Tónlist

Tvöföld plata frá Sólstöfum í haust

Harðir Aðalbjörn Tryggvason og félagar í þungarokkssveitinni Sólstöfum gefa út tvöfalda plötu í haust.Fréttablaðið/GVA
Harðir Aðalbjörn Tryggvason og félagar í þungarokkssveitinni Sólstöfum gefa út tvöfalda plötu í haust.Fréttablaðið/GVA
Hljómsveitin Sólstafir hefur gengið frá samningi við útgáfufyrirtækið Season of Mist. Tvöföld plata með sveitinni kemur út í haust.

„Við vorum í samningaviðræðum við þrú stór fyrirtæki, en fleiri sýndu einnig áhuga,“ er haft eftir Sæþóri Maríusi Sæþórssyni, gítarleikara Sólstafa, í fréttatilkynningu frá sveitinni. „Hin tvö fyrirtækin eru reyndar stærri en Season, en annað þeirra er hálfgerð risaeðla á meðan Seasons of Mist hefur verið á stöðugri uppleið síðustu ár,“ segir hann enn fremur. Season of Mist hefur nokkra af risunum í þungarokksheiminum á sínum snærum. Þar ber helst að nefna hljómsveitirnar Morbid Angel, Mayhem, Jarboe, Watain, Atheist, The Dillinger Escape Plan og Cynic.

Meðlimir Sólstafa hafa eytt síðasta mánuði í upptökur á nýju efni. Sveitin átti nóg af lögum á lager og verður því fyrsta platan hjá nýju útgáfufyrirtæki tvöföld. Hún kemur út í haust og í kjölfarið leggur sveitin upp í tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.