Hlynur Bæringsson: Það var gott að fá einn sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2011 06:00 Hlynur Bæringsson í leiknum í gær. Mynd/Kristinn Geir Pálsson Íslenska körfuboltalandsliðið steig skref í átt að því að tryggja sér bronsið á Norðurlandamótinu í Sundsvall með því að vinna níu stiga sigur á Dönum, 85-76, í gærkvöldi. Íslenska liðið hafði frumkvæðið nær allan leikinn en sigurinn var þó ekki í höfn fyrr en í blálokin. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins undir stjórn sænska þjálfarans Peters Öqvist. „Þetta var kærkomið. Við ætluðumst til þess af sjálfum okkur að vinna þá og þetta var því mjög gott, sérstaklega af því að við vorum búnir að tapa þessum fyrstu tveimur leikjum. Við ætluðum okkur að vera fyrir ofan Danina," sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins. Íslenska liðið komst mest fimmtán stig yfir í þriðja leikhluta en Danirnir náðu muninum niður í fimm stig í lokaleikhlutanum. „Þetta var komið í smá hættu. Það kom smá rugl, við fengum á okkur tæknivillu og körfu og víti að auki á sama tíma. Það var smá kaos en við fengum í framhaldinu þrist frá Loga sem stoppaði sprettinn þeirra," sagði Hlynur en Logi Gunnarsson var í stuði í gær og skoraði 11 af 24 stigum sínum í lokaleikhlutanum. „Logi var mjög góður. Við þurftum virkilega á svona ógn að halda eftir að við misstum Jón Arnór. Það minnkaði því miður aðeins sjálfstraustið í liðinu við að missa Jón, okkar besta mann. Logi og Helgi settu niður þessu mikilvægu skot í kvöld," sagði Hlynur en Helgi Már Magnússon setti niður þrjár þriggja stiga körfur í leiknum. „Við erum að reyna að hugsa fram í tímann og þetta eru fyrstu skrefin hjá okkur. Við viðurkennum það alveg að við þurfum að bæta mikið en fyrsta skrefið er að byrja á einhverju jákvæðu og það var gott að fá einn sigur í kvöld," segir Hlynur, sem viðurkennir að tapið á móti Svíum hafi aðeins setið í mönnum ekki síst þar sem liðið missti Jón Arnór Stefánsson í upphafi leiksins. „Það var mjög sárt að tapa Svíaleiknum en Finnarnir voru bara betri. Okkur langaði í annað sætið því það er raunhæft markmið að ná Svíunum en Finnarnir eru nokkrum árum á undan okkur. Það er ágætt að ná þriðja sætinu," sagði Hlynur. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið steig skref í átt að því að tryggja sér bronsið á Norðurlandamótinu í Sundsvall með því að vinna níu stiga sigur á Dönum, 85-76, í gærkvöldi. Íslenska liðið hafði frumkvæðið nær allan leikinn en sigurinn var þó ekki í höfn fyrr en í blálokin. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins undir stjórn sænska þjálfarans Peters Öqvist. „Þetta var kærkomið. Við ætluðumst til þess af sjálfum okkur að vinna þá og þetta var því mjög gott, sérstaklega af því að við vorum búnir að tapa þessum fyrstu tveimur leikjum. Við ætluðum okkur að vera fyrir ofan Danina," sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins. Íslenska liðið komst mest fimmtán stig yfir í þriðja leikhluta en Danirnir náðu muninum niður í fimm stig í lokaleikhlutanum. „Þetta var komið í smá hættu. Það kom smá rugl, við fengum á okkur tæknivillu og körfu og víti að auki á sama tíma. Það var smá kaos en við fengum í framhaldinu þrist frá Loga sem stoppaði sprettinn þeirra," sagði Hlynur en Logi Gunnarsson var í stuði í gær og skoraði 11 af 24 stigum sínum í lokaleikhlutanum. „Logi var mjög góður. Við þurftum virkilega á svona ógn að halda eftir að við misstum Jón Arnór. Það minnkaði því miður aðeins sjálfstraustið í liðinu við að missa Jón, okkar besta mann. Logi og Helgi settu niður þessu mikilvægu skot í kvöld," sagði Hlynur en Helgi Már Magnússon setti niður þrjár þriggja stiga körfur í leiknum. „Við erum að reyna að hugsa fram í tímann og þetta eru fyrstu skrefin hjá okkur. Við viðurkennum það alveg að við þurfum að bæta mikið en fyrsta skrefið er að byrja á einhverju jákvæðu og það var gott að fá einn sigur í kvöld," segir Hlynur, sem viðurkennir að tapið á móti Svíum hafi aðeins setið í mönnum ekki síst þar sem liðið missti Jón Arnór Stefánsson í upphafi leiksins. „Það var mjög sárt að tapa Svíaleiknum en Finnarnir voru bara betri. Okkur langaði í annað sætið því það er raunhæft markmið að ná Svíunum en Finnarnir eru nokkrum árum á undan okkur. Það er ágætt að ná þriðja sætinu," sagði Hlynur.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum