Strákar og stelpur Jónína Michaelsdóttir skrifar 7. júní 2011 07:00 Þegar ég var að vaxa úr grasi bjó ég á Langholtsveginum og eignaðist góða vini bæði þar og í Efstasundi og Skipasundi. Þetta voru strákar og stelpur sem gjarnan voru í leikjum í Efstasundi, bæði sumar og vetur, fóru í hjólreiðartúra saman og sungu hástöfum, spjölluðu um allt milli himins og jarðar, eins og krakkar gera. Þegar við vorum komin á fermingaraldur var farið að líta með tortryggni á það þegar strákar og stelpur voru mikið saman, bæði inni á heimilum og úti við. Þegar strákarnir úr Efstasundi og Skipasundi komu á hjólunum sínum upp á Langholtsveg og við sátum í tröppum heima eða framan við húsið fór maður að taka eftir því að fólkið sem var að bíða eftir strætó fylgdist með okkur og fór að stinga saman nefjum. Og þar sem ég þekkti marga heyrði ég fljótlega að stelpan í þessu húsi væri greinilega strákaflenna. Mér fannst þetta svo fáránlegt að ég reiddist ekki einu sinni. Fannst að þetta fólk hlyti að eiga eitthvað andstreymt. Þegar strákarnir í vinahópnum fóru að verða skotnir í stelpum hringdu sumir þeirra til mín eða komu og sögðu mér frá þeim og hvernig þeim sjálfum liði. Líka þegar upp úr slitnaði. Það var stundum sárt. Maður heyrir oft að karlar séu lokaðri en konur þegar kemur að tilfinningamálum. Það er ekki mín reynsla. Ég fann ekki mikinn mun á trúnaðarsamtölum við vinkonur mínar og strákana vini mína í þessu efni. Betra að segja sattEinu sinni á sumarkvöldi skrapp móðir mín í heimsókn til vinkonu sinnar og ég var heima að passa yngri systur mínar. Áður en hún fór sagði hún að hún vildi ekki að ég byði vinum mínum inn að þessu sinni, ef þeir kæmu. Ég var hálf hissa á þessu, en þegar þeir komu um kvöldið fór ég fram á gang og þar stóðum við eða sátum í stiganum í góðan tíma. Svo fannst mér þetta eiginlega ekki hægt, svo að ég sagði þeim að koma bara inn þar sem væru almennilegir stólar. Þarna var hvorki verið að reykja, klæmast eða gera neitt sem ekki þoldi dagsins ljós. Þegar móðir mín kom heim spurði hún hvort vinir mínir hefðu komið og ég jánkaði því. „Bauðstu þeim inn?" spurði hún. „Já, ég gerði það nú," sagði ég. Hún snaraði sér úr kápunni, hengdi hana upp og sagði svo í léttum tón: „Það er allt í lagi, úr því að þú segir satt!" Virðing við rógberaÉg rifja þetta upp að gamni mínu núna í sumarbirtunni, bæði til að minna á hvað það gerir mann frjálsan að vera innrætt snemma á ævinni að segja ekki ósatt. Svíkja ekki sjálfan sig. Þó að enginn komist nokkurn tíma að ósannindunum búa þau í manni sjálfum og verða hluti af persónuleikanum. Rétt eins og þeir sem eru að ata aðra auri hljóta að bera aurinn í sér. Öðruvísi geta þeir ekki kastað honum í aðra. Það er líka dálítið ræfilslegt að standa álengdar og gera fólki upp atferli og skoðanir. Það er þó ekki sparað í pólitíkinni og á netinu í dag. En þó að þeim sem fyrir því verða kunni að bregða er ástæðulaust að gera rógberanum svo hátt undir höfði að taka það nærri sér. Það er virðing sem hann á ekki skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun
Þegar ég var að vaxa úr grasi bjó ég á Langholtsveginum og eignaðist góða vini bæði þar og í Efstasundi og Skipasundi. Þetta voru strákar og stelpur sem gjarnan voru í leikjum í Efstasundi, bæði sumar og vetur, fóru í hjólreiðartúra saman og sungu hástöfum, spjölluðu um allt milli himins og jarðar, eins og krakkar gera. Þegar við vorum komin á fermingaraldur var farið að líta með tortryggni á það þegar strákar og stelpur voru mikið saman, bæði inni á heimilum og úti við. Þegar strákarnir úr Efstasundi og Skipasundi komu á hjólunum sínum upp á Langholtsveg og við sátum í tröppum heima eða framan við húsið fór maður að taka eftir því að fólkið sem var að bíða eftir strætó fylgdist með okkur og fór að stinga saman nefjum. Og þar sem ég þekkti marga heyrði ég fljótlega að stelpan í þessu húsi væri greinilega strákaflenna. Mér fannst þetta svo fáránlegt að ég reiddist ekki einu sinni. Fannst að þetta fólk hlyti að eiga eitthvað andstreymt. Þegar strákarnir í vinahópnum fóru að verða skotnir í stelpum hringdu sumir þeirra til mín eða komu og sögðu mér frá þeim og hvernig þeim sjálfum liði. Líka þegar upp úr slitnaði. Það var stundum sárt. Maður heyrir oft að karlar séu lokaðri en konur þegar kemur að tilfinningamálum. Það er ekki mín reynsla. Ég fann ekki mikinn mun á trúnaðarsamtölum við vinkonur mínar og strákana vini mína í þessu efni. Betra að segja sattEinu sinni á sumarkvöldi skrapp móðir mín í heimsókn til vinkonu sinnar og ég var heima að passa yngri systur mínar. Áður en hún fór sagði hún að hún vildi ekki að ég byði vinum mínum inn að þessu sinni, ef þeir kæmu. Ég var hálf hissa á þessu, en þegar þeir komu um kvöldið fór ég fram á gang og þar stóðum við eða sátum í stiganum í góðan tíma. Svo fannst mér þetta eiginlega ekki hægt, svo að ég sagði þeim að koma bara inn þar sem væru almennilegir stólar. Þarna var hvorki verið að reykja, klæmast eða gera neitt sem ekki þoldi dagsins ljós. Þegar móðir mín kom heim spurði hún hvort vinir mínir hefðu komið og ég jánkaði því. „Bauðstu þeim inn?" spurði hún. „Já, ég gerði það nú," sagði ég. Hún snaraði sér úr kápunni, hengdi hana upp og sagði svo í léttum tón: „Það er allt í lagi, úr því að þú segir satt!" Virðing við rógberaÉg rifja þetta upp að gamni mínu núna í sumarbirtunni, bæði til að minna á hvað það gerir mann frjálsan að vera innrætt snemma á ævinni að segja ekki ósatt. Svíkja ekki sjálfan sig. Þó að enginn komist nokkurn tíma að ósannindunum búa þau í manni sjálfum og verða hluti af persónuleikanum. Rétt eins og þeir sem eru að ata aðra auri hljóta að bera aurinn í sér. Öðruvísi geta þeir ekki kastað honum í aðra. Það er líka dálítið ræfilslegt að standa álengdar og gera fólki upp atferli og skoðanir. Það er þó ekki sparað í pólitíkinni og á netinu í dag. En þó að þeim sem fyrir því verða kunni að bregða er ástæðulaust að gera rógberanum svo hátt undir höfði að taka það nærri sér. Það er virðing sem hann á ekki skilið.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun