Öfugsnúin staða Þorsteinn Pálsson skrifar 9. júlí 2011 08:30 Sennilega hefur engin ríkisstjórn önnur en sú sem nú situr lagt úr vör með jafn sterkan meðbyr. Nú er hún heillum horfin. Fáir meðhaldsmenn verja hana. Takmarkaður stuðningur þeirra sem næst standa forystumönnum stjórnarflokkanna byggist ekki á skírskotun til árangurs heldur þeirri afsökun að ekki sé kostur á öðru. Það öfugsnúna við þessa stöðu er að nokkuð er til í afsökuninni fyrir þrásetu stjórnarinnar. Vandséð er að unnt sé að mynda annars konar stjórn á þessu kjörtímabili. Yfirgnæfandi líkur eru hins vegar á falli ríkisstjórnarinnar í kosningum. Eigi að síður er sennilegast að hún sitji áfram eftir þær með liðstyrk framsóknarmanna. Það myndi engu breyta um eðli stjórnarinnar því að Framsóknarflokkurinn hefur fyrst og fremst átt málefnasamleið með vinstri væng VG og Hreyfingunni upp á síðkastið. Fátt getur breytt því að Sjálfstæðisflokkurinn fari langt með að ná fyrri stöðu í næstu kosningum hvort sem þær verða fyrr eða síðar. Það væri mikill sigur þó að hann megi að einhverju leyti rekja til óvinsælda stjórnarinnar. Að því leyti stendur forysta flokksins vel að vígi. Þjóðin þarf frjálslyndari stjórnarstefnu með markvissari sýn á hagvöxt og alþjóðasamvinnu. Nauðsynleg breyting á stjórnarstefnu er hins vegar nánast óhugsandi án aðkomu Sjálfstæðisflokksins. Gallinn á gjöf Njarðar er sá að þeirri pólitísku þoku ætlar ekki að létta sem seig yfir með málefnakreppunni sem gjaldmiðils- og bankahrunið leiddi af sér.Engin útgönguleið í augsýn Þau verkefni sem við blasa eru þess eðlis að nánast engar líkur eru á árangri nema þeir flokkar sem nálgast miðju stjórnmálanna frá hægri og vinstri taki höndum saman og finni málefnalegar lausnir. Þetta eru Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin. Við ríkjandi aðstæður er samstarf þeirra hins vegar óhugsandi. Ekki verður séð að kosningar breyti neinu þar um. Ástæðurnar fyrir þessu eru margar. Hafa verður í huga að núverandi forysta Samfylkingarinnar hefur fært flokkinn það langt til vinstri að hann getur ekki að öllu óbreyttu átt samstarf í átt að miðjunni. Hugmyndafræðileggerjun gegn þessari lokuðu stöðu er að byrja innan Samfylkingarinnar. Engin merki eru þó um að hún opnist fyrir kosningar. Í því ljósi á Sjálfstæðisflokkurinn tveggja kosta völ í fylgisleit. Annar er sá að höfða til hægri vængs Samfylkingarinnar. Hinn er að keppa við Framsóknarflokkinn um Evrópusambandsóánægjufylgi frá VG. Seinni kosturinn virðist hafa orðið ofan á. Það eru einkum tvær ástæður sem liggja til þess að Sjálfstæðisflokkurinn stefnir ekki við svo búið í samstarf við Samfylkinguna. Eitt er að veruleg tortryggni ríkir enn vegna stjórnarslitanna 2009. Annað er að þingmenn flokksins geta varla skilið skilaboð Morgunblaðsins á annan veg en að frá þeirri bæjarhellu yrði betur séð að flokkurinn stefndi að samstarfi við vinstri væng VG. Hætt er hins vegar við að draga myndi úr fylgisaukningunni ef slík áform yrðu opinber fyrir kosningar. Samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er ólíklegt eins og sakir standa. Óvíst er að þeir nái saman þingmeirihluta. Núverandi þingmenn Framsóknarflokksins telja sig aukheldur vera eins og brennt barn eftir fyrra samstarf flokkanna. Slíka stjórn myndi líka skorta æskileg tengsl við verkalýðshreyfinguna.Pólitíska kreppan framlengd Við svo búið eru því verulegar líkur á umtalsverðum kosningasigri Sjálfstæðisflokksins án þess að það opni sjálfkrafa leið að ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta þýðir að fólkið í landinu á væntanlega ekki kost á hófsamri frjálslyndri stjórn. Efnahagslega afleiðingin er áframhaldandi stöðnun eða mun hægari endurreisn en vera þyrfti út næsta kjörtímabil. Hvenær svo sem næsta kjörtímabil hefst eru því meiri líkur en minni á að núverandi stjórnarsamstarf haldi áfram með stuðningi framsóknarmanna. Hugsanlega gætu orðið breytingar á forystu ríkisstjórnarinnar. Formaður VG hefur í reynd leitt samstarfið til þessa. Í því ljósi væri formleg forysta hans rökrétt. Framsóknarflokkurinn er ekki líklegur til að setja málefnaleg skilyrði sem þýðingu hafa en hann gæti gert kröfu um forsætið. Gangi mál þannig fram yrðu skoðanir verulegs hluta hefðbundinna frjálslyndra kjósenda Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar án málsvara við ríkisstjórnarborðið og kjósendur Sjálfstæðisflokksins áhrifalausir með öllu. Þetta þýðir einfaldlega að sú málefnalega pólitíska kreppa sem heft hefur endurreisnina í meir en tvö ár framlengist yfir á næsta kjörtímabil. Enginn flokkur sýnist hafa hug á að brjóta þessa stöðu upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Sennilega hefur engin ríkisstjórn önnur en sú sem nú situr lagt úr vör með jafn sterkan meðbyr. Nú er hún heillum horfin. Fáir meðhaldsmenn verja hana. Takmarkaður stuðningur þeirra sem næst standa forystumönnum stjórnarflokkanna byggist ekki á skírskotun til árangurs heldur þeirri afsökun að ekki sé kostur á öðru. Það öfugsnúna við þessa stöðu er að nokkuð er til í afsökuninni fyrir þrásetu stjórnarinnar. Vandséð er að unnt sé að mynda annars konar stjórn á þessu kjörtímabili. Yfirgnæfandi líkur eru hins vegar á falli ríkisstjórnarinnar í kosningum. Eigi að síður er sennilegast að hún sitji áfram eftir þær með liðstyrk framsóknarmanna. Það myndi engu breyta um eðli stjórnarinnar því að Framsóknarflokkurinn hefur fyrst og fremst átt málefnasamleið með vinstri væng VG og Hreyfingunni upp á síðkastið. Fátt getur breytt því að Sjálfstæðisflokkurinn fari langt með að ná fyrri stöðu í næstu kosningum hvort sem þær verða fyrr eða síðar. Það væri mikill sigur þó að hann megi að einhverju leyti rekja til óvinsælda stjórnarinnar. Að því leyti stendur forysta flokksins vel að vígi. Þjóðin þarf frjálslyndari stjórnarstefnu með markvissari sýn á hagvöxt og alþjóðasamvinnu. Nauðsynleg breyting á stjórnarstefnu er hins vegar nánast óhugsandi án aðkomu Sjálfstæðisflokksins. Gallinn á gjöf Njarðar er sá að þeirri pólitísku þoku ætlar ekki að létta sem seig yfir með málefnakreppunni sem gjaldmiðils- og bankahrunið leiddi af sér.Engin útgönguleið í augsýn Þau verkefni sem við blasa eru þess eðlis að nánast engar líkur eru á árangri nema þeir flokkar sem nálgast miðju stjórnmálanna frá hægri og vinstri taki höndum saman og finni málefnalegar lausnir. Þetta eru Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin. Við ríkjandi aðstæður er samstarf þeirra hins vegar óhugsandi. Ekki verður séð að kosningar breyti neinu þar um. Ástæðurnar fyrir þessu eru margar. Hafa verður í huga að núverandi forysta Samfylkingarinnar hefur fært flokkinn það langt til vinstri að hann getur ekki að öllu óbreyttu átt samstarf í átt að miðjunni. Hugmyndafræðileggerjun gegn þessari lokuðu stöðu er að byrja innan Samfylkingarinnar. Engin merki eru þó um að hún opnist fyrir kosningar. Í því ljósi á Sjálfstæðisflokkurinn tveggja kosta völ í fylgisleit. Annar er sá að höfða til hægri vængs Samfylkingarinnar. Hinn er að keppa við Framsóknarflokkinn um Evrópusambandsóánægjufylgi frá VG. Seinni kosturinn virðist hafa orðið ofan á. Það eru einkum tvær ástæður sem liggja til þess að Sjálfstæðisflokkurinn stefnir ekki við svo búið í samstarf við Samfylkinguna. Eitt er að veruleg tortryggni ríkir enn vegna stjórnarslitanna 2009. Annað er að þingmenn flokksins geta varla skilið skilaboð Morgunblaðsins á annan veg en að frá þeirri bæjarhellu yrði betur séð að flokkurinn stefndi að samstarfi við vinstri væng VG. Hætt er hins vegar við að draga myndi úr fylgisaukningunni ef slík áform yrðu opinber fyrir kosningar. Samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er ólíklegt eins og sakir standa. Óvíst er að þeir nái saman þingmeirihluta. Núverandi þingmenn Framsóknarflokksins telja sig aukheldur vera eins og brennt barn eftir fyrra samstarf flokkanna. Slíka stjórn myndi líka skorta æskileg tengsl við verkalýðshreyfinguna.Pólitíska kreppan framlengd Við svo búið eru því verulegar líkur á umtalsverðum kosningasigri Sjálfstæðisflokksins án þess að það opni sjálfkrafa leið að ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta þýðir að fólkið í landinu á væntanlega ekki kost á hófsamri frjálslyndri stjórn. Efnahagslega afleiðingin er áframhaldandi stöðnun eða mun hægari endurreisn en vera þyrfti út næsta kjörtímabil. Hvenær svo sem næsta kjörtímabil hefst eru því meiri líkur en minni á að núverandi stjórnarsamstarf haldi áfram með stuðningi framsóknarmanna. Hugsanlega gætu orðið breytingar á forystu ríkisstjórnarinnar. Formaður VG hefur í reynd leitt samstarfið til þessa. Í því ljósi væri formleg forysta hans rökrétt. Framsóknarflokkurinn er ekki líklegur til að setja málefnaleg skilyrði sem þýðingu hafa en hann gæti gert kröfu um forsætið. Gangi mál þannig fram yrðu skoðanir verulegs hluta hefðbundinna frjálslyndra kjósenda Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar án málsvara við ríkisstjórnarborðið og kjósendur Sjálfstæðisflokksins áhrifalausir með öllu. Þetta þýðir einfaldlega að sú málefnalega pólitíska kreppa sem heft hefur endurreisnina í meir en tvö ár framlengist yfir á næsta kjörtímabil. Enginn flokkur sýnist hafa hug á að brjóta þessa stöðu upp.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun