Efnilegir síðrokkarar Trausti Júlíusson skrifar 9. júlí 2011 18:00 Ólgusjór með Lockerbie. Lockerbie er fjögurra manna sveit úr Reykjavík og Hafnarfirði sem var stofnuð árið 2008 og vakti strax þá nokkra athygli fyrir frammstöðu sína á tónleikum með hljómsveitunum For a Minor Reflection og Soundspell. Í fyrrasumar sigraði Lockerbie í sumarlagakeppni Rásar 2 og Sýrlands með laginu Snjóljón og síðan hefur sveitin verið dugleg að koma sér á framfæri úti í hinum stóra heimi, gaf meðal annars út smáskífu hjá Bad Panda Records í upphafi ársins 2011. Og nú er fyrsta stóra platan, Ólgusjór, komin út á vegum Record Records. Tónlist Lockerbie má flokka með tónlist síðrokksveita eins og For a Minor Reflection, en lagasmíðar þeirra Lockerbie-drengja eru sérstaklega melódískar og yfirbragðið léttara en hjá mörgum sveitum í þessum geira. Textarnir eru líka á íslensku, sem færir þessa alþjóðlegu tónlist nær okkur. Útsetningarnar eru mjög vel úr garði gerðar. Auk fjórmenninganna kemur fjöldi aukahljóðfæraleikara við sögu, blásarar og strengjaleikarar. Það sem setur hvað sterkastan svip á útkomuna er annars vegar góður söngur Þórðar Páls Pálssonar og hins vegar píanóleikur Davíðs Arnars Sigurðssonar. Ólgusjór er fyrirtaks frumsmíð. Lögin eru öll góð og vinnsla á plötunni er fyrsta flokks. Nafnið Ólgusjór á kannski ekkert sérstaklega vel við þessa tónlist, hún er í grunninn bæði ljúf og hljómfögur. Inn á milli stigmagnast hún samt og meiri kraftur leysist úr læðingi. Niðurstaða: Melódísk og vel útfærð tónlist frá mjög efnilegri hljómsveit. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Lockerbie er fjögurra manna sveit úr Reykjavík og Hafnarfirði sem var stofnuð árið 2008 og vakti strax þá nokkra athygli fyrir frammstöðu sína á tónleikum með hljómsveitunum For a Minor Reflection og Soundspell. Í fyrrasumar sigraði Lockerbie í sumarlagakeppni Rásar 2 og Sýrlands með laginu Snjóljón og síðan hefur sveitin verið dugleg að koma sér á framfæri úti í hinum stóra heimi, gaf meðal annars út smáskífu hjá Bad Panda Records í upphafi ársins 2011. Og nú er fyrsta stóra platan, Ólgusjór, komin út á vegum Record Records. Tónlist Lockerbie má flokka með tónlist síðrokksveita eins og For a Minor Reflection, en lagasmíðar þeirra Lockerbie-drengja eru sérstaklega melódískar og yfirbragðið léttara en hjá mörgum sveitum í þessum geira. Textarnir eru líka á íslensku, sem færir þessa alþjóðlegu tónlist nær okkur. Útsetningarnar eru mjög vel úr garði gerðar. Auk fjórmenninganna kemur fjöldi aukahljóðfæraleikara við sögu, blásarar og strengjaleikarar. Það sem setur hvað sterkastan svip á útkomuna er annars vegar góður söngur Þórðar Páls Pálssonar og hins vegar píanóleikur Davíðs Arnars Sigurðssonar. Ólgusjór er fyrirtaks frumsmíð. Lögin eru öll góð og vinnsla á plötunni er fyrsta flokks. Nafnið Ólgusjór á kannski ekkert sérstaklega vel við þessa tónlist, hún er í grunninn bæði ljúf og hljómfögur. Inn á milli stigmagnast hún samt og meiri kraftur leysist úr læðingi. Niðurstaða: Melódísk og vel útfærð tónlist frá mjög efnilegri hljómsveit.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp