mat fyrrverandi forsætisráðherra á aðstæðum árið 2008. Kjarni málsins er sá að réttarhöldin snúast um mat á aðstæðum sem menn axla pólitíska ábyrgð á í lýðræðisríkjum en eru fundnir sekir fyrir þar sem önnur gildi eru æðri. Réttarhöld Stalíns gegn Búkharín á ofanverðum fjórða áratug síðustu aldar eru þekkt dæmi um pólitískan málarekstur. Þeim verður alls ekki í einu og öllu jafnað til þeirra réttarhalda sem hefjast í næstu viku, af þeirri ástæðu að þar markaði dauðinn endalokin. Þau réttarhöld spunnust þó inn í íslensk stjórnmálaátök og íslenskar bókmenntir enda var Halldór Laxness viðstaddur. Hann skrifar um þau í Gerska ævintýrinu og segir: „Sú lifandi mynd baráttunnar milli pólitískra höfuðafla … er svo skyld náttúruöflunum sjálfum að atriði eins og siðferðileg eða lögfræðileg „sekt“ samsærismannanna, eða sú persónulega refsíng sem beið þeirra, verða í raunréttri smámunir sem ekki freista til kappræðu. Þegar svo djarft er teflt um örlög 170 miljón manna, og raunar als heimsins, einsog blökkin gerði, þá fara ræður um „sekt“ að fá býsna smáborgaralegan hljóm, sömuleiðis býsnanir útaf réttlátum eða ránglátum aftökum.“ Þetta viðhorf endurspeglaðist á Alþingi við lokaafgreiðslu ákærumálsins gegn Geir Haarde meira en sjö áratugum síðar. Þá höfðu runnið tvær grímur á nokkra stjórnarþingmenn. Af því tilefni flutti formaður ákærunefndarinnar lokaræðu með þeirri brýningu að stjórnarþingmönnum væri skylt að greiða atkvæði með ákæru því að um málið hefði verið samið í stjórnarsáttmála. Með öðrum orðum: Smáborgaralegar hugsanir um sekt eða réttlæti í nútíma réttarskilningi hlutu að víkja fyrir æðri gildum eins og stjórnarsáttmála Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar. Er Skáldatími úr sögunni?Aldarfjórðungi eftir útkomu Gerska ævintýrisins skrifaði Halldór Laxness Skáldatíma. Þar birtast réttarhöldin í öðru ljósi: Sakborningarnir voru þvældir endalaust af yfirsaksóknara ríkisins, sakaðir um heimssögulega en að sama skapi þokukennda glæpi. Síðan segir Halldór Laxness: „Þegar höfuðandskotinn Búkharín var afþveginn sökum nú fyrir skemstu, eftir að hafa verið dauður í tuttugu og fimm ár, þá var sagt í hinu dauflega orðaða uppreisíngarskjali æru hans að hann hefði ekki gert sig sekan um neinn glæp, heldur aðeins haft skoðun á stjórnmálum smávegis öðruvísi en einhverjir aðrir menn.“ Erfitt er að gera sér ímynd af Íslandi án Skáldatíma. Þó má ganga út frá því sem vísu að Ísland væri snauðara í andlegum efnum ef hann hefði aldrei orðið til. Halldór Laxness er svo samofinn þjóðinni að Skáldatími var nauðsynlegur fyrir samvisku hennar. Þegar saksóknari Steingríms Jóhanns Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur hefur málarekstur sinn í næstu viku eru liðin fjörutíu og átta ár frá útkomu Skáldatíma. Því er ástæða til að spyrja: Lýtur Ísland forystu fólks sem ekki meðtók það sem þar er skrifað? Eða er Skáldatími úr sögunni?
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun