Varnarlínur gegn skynsemi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. júlí 2011 06:00 Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er að sumu leyti eins og himnasending fyrir þá sem vilja sem allra minnstar breytingar á íslenzka landbúnaðarkerfinu. Andstæðingar breytinga geta nú sett þær allar í einn pakka merktan ESB og barizt svo gegn þeim á þeim forsendum að við ætlum nú ekki að láta útlendinga segja okkur hvernig eigi að reka íslenzkan landbúnað. Þannig eru „varnarlínurnar“, sem Bændasamtökin kynntu á nýjan leik í síðustu viku, í raun varnarlínur um óbreytt ástand í landbúnaði. Í ályktun Búnaðarþings, þar sem varnarlínurnar voru settar fram sem ófrávíkjanleg skilyrði í aðildarviðræðunum við ESB, var sömuleiðis sú krafa að „allar umræður sem leiða af sér grundvallarbreytingar á ríkisstuðningi, tolla- og stofnanaumhverfi íslensks landbúnaðar verði að bíða þar til yfirstandandi samningaferli lýkur“. Er það nú endilega nauðsynlegt? Margir af þeim sem hafa áhuga á umbótum í landbúnaðinum hafa engan áhuga á Evrópusambandsaðild og enga trú á að hún verði að veruleika. Af hverju þá að bíða með þessar umræður? Alveg óháð ESB-aðild er til dæmis ástæða til að ræða hvort ekki þurfi að koma á bæði innlendri og erlendri samkeppni á búvörumarkaði hér á landi, með því að samkeppnislög nái til alls landbúnaðargeirans eins og annarra atvinnugreina og tollvernd verði afnumin, þannig að bændur og afurðastöðvar keppi við innflutning rétt eins og flestir aðrir innlendir framleiðendur neyzluvöru. Um leið er ástæða til að ræða hvort færa eigi stuðning við hinar dreifðu byggðir úr markaðstruflandi, framleiðslutengdum styrkjum til framleiðenda mjólkur og kindakjöts og yfir í styrki sem fremur eru bundnir við búsetu, umhverfisvernd (til dæmis skógrækt eða endurheimt votlendis) og ferðaþjónustu svo dæmi séu nefnd. Það hefur verið þróunin í Evrópusambandinu. Ekkert segir að það geti ekki verið hagstæðari leið til að styrkja hinar dreifðu byggðir á Íslandi en núverandi kerfi, jafnvel þótt ekkert verði af aðild að ESB. Forysta Bændasamtakanna og hin pólitíska forysta landbúnaðarmála, með ráðherra málaflokksins í broddi fylkingar, láta eins og íslenzka landbúnaðarkerfið sé svo frábærlega heppnað að verja þurfi það með kjafti og klóm, jafnt gegn ESB-aðild og öllum nýjum hugmyndum. En er kerfið svona dásamlegt? Sú staðreynd að íslenzkir skattgreiðendur og neytendur greiða einhverja hæstu landbúnaðarstyrki í heimi og borga engu að síður eitt hæsta búvöruverð á byggðu bóli úti í búð, segir okkur að eitthvað erum við að gera vitlaust. Þar við bætist að fjöldamargir bændur hafa ekki mannsæmandi afkomu af búskapnum og verða að grípa í aðra vinnu til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum. Heilbrigð skynsemi ætti því að segja okkur að full ástæða sé til að ræða nýjar leiðir í landbúnaðarmálunum. Hvaða tilgangi þjónar að verjast slíkri umræðu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er að sumu leyti eins og himnasending fyrir þá sem vilja sem allra minnstar breytingar á íslenzka landbúnaðarkerfinu. Andstæðingar breytinga geta nú sett þær allar í einn pakka merktan ESB og barizt svo gegn þeim á þeim forsendum að við ætlum nú ekki að láta útlendinga segja okkur hvernig eigi að reka íslenzkan landbúnað. Þannig eru „varnarlínurnar“, sem Bændasamtökin kynntu á nýjan leik í síðustu viku, í raun varnarlínur um óbreytt ástand í landbúnaði. Í ályktun Búnaðarþings, þar sem varnarlínurnar voru settar fram sem ófrávíkjanleg skilyrði í aðildarviðræðunum við ESB, var sömuleiðis sú krafa að „allar umræður sem leiða af sér grundvallarbreytingar á ríkisstuðningi, tolla- og stofnanaumhverfi íslensks landbúnaðar verði að bíða þar til yfirstandandi samningaferli lýkur“. Er það nú endilega nauðsynlegt? Margir af þeim sem hafa áhuga á umbótum í landbúnaðinum hafa engan áhuga á Evrópusambandsaðild og enga trú á að hún verði að veruleika. Af hverju þá að bíða með þessar umræður? Alveg óháð ESB-aðild er til dæmis ástæða til að ræða hvort ekki þurfi að koma á bæði innlendri og erlendri samkeppni á búvörumarkaði hér á landi, með því að samkeppnislög nái til alls landbúnaðargeirans eins og annarra atvinnugreina og tollvernd verði afnumin, þannig að bændur og afurðastöðvar keppi við innflutning rétt eins og flestir aðrir innlendir framleiðendur neyzluvöru. Um leið er ástæða til að ræða hvort færa eigi stuðning við hinar dreifðu byggðir úr markaðstruflandi, framleiðslutengdum styrkjum til framleiðenda mjólkur og kindakjöts og yfir í styrki sem fremur eru bundnir við búsetu, umhverfisvernd (til dæmis skógrækt eða endurheimt votlendis) og ferðaþjónustu svo dæmi séu nefnd. Það hefur verið þróunin í Evrópusambandinu. Ekkert segir að það geti ekki verið hagstæðari leið til að styrkja hinar dreifðu byggðir á Íslandi en núverandi kerfi, jafnvel þótt ekkert verði af aðild að ESB. Forysta Bændasamtakanna og hin pólitíska forysta landbúnaðarmála, með ráðherra málaflokksins í broddi fylkingar, láta eins og íslenzka landbúnaðarkerfið sé svo frábærlega heppnað að verja þurfi það með kjafti og klóm, jafnt gegn ESB-aðild og öllum nýjum hugmyndum. En er kerfið svona dásamlegt? Sú staðreynd að íslenzkir skattgreiðendur og neytendur greiða einhverja hæstu landbúnaðarstyrki í heimi og borga engu að síður eitt hæsta búvöruverð á byggðu bóli úti í búð, segir okkur að eitthvað erum við að gera vitlaust. Þar við bætist að fjöldamargir bændur hafa ekki mannsæmandi afkomu af búskapnum og verða að grípa í aðra vinnu til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum. Heilbrigð skynsemi ætti því að segja okkur að full ástæða sé til að ræða nýjar leiðir í landbúnaðarmálunum. Hvaða tilgangi þjónar að verjast slíkri umræðu?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun