Pistillinn: Fórnir eða forréttindi? Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 4. júní 2011 07:00 Helga Margrét á blaðamannafundi. Ég er oft spurð að því hvort ég þurfi ekki að fórna miklu fyrir íþróttirnar. Þá er oftast verið að vísa í þá staðreynd að líf mitt er töluvert frábrugðið lífi flestra jafnaldra minna. Ég drekk ekki, fer sjaldan út á lífið, ég borða ekki óhollan mat og það er ekki hlaupið að því fyrir mig að skreppa út á kvöldin að hitta vini mína þegar það er morgunæfing daginn eftir og ég þarf að fara snemma að sofa. Þrátt fyrir það svara ég þessari spurningu alltaf neitandi. Í mínum huga eru það gífurlega mikil forréttindi að fá tækifæri til þess að elta og upplifa drauminn minn og fást við það sem ég hef yndi af á hverjum einasta degi. Það er ég sjálf sem vel að haga lífi mínu á þann hátt sem ég geri og ýmislegt sem aðrir myndu álíta mikla fórn er einfaldlega hluti af mínum draumi. Nú er komið að því að ég flytji af landi brott. Ég flyt burt frá fjölskyldunni og bestu vinum mínum. Ég kem til með að sakna margs frá Íslandi og vissulega er eftirsjáin til staðar, enda væri sorglegt ef svo væri ekki. En það er eins með íþróttirnar og margt annað í lífinu, við fáum ekki endalaust af tækifærum. Við verðum að stökkva á þau tækifæri sem okkur bjóðast. Það er oft auðveldast að láta tækifærin renna sér úr greipum. Það getur verið mjög erfitt að þora að taka ákvarðanir sem breyta lífi manns. Þá er það oftast hræðslan við að mistakast sem hindrar okkur í því að taka slaginn, leggja út öll spilin. Íþróttir eru nefnilega í eðli sínu ekki frábrugðnar fjárhættuspili. Við höfum aldrei tryggingu fyrir því að eitthvað muni heppnast. Það eina sem við getum gert er að fylgja eigin sannfæringu og grípa tækifærin sem okkur bjóðast. Þá þurfum við vonandi aldrei að líta til baka og hugsa: „Hvað ef…?" Innlendar Pistillinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Sjá meira
Ég er oft spurð að því hvort ég þurfi ekki að fórna miklu fyrir íþróttirnar. Þá er oftast verið að vísa í þá staðreynd að líf mitt er töluvert frábrugðið lífi flestra jafnaldra minna. Ég drekk ekki, fer sjaldan út á lífið, ég borða ekki óhollan mat og það er ekki hlaupið að því fyrir mig að skreppa út á kvöldin að hitta vini mína þegar það er morgunæfing daginn eftir og ég þarf að fara snemma að sofa. Þrátt fyrir það svara ég þessari spurningu alltaf neitandi. Í mínum huga eru það gífurlega mikil forréttindi að fá tækifæri til þess að elta og upplifa drauminn minn og fást við það sem ég hef yndi af á hverjum einasta degi. Það er ég sjálf sem vel að haga lífi mínu á þann hátt sem ég geri og ýmislegt sem aðrir myndu álíta mikla fórn er einfaldlega hluti af mínum draumi. Nú er komið að því að ég flytji af landi brott. Ég flyt burt frá fjölskyldunni og bestu vinum mínum. Ég kem til með að sakna margs frá Íslandi og vissulega er eftirsjáin til staðar, enda væri sorglegt ef svo væri ekki. En það er eins með íþróttirnar og margt annað í lífinu, við fáum ekki endalaust af tækifærum. Við verðum að stökkva á þau tækifæri sem okkur bjóðast. Það er oft auðveldast að láta tækifærin renna sér úr greipum. Það getur verið mjög erfitt að þora að taka ákvarðanir sem breyta lífi manns. Þá er það oftast hræðslan við að mistakast sem hindrar okkur í því að taka slaginn, leggja út öll spilin. Íþróttir eru nefnilega í eðli sínu ekki frábrugðnar fjárhættuspili. Við höfum aldrei tryggingu fyrir því að eitthvað muni heppnast. Það eina sem við getum gert er að fylgja eigin sannfæringu og grípa tækifærin sem okkur bjóðast. Þá þurfum við vonandi aldrei að líta til baka og hugsa: „Hvað ef…?"
Innlendar Pistillinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Sjá meira