Hjálpi þeim hver heilagur Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 27. júní 2011 09:30 Ég fer að sofa klukkan ellefu á kvöldin. Ég borða hollt og reglulega, vinn sjö tíma á dag og flæki ekki líf mitt að óþörfu. Með þessu móti get ég ágætlega sinnt starfi og foreldrahlutverki. Ef vinnudagarnir vinda aukaklukkustundum upp á sig sést það fljótt. Skrifborðið mitt fer að líkjast kókkæli eftir jarðskjálfta, heilinn, sem þráir hvíld, gerir mér skráveifur og prófarkalesarar reyta hár sitt. Að slíkum vinnuvikum loknum líður mér eins og eftir endajaxlatöku og ég legg ekki í einn auman þvottabala. Þeir sem vakta líf og limi okkar á spítölum landsins vinna oft tvöfalt lengri vinnuviku en ég í tímum talið. Samkvæmt skýrslu vinnueftirlitsins frá árinu 2003 vann fjórði hver læknir meira en sextíu tíma vinnuviku og voru þá ótaldar þær klukkustundir sem fylgja auka vaktavinnu. Núna, átta árum síðar, segja læknar að álagið á starfsfólk spítalanna hafi aldrei verið meira og má rétt ímynda sér að vinnustundirnar séu orðnar töluvert fleiri en þegar þessi könnun var gerð. BráðadeildLandspítala starfar langtímum saman á rauðu eða svörtu álagsstigi – stigi sem læknar kalla sín á milli „hamfarastigið“. Þessu greinir Morgunblaðið frá um helgina. Sjúklingar liggja á öllum göngum og starfsfólkið er á hlaupum. Álagið á spítölum er almennt mjög mikið og á þau gólf vantar þar að auki sextíu til áttatíu lækna. Í þessum éljagangi þarf að fremja skurðaðgerðir, stinga nálum í smábörn og taka á móti ungmennum eftir alvarleg bílslys. Ég efa að mér tækist að líma á mig plástur eftir sextíu klukkustunda vinnutörn. Án efa hefur sjaldan verið mikilvægara að fara snemma að sofa, borða hollt og reyna að halda heilsu. Ekki bara til að geta sinnt lífi sínu heldur líka til að þurfa ekki að auka á álag heilbrigðisstarfsmanna. Maður flækist ekki að óþörfu fyrir á gosstað. Fjölskyldumeðlimur minn er ekki jafn heppinn, hann hefur fengið fimm nýrnasteinaköst á fjórum vikum og verið fluttur jafnoft á bráðamóttöku með sjúkrabíl. Hann hefur mætt starfsfólki sem heldur heitorðum lækna á lofti; að beita kunnáttu sinni með fullri alúð og samviskusemi. Eini sérfræðingurinn sem getur ráðið fram úr hans málum kemur hins vegar ekki úr fríi fyrr en eftir nokkrar vikur. Þangað til liggur þessi fjölskyldumeðlimur og tekur verkjalyf, óvinnufær. Guð blessi Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Ég fer að sofa klukkan ellefu á kvöldin. Ég borða hollt og reglulega, vinn sjö tíma á dag og flæki ekki líf mitt að óþörfu. Með þessu móti get ég ágætlega sinnt starfi og foreldrahlutverki. Ef vinnudagarnir vinda aukaklukkustundum upp á sig sést það fljótt. Skrifborðið mitt fer að líkjast kókkæli eftir jarðskjálfta, heilinn, sem þráir hvíld, gerir mér skráveifur og prófarkalesarar reyta hár sitt. Að slíkum vinnuvikum loknum líður mér eins og eftir endajaxlatöku og ég legg ekki í einn auman þvottabala. Þeir sem vakta líf og limi okkar á spítölum landsins vinna oft tvöfalt lengri vinnuviku en ég í tímum talið. Samkvæmt skýrslu vinnueftirlitsins frá árinu 2003 vann fjórði hver læknir meira en sextíu tíma vinnuviku og voru þá ótaldar þær klukkustundir sem fylgja auka vaktavinnu. Núna, átta árum síðar, segja læknar að álagið á starfsfólk spítalanna hafi aldrei verið meira og má rétt ímynda sér að vinnustundirnar séu orðnar töluvert fleiri en þegar þessi könnun var gerð. BráðadeildLandspítala starfar langtímum saman á rauðu eða svörtu álagsstigi – stigi sem læknar kalla sín á milli „hamfarastigið“. Þessu greinir Morgunblaðið frá um helgina. Sjúklingar liggja á öllum göngum og starfsfólkið er á hlaupum. Álagið á spítölum er almennt mjög mikið og á þau gólf vantar þar að auki sextíu til áttatíu lækna. Í þessum éljagangi þarf að fremja skurðaðgerðir, stinga nálum í smábörn og taka á móti ungmennum eftir alvarleg bílslys. Ég efa að mér tækist að líma á mig plástur eftir sextíu klukkustunda vinnutörn. Án efa hefur sjaldan verið mikilvægara að fara snemma að sofa, borða hollt og reyna að halda heilsu. Ekki bara til að geta sinnt lífi sínu heldur líka til að þurfa ekki að auka á álag heilbrigðisstarfsmanna. Maður flækist ekki að óþörfu fyrir á gosstað. Fjölskyldumeðlimur minn er ekki jafn heppinn, hann hefur fengið fimm nýrnasteinaköst á fjórum vikum og verið fluttur jafnoft á bráðamóttöku með sjúkrabíl. Hann hefur mætt starfsfólki sem heldur heitorðum lækna á lofti; að beita kunnáttu sinni með fullri alúð og samviskusemi. Eini sérfræðingurinn sem getur ráðið fram úr hans málum kemur hins vegar ekki úr fríi fyrr en eftir nokkrar vikur. Þangað til liggur þessi fjölskyldumeðlimur og tekur verkjalyf, óvinnufær. Guð blessi Ísland.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun