Af hverju leynd? Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri skrifar 23. júní 2011 06:00 Fréttir Fréttablaðsins af stundvísi flugfélaga hafa vakið talsverða athygli og viðbrögð. Blaðið sagði frá því í fyrradag að yfir sumarmánuðina, þegar ferðalög landsmanna eru í hámarki, var í fyrra einungis rúmlega þriðjungur flugferða Iceland Express um Keflavíkurflugvöll á áætlun og tæplega 74 prósent ferða Icelandair. Hins vegar var norræna flugfélagið SAS á áætlun í rúmlega 93 prósentum tilvika. Frétt blaðsins var tilkomin vegna fjölda ábendinga frá lesendum um miklar seinkanir í millilandaflugi að undanförnu, einkum hjá Iceland Express. Leitað var til Isavia ohf., hlutafélags í eigu ríkisins sem rekur flugvelli landsins, til að fá tölur um stundvísi flugfélaga. Þær var ekki hægt að fá frá fyrirtækinu. Fréttablaðið fékk upplýsingarnar um sumarmánuðina í fyrra eftir öðrum leiðum. Í kjölfar fréttarinnar lét Iceland Express Fréttablaðinu í té upplýsingar um stundvísi sína undanfarna níu mánuði, sem sýna að ástandið var betra í vetur, nema í desember. Undanfarna daga hafa hins vegar verið miklar seinkanir á áætlun félagsins. Icelandair lét blaðið einnig hafa upplýsingar um stundvísi sína það sem af er þessu ári, sem sýnir betri tölur en í fyrrasumar. Þegar leitað var til Isavia um nýjar tölur var svarið hins vegar aftur nei, þrátt fyrir að vitað sé að fyrirtækið heldur tölfræðinni saman. Upplýsingar um stundvísi flugfélaga eru að sjálfsögðu mikilvægar upplýsingar fyrir neytendur. Flugfélag, sem er iðulega of seint – jafnvel óhóflega seint, eins og Iceland Express var í fyrrasumar og hefur verið aftur undanfarið, er augljóslega að selja neytendum gallaða vöru. Iceland Express hefur stuðlað að virkri samkeppni á markaði fyrir millilandaflug og oft á tíðum boðið neytendum lægra verð en keppinautarnir. En auðvitað skiptir það neytandann máli hvort áætlunin stenzt, því að tíminn er líka peningar. Sá sem missir af tengiflugi, mikilvægum fundi eða degi í fríi vegna seinkana verður fyrir tjóni sem flugfélagið bætir oft ekki. Þess vegna er það í rauninni sjálfsögð krafa að fyrst upplýsingarnar um stundvísi flugfélaga sem fljúga um Keflavíkurflugvöll eru til, séu þær birtar opinberlega. Það myndi auðvelda neytendum að ákveða við hvaða flugfélag þeir eiga að skipta og auka aðhald með flugfélögunum. Bæði íslenzku flugfélögin hljóta að stefna að því að ná sambærilegum árangri í stundvísi og keppinauturinn SAS; það er augljóslega hægt. Markmið IE um 75% stundvísi er hins vegar ekki mjög metnaðarfullt. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, sagðist í Fréttablaðinu í gær íhuga að krefjast upplýsinganna – og ætti klárlega að gera það, bregðist Isavia ekki við að fyrra bragði. Isavia ber fyrir sig að sem hlutafélag sé það undanþegið upplýsingalögum. Þó liggur fyrir Alþingi frumvarp um að hlutafélög þar sem ríkið á meirihluta, eins og í Isavia, hafi upplýsingaskyldu gagnvart almenningi. Meðal annars í því ljósi ætti Isavia að birta tölurnar án frekari málalenginga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fréttir Fréttablaðsins af stundvísi flugfélaga hafa vakið talsverða athygli og viðbrögð. Blaðið sagði frá því í fyrradag að yfir sumarmánuðina, þegar ferðalög landsmanna eru í hámarki, var í fyrra einungis rúmlega þriðjungur flugferða Iceland Express um Keflavíkurflugvöll á áætlun og tæplega 74 prósent ferða Icelandair. Hins vegar var norræna flugfélagið SAS á áætlun í rúmlega 93 prósentum tilvika. Frétt blaðsins var tilkomin vegna fjölda ábendinga frá lesendum um miklar seinkanir í millilandaflugi að undanförnu, einkum hjá Iceland Express. Leitað var til Isavia ohf., hlutafélags í eigu ríkisins sem rekur flugvelli landsins, til að fá tölur um stundvísi flugfélaga. Þær var ekki hægt að fá frá fyrirtækinu. Fréttablaðið fékk upplýsingarnar um sumarmánuðina í fyrra eftir öðrum leiðum. Í kjölfar fréttarinnar lét Iceland Express Fréttablaðinu í té upplýsingar um stundvísi sína undanfarna níu mánuði, sem sýna að ástandið var betra í vetur, nema í desember. Undanfarna daga hafa hins vegar verið miklar seinkanir á áætlun félagsins. Icelandair lét blaðið einnig hafa upplýsingar um stundvísi sína það sem af er þessu ári, sem sýnir betri tölur en í fyrrasumar. Þegar leitað var til Isavia um nýjar tölur var svarið hins vegar aftur nei, þrátt fyrir að vitað sé að fyrirtækið heldur tölfræðinni saman. Upplýsingar um stundvísi flugfélaga eru að sjálfsögðu mikilvægar upplýsingar fyrir neytendur. Flugfélag, sem er iðulega of seint – jafnvel óhóflega seint, eins og Iceland Express var í fyrrasumar og hefur verið aftur undanfarið, er augljóslega að selja neytendum gallaða vöru. Iceland Express hefur stuðlað að virkri samkeppni á markaði fyrir millilandaflug og oft á tíðum boðið neytendum lægra verð en keppinautarnir. En auðvitað skiptir það neytandann máli hvort áætlunin stenzt, því að tíminn er líka peningar. Sá sem missir af tengiflugi, mikilvægum fundi eða degi í fríi vegna seinkana verður fyrir tjóni sem flugfélagið bætir oft ekki. Þess vegna er það í rauninni sjálfsögð krafa að fyrst upplýsingarnar um stundvísi flugfélaga sem fljúga um Keflavíkurflugvöll eru til, séu þær birtar opinberlega. Það myndi auðvelda neytendum að ákveða við hvaða flugfélag þeir eiga að skipta og auka aðhald með flugfélögunum. Bæði íslenzku flugfélögin hljóta að stefna að því að ná sambærilegum árangri í stundvísi og keppinauturinn SAS; það er augljóslega hægt. Markmið IE um 75% stundvísi er hins vegar ekki mjög metnaðarfullt. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, sagðist í Fréttablaðinu í gær íhuga að krefjast upplýsinganna – og ætti klárlega að gera það, bregðist Isavia ekki við að fyrra bragði. Isavia ber fyrir sig að sem hlutafélag sé það undanþegið upplýsingalögum. Þó liggur fyrir Alþingi frumvarp um að hlutafélög þar sem ríkið á meirihluta, eins og í Isavia, hafi upplýsingaskyldu gagnvart almenningi. Meðal annars í því ljósi ætti Isavia að birta tölurnar án frekari málalenginga.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun