CCP undirritar stóran samning við Sony 8. júní 2011 00:01 Hilmar Veigar Pétursson Framkvæmdastjóri CCP kynnti samstarfið ásamt Jack Tretton, forstjóra Sony í Bandaríkjunum, í Los Angeles í fyrrinótt.Fréttablaðið/gva Viðskipti Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur skrifað undir samstarfssamning við Sony um útgáfu og kynningu á væntanlegum leik CCP, Dust 514, sem á að koma út að ári. „Samningurinn hefur talsvert mikla þýðingu fyrir CCP. Við erum að koma nýir inn á leikjatölvumarkaðinn með Dust 514 og stuðningur Sony gefur okkur mjög öflugan stökkpall sem við hefðum ella þurft að smíða sjálfir. Ég held að þetta verði lykilsamstarf til næstu ára fyrir fyrirtækið,“ segir Þorsteinn Högni Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá CCP. Þorsteinn segir hátt í þúsund tölvuleiki fyrir Playstation 3 koma út á ári. Sony geri hins vegar örfáa samninga á borð við þennan. Þetta sé því viss upphefð og viðurkenning á störfum fyrirtækisins. Fulltrúar CCP og Sony kynntu samstarfið aðfaranótt þriðjudags í Los Angeles í Bandaríkjunum en þar hófst í gær E3, stærsta tölvuleikjaráðstefna heims. Þá var útlit leiksins kynnt fyrir þúsundum þátttakenda á ráðstefnunni. Dust 514 verður annar tölvuleikur CCP til að fara á markað á eftir EVE Online sem kom út árið 2003. Hugmyndin að baki leiknum þykir nýstárleg en ákvarðanir og spilamennska leikmanna munu hafa mikil áhrif á gang mála í heimi EVE þrátt fyrir að um gjörólíka leiki sé að ræða. - mþl Leikjavísir Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Viðskipti Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur skrifað undir samstarfssamning við Sony um útgáfu og kynningu á væntanlegum leik CCP, Dust 514, sem á að koma út að ári. „Samningurinn hefur talsvert mikla þýðingu fyrir CCP. Við erum að koma nýir inn á leikjatölvumarkaðinn með Dust 514 og stuðningur Sony gefur okkur mjög öflugan stökkpall sem við hefðum ella þurft að smíða sjálfir. Ég held að þetta verði lykilsamstarf til næstu ára fyrir fyrirtækið,“ segir Þorsteinn Högni Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá CCP. Þorsteinn segir hátt í þúsund tölvuleiki fyrir Playstation 3 koma út á ári. Sony geri hins vegar örfáa samninga á borð við þennan. Þetta sé því viss upphefð og viðurkenning á störfum fyrirtækisins. Fulltrúar CCP og Sony kynntu samstarfið aðfaranótt þriðjudags í Los Angeles í Bandaríkjunum en þar hófst í gær E3, stærsta tölvuleikjaráðstefna heims. Þá var útlit leiksins kynnt fyrir þúsundum þátttakenda á ráðstefnunni. Dust 514 verður annar tölvuleikur CCP til að fara á markað á eftir EVE Online sem kom út árið 2003. Hugmyndin að baki leiknum þykir nýstárleg en ákvarðanir og spilamennska leikmanna munu hafa mikil áhrif á gang mála í heimi EVE þrátt fyrir að um gjörólíka leiki sé að ræða. - mþl
Leikjavísir Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira