Gerum við okkar bezta? ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. júní 2011 06:00 Í tilefni af alþjóðadegi flóttamanna í gær birti Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) skýrslu um stöðu flóttamanna á heimsvísu. Þar eru ýmsar sláandi upplýsingar. Þegar Flóttamannahjálpin var stofnuð fyrir 60 árum fór hún með mál um 2,1 milljónar flóttamanna, sem hafði hrakizt frá heimilum sínum vegna ófriðarins í Evrópu. Nú er hins vegar talið að flóttamenn séu tæplega 44 milljónir. António Guterres, yfirmaður Flóttamannahjálparinnar, benti á það í gær að víða í ríkum, vestrænum iðnríkjum væri sá misskilningur á ferð að flóðbylgja flóttamanna ógnaði þeim. Við þurfum ekki að horfa langt út fyrir landsteinana til að sjá uppgang stjórnmálaflokka sem gera út á andúð á flóttamönnum. Staðreyndin er hins vegar sú, eins og Guterres benti á, að um áttatíu prósent flóttamanna hafast við í fátækum ríkjum í þriðja heiminum, sem hafa miklu verri forsendur til að hjálpa þeim en ríku iðnríkin. Af um milljón Líbíumönnum sem hafa hrakizt frá heimilum sínum vegna ófriðarins í landinu hafa um tvö prósent knúið dyra í ríkjum Evrópu. Í skýrslu UNHCR er bent á að í Pakistan séu 710 flóttamenn á hvern Bandaríkjadal landsframleiðslu á mann. Til samanburðar er nefnt að í Þýzkalandi, þar sem eru nú tæplega 600.000 flóttamenn, séu sautján flóttamenn á hvern dal landsframleiðslu á mann. Flóttamannahjálpin kallar eftir að iðnríkin taki við fleira flóttafólki og leggi meira af mörkum til friðarumleitana á ófriðarsvæðum, þannig að flóttamenn geti snúið til heimkynna sinna. Guterres orðar það svo að heimsbyggðin hafi brugðizt flóttamönnum. Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, skrifaði grein hér í blaðið í gær og sagði RKÍ vona að almenningur á Íslandi yrði áfram jákvæður í garð þeirra sem neyddust til að flýja í leit að vernd. Það er mikið rétt að Íslendingar hafa almennt reynzt flóttamönnum hér vel. Sú spurning er hins vegar áleitin hvort við höfum lagt það af mörkum sem við getum til að hjálpa fólki sem neyðzt hefur til að flýja heimkynni sín. Frá árinu 1956 hefur Ísland tekið við um 530 flóttamönnum. Í skýrslu UNHCR eru 89 manns með stöðu flóttamanna (hælisleitendur og fólk án ríkisfangs er þá ekki talið með) sagðir á Íslandi í lok árs 2010. Hvernig sem á málið er litið eru þetta sorglega fáir í samanburði við frammistöðu flestra nágrannalanda okkar í móttöku flóttamanna. Í Svíþjóð og Noregi eru flóttamenn um 0,8% mannfjöldans, í smáríkinu Lúxemborg um 0,6%, í Austurríki 0,5%, í Danmörku 0,3% og í Finnlandi og á Írlandi um 0,2%. Talan á Íslandi? Heil 0,026% samkvæmt skýrslu UNHCR. Nágrannaríkin taka við tífalt til fertugfalt fleiri flóttamönnum miðað við mannfjölda. Ef notaður er ofangreindur mælikvarði Flóttamannahjálparinnar um flóttamenn á hvern dollara landsframleiðslu á mann (hún er u.þ.b. 40.000 dalir á Íslandi) er talan 0,002 hér á landi. Erum við örugglega að gera okkar bezta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun
Í tilefni af alþjóðadegi flóttamanna í gær birti Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) skýrslu um stöðu flóttamanna á heimsvísu. Þar eru ýmsar sláandi upplýsingar. Þegar Flóttamannahjálpin var stofnuð fyrir 60 árum fór hún með mál um 2,1 milljónar flóttamanna, sem hafði hrakizt frá heimilum sínum vegna ófriðarins í Evrópu. Nú er hins vegar talið að flóttamenn séu tæplega 44 milljónir. António Guterres, yfirmaður Flóttamannahjálparinnar, benti á það í gær að víða í ríkum, vestrænum iðnríkjum væri sá misskilningur á ferð að flóðbylgja flóttamanna ógnaði þeim. Við þurfum ekki að horfa langt út fyrir landsteinana til að sjá uppgang stjórnmálaflokka sem gera út á andúð á flóttamönnum. Staðreyndin er hins vegar sú, eins og Guterres benti á, að um áttatíu prósent flóttamanna hafast við í fátækum ríkjum í þriðja heiminum, sem hafa miklu verri forsendur til að hjálpa þeim en ríku iðnríkin. Af um milljón Líbíumönnum sem hafa hrakizt frá heimilum sínum vegna ófriðarins í landinu hafa um tvö prósent knúið dyra í ríkjum Evrópu. Í skýrslu UNHCR er bent á að í Pakistan séu 710 flóttamenn á hvern Bandaríkjadal landsframleiðslu á mann. Til samanburðar er nefnt að í Þýzkalandi, þar sem eru nú tæplega 600.000 flóttamenn, séu sautján flóttamenn á hvern dal landsframleiðslu á mann. Flóttamannahjálpin kallar eftir að iðnríkin taki við fleira flóttafólki og leggi meira af mörkum til friðarumleitana á ófriðarsvæðum, þannig að flóttamenn geti snúið til heimkynna sinna. Guterres orðar það svo að heimsbyggðin hafi brugðizt flóttamönnum. Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, skrifaði grein hér í blaðið í gær og sagði RKÍ vona að almenningur á Íslandi yrði áfram jákvæður í garð þeirra sem neyddust til að flýja í leit að vernd. Það er mikið rétt að Íslendingar hafa almennt reynzt flóttamönnum hér vel. Sú spurning er hins vegar áleitin hvort við höfum lagt það af mörkum sem við getum til að hjálpa fólki sem neyðzt hefur til að flýja heimkynni sín. Frá árinu 1956 hefur Ísland tekið við um 530 flóttamönnum. Í skýrslu UNHCR eru 89 manns með stöðu flóttamanna (hælisleitendur og fólk án ríkisfangs er þá ekki talið með) sagðir á Íslandi í lok árs 2010. Hvernig sem á málið er litið eru þetta sorglega fáir í samanburði við frammistöðu flestra nágrannalanda okkar í móttöku flóttamanna. Í Svíþjóð og Noregi eru flóttamenn um 0,8% mannfjöldans, í smáríkinu Lúxemborg um 0,6%, í Austurríki 0,5%, í Danmörku 0,3% og í Finnlandi og á Írlandi um 0,2%. Talan á Íslandi? Heil 0,026% samkvæmt skýrslu UNHCR. Nágrannaríkin taka við tífalt til fertugfalt fleiri flóttamönnum miðað við mannfjölda. Ef notaður er ofangreindur mælikvarði Flóttamannahjálparinnar um flóttamenn á hvern dollara landsframleiðslu á mann (hún er u.þ.b. 40.000 dalir á Íslandi) er talan 0,002 hér á landi. Erum við örugglega að gera okkar bezta?
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun