Andri Már og Valdís Þóra leiða Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. júní 2011 07:00 Kristján Þór var að leika vel í gær og er líklegur til afreka um helgina. Hann er hér einbeittur í gær að undirbúa næsta högg.fréttablaðið/GVA Þriðja stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Ungir kylfingar gáfu tóninn í karlaflokknum þar sem að Andri Már Óskarsson úr GHR á Hellu lék best allra á 68 höggum eða 3 höggum undir pari. Andri fékk alls 5 fugla (-1) á hringnum og 2 skolla (+2) en alls verða leiknar 54 holur á þessu móti eða þrír 18 holu hringir. Helgi Runólfsson úr GK lék einnig vel í gær en hann er í öðru sæti -2, eða 69 höggum. Kristján Þór Einarsson úr Kili Mosfellsbæ er þriðji á -1 eða 70 höggum. Stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar eru ekki langt á eftir. Stefán Már Stefánson úr GR er efstur á þeim lista en hann lék á pari vallar í gær eða 71 höggi. Alls eru 111 kylfingar í karlaflokknum. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi er efst í kvennaflokknum en hún er á +1, eða 72 höggum. Valdís fékk einn örn (-2) á hringnum á 7. braut sem er par 5 hola. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er önnur á 73 höggu og höggi þar á eftir er Tinna Jóhannsdóttir úr GK. Alls eru 26 keppendur í kvennaflokknum en keppni lýkur síðdegis á sunnudag. Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þriðja stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Ungir kylfingar gáfu tóninn í karlaflokknum þar sem að Andri Már Óskarsson úr GHR á Hellu lék best allra á 68 höggum eða 3 höggum undir pari. Andri fékk alls 5 fugla (-1) á hringnum og 2 skolla (+2) en alls verða leiknar 54 holur á þessu móti eða þrír 18 holu hringir. Helgi Runólfsson úr GK lék einnig vel í gær en hann er í öðru sæti -2, eða 69 höggum. Kristján Þór Einarsson úr Kili Mosfellsbæ er þriðji á -1 eða 70 höggum. Stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar eru ekki langt á eftir. Stefán Már Stefánson úr GR er efstur á þeim lista en hann lék á pari vallar í gær eða 71 höggi. Alls eru 111 kylfingar í karlaflokknum. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi er efst í kvennaflokknum en hún er á +1, eða 72 höggum. Valdís fékk einn örn (-2) á hringnum á 7. braut sem er par 5 hola. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er önnur á 73 höggu og höggi þar á eftir er Tinna Jóhannsdóttir úr GK. Alls eru 26 keppendur í kvennaflokknum en keppni lýkur síðdegis á sunnudag.
Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira