Um gæsluvarðhald Marta María Friðriksdóttir skrifar 8. júlí 2011 07:00 Oft er áhugavert fyrir fyrir ungan laganema að fylgjast með umræðu um lögfræðitengd málefni. Á undanförnum vikum hef ég tvisvar sinnum rætt um gæsluvarðhald við vini og vandamenn. Annars vegar um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot í Vestmannaeyjum og hins vegar yfir 21 árs litháískri stúlku. Viðmælandi minn í Vestmannaeyjamálinu botnaði ekkert í því að maðurinn hefði ekki verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þegar málið komst upp. Það væri augljóst að maðurinn hefði átt að vera kominn bak við lás og slá fyrir löngu og hefði átt að dúsa þar síðan. Meiri samúðar gætti í garð hinnar litháísku stúlku í umræðu við ættingja vegna gæsluvarðhalds stúlkunnar. Ættinginn velti fyrir sér af hverju ungan konan væri vistuð á Litla-Hrauni. Ljóst væri að unga konan hefði átt mjög erfitt og angist hennar væri augljós í gerðum hennar. Ættinginn velti því fyrir sér hvernig stuðningsneti útlendinga sem setjast að á Ísland væri háttað. Væri ekki réttast að styrkja tengsl útlendinga við Íslendinga og hjálpa þeim að aðlagast nýjum aðstæðum. Umræður þessar vöktu upp vangaveltur um hvaða augum almenningur lítur gæsluvarðhald. Margir telja trúlega að markmið gæsluvarðhalds sé að loka þann grunaða frá samfélaginu. Hefndarþorstinn ræður augljóslega miklu og reglan um að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð er látin sem vind um eyru fjúka. Gæsluvarðhaldi er oftast beitt í þágu rannsóknar máls. Um gæsluvarðhald er fjallað í XIV. kafla laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi eru almenn og sérstök. Almennu skilyrðin þurfa alltaf að vera fyrir hendi en að auki þarf eitt hinna sérstöku skilyrða að vera til staðar. Almennu skilyrðin eru fimmtán ára aldur, rökstuddur grunur, fangelsisrefsing, samsvörun milli gæsluvarðhalds og væntanlegrar refsingar og meðferð máls má ekki dragast óhóflega. Sérstöku skilyrðin eru: hætta á að rannsókn verði torvelduð, hætta á flótta eða undankomu, endurteknum brotum eða sem vörn gegn árásum. Þá er fjallað um gæsluvarðhald með tilliti til almannahagsmuna ef sterkur grunur leikur á að afbrot hafi verið framið sem að lögum getur varðað tíu ára fangelsi. Erfitt getur verið að ákvarða hvenær almannahagsmunir eru til staðar og er það oft matskennt. Markmið gæsluvarðhalds er því augljóslega ekki hefnd. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta María Friðriksdóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun
Oft er áhugavert fyrir fyrir ungan laganema að fylgjast með umræðu um lögfræðitengd málefni. Á undanförnum vikum hef ég tvisvar sinnum rætt um gæsluvarðhald við vini og vandamenn. Annars vegar um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot í Vestmannaeyjum og hins vegar yfir 21 árs litháískri stúlku. Viðmælandi minn í Vestmannaeyjamálinu botnaði ekkert í því að maðurinn hefði ekki verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þegar málið komst upp. Það væri augljóst að maðurinn hefði átt að vera kominn bak við lás og slá fyrir löngu og hefði átt að dúsa þar síðan. Meiri samúðar gætti í garð hinnar litháísku stúlku í umræðu við ættingja vegna gæsluvarðhalds stúlkunnar. Ættinginn velti fyrir sér af hverju ungan konan væri vistuð á Litla-Hrauni. Ljóst væri að unga konan hefði átt mjög erfitt og angist hennar væri augljós í gerðum hennar. Ættinginn velti því fyrir sér hvernig stuðningsneti útlendinga sem setjast að á Ísland væri háttað. Væri ekki réttast að styrkja tengsl útlendinga við Íslendinga og hjálpa þeim að aðlagast nýjum aðstæðum. Umræður þessar vöktu upp vangaveltur um hvaða augum almenningur lítur gæsluvarðhald. Margir telja trúlega að markmið gæsluvarðhalds sé að loka þann grunaða frá samfélaginu. Hefndarþorstinn ræður augljóslega miklu og reglan um að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð er látin sem vind um eyru fjúka. Gæsluvarðhaldi er oftast beitt í þágu rannsóknar máls. Um gæsluvarðhald er fjallað í XIV. kafla laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi eru almenn og sérstök. Almennu skilyrðin þurfa alltaf að vera fyrir hendi en að auki þarf eitt hinna sérstöku skilyrða að vera til staðar. Almennu skilyrðin eru fimmtán ára aldur, rökstuddur grunur, fangelsisrefsing, samsvörun milli gæsluvarðhalds og væntanlegrar refsingar og meðferð máls má ekki dragast óhóflega. Sérstöku skilyrðin eru: hætta á að rannsókn verði torvelduð, hætta á flótta eða undankomu, endurteknum brotum eða sem vörn gegn árásum. Þá er fjallað um gæsluvarðhald með tilliti til almannahagsmuna ef sterkur grunur leikur á að afbrot hafi verið framið sem að lögum getur varðað tíu ára fangelsi. Erfitt getur verið að ákvarða hvenær almannahagsmunir eru til staðar og er það oft matskennt. Markmið gæsluvarðhalds er því augljóslega ekki hefnd. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð!
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun