Geir: Æskilegt að þjálfarar tali saman Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2011 09:00 Formaður KSÍ segir að landsliðsþjálfarar hafi sitt frjálsræði til að sinna sínum störfum og því verði ekki breytt. Hins vegar væri æskilegt fyrir þá að starfa saman þegar þess er kostur. Hér er Geir með Ólafi Jóhannessyni, þjálfara A-liðs karla.Fréttablaðið/anton Ísland varð í 5.-6. sæti á EM U-21 liða í Danmörku sem nú stendur yfir. Ísland komst því ekki í undanúrslitin en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er engu að síður stoltur af árangrinum. „Það er frábært að vera í 5.-6. sæti af 53 þjóðum í Evrópu. Ég er stoltur af strákunum og af frammistöðu þeirra. Við munum svo fara yfir það innan KSÍ, bæði með þjálfarateyminu og landsliðsnefndinni, hvernig til tókst og hvað hefði mátt betur fara," sagði Geir í samtali við Fréttablaðið. Lokahópur U-21 liðsins kom saman aðeins þremur dögum fyrir fyrsta leik í Danmörku og er lítill undirbúningur talinn eiga sinn þátt í því að liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum. Eftir mótið sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðsins, að undirbúningurinn hefði verið of lítill. Íslandsmótið er líka flaggskip„Við munum fara yfir það hvort við gátum gert eitthvað betur hvað undirbúninginn varðar," sagði Geir en heil umferð fór fram í Pepsi-deildinni í vikunni fyrir Evrópumeistaramótið. „En það er ljóst að þessi mál eru flóknari en þau virðast í fyrstu. Hefðum við sleppt þessari umferð á Íslandsmótinu hefði verið mánaðarhlé í deildinni. Það tekur enginn slíka ákvörðun auðveldlega og má ekki gleyma því að Íslandsmótið er líka flaggskip íslenskrar knattspyrnu." Hann bendir einnig á að undirbúningurinn hafi falið í sér meira en bara það að finna æfingadaga fyrir liðið. „Ég held að flestir átti sig ekki á því að landsliðið á ekki rétt á leikmönnunum sem taka þátt í þessu móti. Þessi keppni fer ekki fram á alþjóðlegum leikdögum og því er félögum heimilt að banna sínum leikmönnum að taka þátt. Stór þáttur í okkar undirbúningi var að tryggja að allir okkar bestu leikmenn gætu tekið þátt í mótinu. Okkur tókst það en því var ekki að heilsa hjá öllum, eins og við vitum." Einstaklingsmunur á þjálfurumEyjólfur greindi einnig frá því eftir mótið að hann hefði átt lítið sem ekkert samstarf við Ólaf Jóhannesson, A-landsliðsþjálfara, á meðan á undankeppninni stóð. Fréttablaðið spurði Geir hvort að til stæði að taka þau mál til skoðunar innan KSÍ. „Samstarf þjálfara og viðræður þeirra á milli eru mjög æskilegar," sagði Geir. „Ég hef hins vegar á löngum ferli í knattspyrnuhreyfingunni séð að þetta er mjög misjafnt á milli þjálfara og meira ráðist af einstaklingunum sjálfum. Sumir hafa sína aðferðarfræði og telja hana rétta. Aðrir trúa á meiri samstarf og samskipti. Hver hefur sína leið." Alþjóðlegt vandamálÞað sem helst hefur verið rætt um í þessu samhengi er sú togstreita sem var á milli A- og U-21 landsliðsins um forgang á leikmönnum. Geir bendir á að samstarf og samskipti þjálfara snúist ekki um þau mál. „Að mínu viti er það tvennt ólíkt. Vandamálið með það með hvaða liði leikmenn eiga að spila er ekki íslenskt. Þetta er að stórum hluta til komið vegna þess að leikir A-liðsins, U-21 og jafnvel U-19 liðanna eru allir settir á sömu dagana. Ástæðan er sú að það eru svo fáir alþjóðlegir leikdagar og það umhverfi hafa FIFA og UEFA skapað. Því hafa þessi vandamál komið víðar upp en á Íslandi. Þetta er flækja sem við þurfum að eiga við en það vorum ekki við sem skópum þessa flækju." Fylgjast með þróuninniHins vegar neitar Geir því ekki að æskilegast væri að þjálfarar allra landsliða KSÍ myndu róa í sömu átt. „Við höfum rætt það að samræma okkar störf í landsliðum og það er allt til skoðunar. Við höfum hins vegar haft þann háttinn á að hver þjálfari hefur sitt frjálsræði og því ætlum við ekki að breyta," sagði Geir og bendir á að það henti til að mynda ekki alltaf að láta öll yngri landsliðin spila sömu leikaðferðina, til að undirbúa leikmenn fyrir það að spila með A-liðinu. „Flestir okkar þjálfarar hafa verið sammála um að það beri að móta liðið eftir þeim leikmannahópi sem hann hefur hverju sinni. Menn verða þó að fylgjast áfram með gangi mála og hvernig við getum þróað okkar knattspyrnu. Vil ég ekkert útiloka í þeim efnum." Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Ísland varð í 5.-6. sæti á EM U-21 liða í Danmörku sem nú stendur yfir. Ísland komst því ekki í undanúrslitin en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er engu að síður stoltur af árangrinum. „Það er frábært að vera í 5.-6. sæti af 53 þjóðum í Evrópu. Ég er stoltur af strákunum og af frammistöðu þeirra. Við munum svo fara yfir það innan KSÍ, bæði með þjálfarateyminu og landsliðsnefndinni, hvernig til tókst og hvað hefði mátt betur fara," sagði Geir í samtali við Fréttablaðið. Lokahópur U-21 liðsins kom saman aðeins þremur dögum fyrir fyrsta leik í Danmörku og er lítill undirbúningur talinn eiga sinn þátt í því að liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum. Eftir mótið sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðsins, að undirbúningurinn hefði verið of lítill. Íslandsmótið er líka flaggskip„Við munum fara yfir það hvort við gátum gert eitthvað betur hvað undirbúninginn varðar," sagði Geir en heil umferð fór fram í Pepsi-deildinni í vikunni fyrir Evrópumeistaramótið. „En það er ljóst að þessi mál eru flóknari en þau virðast í fyrstu. Hefðum við sleppt þessari umferð á Íslandsmótinu hefði verið mánaðarhlé í deildinni. Það tekur enginn slíka ákvörðun auðveldlega og má ekki gleyma því að Íslandsmótið er líka flaggskip íslenskrar knattspyrnu." Hann bendir einnig á að undirbúningurinn hafi falið í sér meira en bara það að finna æfingadaga fyrir liðið. „Ég held að flestir átti sig ekki á því að landsliðið á ekki rétt á leikmönnunum sem taka þátt í þessu móti. Þessi keppni fer ekki fram á alþjóðlegum leikdögum og því er félögum heimilt að banna sínum leikmönnum að taka þátt. Stór þáttur í okkar undirbúningi var að tryggja að allir okkar bestu leikmenn gætu tekið þátt í mótinu. Okkur tókst það en því var ekki að heilsa hjá öllum, eins og við vitum." Einstaklingsmunur á þjálfurumEyjólfur greindi einnig frá því eftir mótið að hann hefði átt lítið sem ekkert samstarf við Ólaf Jóhannesson, A-landsliðsþjálfara, á meðan á undankeppninni stóð. Fréttablaðið spurði Geir hvort að til stæði að taka þau mál til skoðunar innan KSÍ. „Samstarf þjálfara og viðræður þeirra á milli eru mjög æskilegar," sagði Geir. „Ég hef hins vegar á löngum ferli í knattspyrnuhreyfingunni séð að þetta er mjög misjafnt á milli þjálfara og meira ráðist af einstaklingunum sjálfum. Sumir hafa sína aðferðarfræði og telja hana rétta. Aðrir trúa á meiri samstarf og samskipti. Hver hefur sína leið." Alþjóðlegt vandamálÞað sem helst hefur verið rætt um í þessu samhengi er sú togstreita sem var á milli A- og U-21 landsliðsins um forgang á leikmönnum. Geir bendir á að samstarf og samskipti þjálfara snúist ekki um þau mál. „Að mínu viti er það tvennt ólíkt. Vandamálið með það með hvaða liði leikmenn eiga að spila er ekki íslenskt. Þetta er að stórum hluta til komið vegna þess að leikir A-liðsins, U-21 og jafnvel U-19 liðanna eru allir settir á sömu dagana. Ástæðan er sú að það eru svo fáir alþjóðlegir leikdagar og það umhverfi hafa FIFA og UEFA skapað. Því hafa þessi vandamál komið víðar upp en á Íslandi. Þetta er flækja sem við þurfum að eiga við en það vorum ekki við sem skópum þessa flækju." Fylgjast með þróuninniHins vegar neitar Geir því ekki að æskilegast væri að þjálfarar allra landsliða KSÍ myndu róa í sömu átt. „Við höfum rætt það að samræma okkar störf í landsliðum og það er allt til skoðunar. Við höfum hins vegar haft þann háttinn á að hver þjálfari hefur sitt frjálsræði og því ætlum við ekki að breyta," sagði Geir og bendir á að það henti til að mynda ekki alltaf að láta öll yngri landsliðin spila sömu leikaðferðina, til að undirbúa leikmenn fyrir það að spila með A-liðinu. „Flestir okkar þjálfarar hafa verið sammála um að það beri að móta liðið eftir þeim leikmannahópi sem hann hefur hverju sinni. Menn verða þó að fylgjast áfram með gangi mála og hvernig við getum þróað okkar knattspyrnu. Vil ég ekkert útiloka í þeim efnum."
Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira