Niðurlægjandi að þurfa að spila leikinn í bænum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. júní 2011 07:30 Tryggvi Guðmundsson verður að öllum líkindum grímulaus í kvöld Fréttablaðið/HAG „Þetta er stór stund fyrir okkur hjá ÍBV en það er ekki hægt að neita því að það er niðurlægjandi að þurfa að koma í bæinn til þess að spila Evrópuleik," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, en hans lið tekur á móti írska liðinu Saint Patrick's í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Vodafone-vellinum. Heimavöllur ÍBV, Hásteinsvöllur, uppfyllir ekki skilyrði fyrir Evrópuleiki og því urðu Eyjamenn að koma í bæinn til að spila. Eyjamönnum hefur engu að síður gengið vel á Vodafone-vellinum, þannig að þeim líður ekkert sérstaklega illa þar. „Þetta er hörkuverkefni. Við erum að mæta liði sem á að vera betra en við. Þeir hafa unnið þrettán leiki í röð í írska boltanum og eru komnir á toppinn. Þetta er svona týpískt breskt lið eins og maður sá í svarthvítu í sjónvarpinu í gamla daga," sagði Heimir, en hann hefur kynnt sér andstæðinginn vel. „Þeir spila 4-4-2 með kraftmikla framherja. Allir leikmennirnir í liðinu eru gríðarlega vinnusamir og kunna að setja pressu á andstæðinginn. Þeir eru líka harðir og renna sér mikið. Það verður væntanlega mikið tæklað á vellinum og kannski svo mikið að Valsmenn sjái eftir því að hafa lánað okkur völlinn," sagði Heimir léttur. Hann er hæfilega bjartsýnn fyrir leikinn og segir að sínir menn verði að spila vel. „Við verðum að halda boltanum á jörðinni og vera mjög klókir í okkar aðgerðum. Við fórum í háloftaspyrnur gegn Stjörnunni um daginn og það gengur ekki. Við verðum að láta boltann rúlla á jörðinni. Svo verðum við að sjá hvað gerist. Ég held þetta verði skemmtilegur leikur og vonandi fjölmennir fólk," sagði Heimir, en leikurinn hefst klukkan 18.00. Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
„Þetta er stór stund fyrir okkur hjá ÍBV en það er ekki hægt að neita því að það er niðurlægjandi að þurfa að koma í bæinn til þess að spila Evrópuleik," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, en hans lið tekur á móti írska liðinu Saint Patrick's í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Vodafone-vellinum. Heimavöllur ÍBV, Hásteinsvöllur, uppfyllir ekki skilyrði fyrir Evrópuleiki og því urðu Eyjamenn að koma í bæinn til að spila. Eyjamönnum hefur engu að síður gengið vel á Vodafone-vellinum, þannig að þeim líður ekkert sérstaklega illa þar. „Þetta er hörkuverkefni. Við erum að mæta liði sem á að vera betra en við. Þeir hafa unnið þrettán leiki í röð í írska boltanum og eru komnir á toppinn. Þetta er svona týpískt breskt lið eins og maður sá í svarthvítu í sjónvarpinu í gamla daga," sagði Heimir, en hann hefur kynnt sér andstæðinginn vel. „Þeir spila 4-4-2 með kraftmikla framherja. Allir leikmennirnir í liðinu eru gríðarlega vinnusamir og kunna að setja pressu á andstæðinginn. Þeir eru líka harðir og renna sér mikið. Það verður væntanlega mikið tæklað á vellinum og kannski svo mikið að Valsmenn sjái eftir því að hafa lánað okkur völlinn," sagði Heimir léttur. Hann er hæfilega bjartsýnn fyrir leikinn og segir að sínir menn verði að spila vel. „Við verðum að halda boltanum á jörðinni og vera mjög klókir í okkar aðgerðum. Við fórum í háloftaspyrnur gegn Stjörnunni um daginn og það gengur ekki. Við verðum að láta boltann rúlla á jörðinni. Svo verðum við að sjá hvað gerist. Ég held þetta verði skemmtilegur leikur og vonandi fjölmennir fólk," sagði Heimir, en leikurinn hefst klukkan 18.00.
Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira