Þegar ég hitti vasaþjófinn Davíð Þór Jónsson skrifar 25. júní 2011 06:00 Á ferðum mínum um heiminn hef ég stundum rekið augun í skilti þar sem varað er við vasaþjófum. Þegar ég sé þau fyllist ég samstundis tortryggni og aðgæti hvort ég sé ekki örugglega enn með veskið í vasanum. Þetta endurtek ég í hvert sinn sem mér verður það á að rekast utan í aðra manneskju. Ef ég væri vasaþjófur myndi ég því stunda iðju mína alls staðar annars staðar en einmitt þar sem svona skilti eru. Ályktunargáfa mín segir mér nefnilega að óvíða sé minni hætta á að hitta fyrir vasaþjófa en í námunda við skilti þar sem varað er við þeim. En kannski eru vasaþjófarnir skrefi á undan, vita að svona hugsar fólk og sækja því í staði með skiltum af þessu tagi. Þannig að þau eiga fullan rétt á sér. Eða hvað? Ég hef einu sinni orðið fyrir barðinu á vasaþjófi. Það var í Barcelona fyrir allmörgum árum. Ég var á gangi eftir Römbl-unni og einstaklega vel lá á mér. Óþarfi er að draga fjöður yfir að það stafaði ekki síst af því að ég var góðglaður af völdum víns, þótt það sé í sjálfu sér aukaatriði. En þar sem ástand mitt mátti vera hverjum manni augljóst lá ég kannski sérlega vel við höggi. Á miðri Römblunni mætti ég ungum pilti sem svipað virtist vera ástatt um. Hann var reikull í spori og söng gleðisöngva út í bláinn drafandi röddu. Þegar við mættumst fagnaði hann mér hjartanlega, faðmaði mig og kyssti og steig meira að segja við mig nokkur dansspor, geislandi af kátínu og áhyggjuleysi æskumannsins sem er að sletta úr klaufunum. Við kvöddumst með virktum og hann skildi við mig uppveðraðan af þeim hlýhug og tæru lífsgleði sem mér hafði verið sýnd. En sælan stóð stutt. Eftir u.þ.b. tíu skref áttaði ég mig á því að rassvasi minn var tómur, veskið mitt var horfið. Og ekki bara veskið. Pilturinn, sem ekki hefði átt að vera í mikið meira tíu skrefa fjarlægð, var líka horfinn veg allrar veraldar. Fyrst varð ég gramur út í strákinn og síðan út í sjálfan mig. Loks fylltist ég þó aðallega samviskubiti. Ég gat nefnilega ekki varist aðdáunar á þjófnum. Hann plataði mig fullkomlega upp úr skónum. Leikræn tilþrif hans voru slík að ekki hvarflaði að mér að efast um einlægni hans. Mér fannst hann eiga meira skilið fyrir þessa snilldarframmistöðu en snjáðan seðlaveskisbleðil með engu í nema innistæðulausu debetkorti. Satt best að segja leið mér eins og það hefði verið ég sem snuðaði hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Á ferðum mínum um heiminn hef ég stundum rekið augun í skilti þar sem varað er við vasaþjófum. Þegar ég sé þau fyllist ég samstundis tortryggni og aðgæti hvort ég sé ekki örugglega enn með veskið í vasanum. Þetta endurtek ég í hvert sinn sem mér verður það á að rekast utan í aðra manneskju. Ef ég væri vasaþjófur myndi ég því stunda iðju mína alls staðar annars staðar en einmitt þar sem svona skilti eru. Ályktunargáfa mín segir mér nefnilega að óvíða sé minni hætta á að hitta fyrir vasaþjófa en í námunda við skilti þar sem varað er við þeim. En kannski eru vasaþjófarnir skrefi á undan, vita að svona hugsar fólk og sækja því í staði með skiltum af þessu tagi. Þannig að þau eiga fullan rétt á sér. Eða hvað? Ég hef einu sinni orðið fyrir barðinu á vasaþjófi. Það var í Barcelona fyrir allmörgum árum. Ég var á gangi eftir Römbl-unni og einstaklega vel lá á mér. Óþarfi er að draga fjöður yfir að það stafaði ekki síst af því að ég var góðglaður af völdum víns, þótt það sé í sjálfu sér aukaatriði. En þar sem ástand mitt mátti vera hverjum manni augljóst lá ég kannski sérlega vel við höggi. Á miðri Römblunni mætti ég ungum pilti sem svipað virtist vera ástatt um. Hann var reikull í spori og söng gleðisöngva út í bláinn drafandi röddu. Þegar við mættumst fagnaði hann mér hjartanlega, faðmaði mig og kyssti og steig meira að segja við mig nokkur dansspor, geislandi af kátínu og áhyggjuleysi æskumannsins sem er að sletta úr klaufunum. Við kvöddumst með virktum og hann skildi við mig uppveðraðan af þeim hlýhug og tæru lífsgleði sem mér hafði verið sýnd. En sælan stóð stutt. Eftir u.þ.b. tíu skref áttaði ég mig á því að rassvasi minn var tómur, veskið mitt var horfið. Og ekki bara veskið. Pilturinn, sem ekki hefði átt að vera í mikið meira tíu skrefa fjarlægð, var líka horfinn veg allrar veraldar. Fyrst varð ég gramur út í strákinn og síðan út í sjálfan mig. Loks fylltist ég þó aðallega samviskubiti. Ég gat nefnilega ekki varist aðdáunar á þjófnum. Hann plataði mig fullkomlega upp úr skónum. Leikræn tilþrif hans voru slík að ekki hvarflaði að mér að efast um einlægni hans. Mér fannst hann eiga meira skilið fyrir þessa snilldarframmistöðu en snjáðan seðlaveskisbleðil með engu í nema innistæðulausu debetkorti. Satt best að segja leið mér eins og það hefði verið ég sem snuðaði hann.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun