Amy Winehouse ýtti Bubba út í sálartónlist 31. júlí 2011 13:30 Bubbi Morthens segir Amy Winehouse hafa haft mikil áhrif á nýjustu plötu sína og að hún hafi sparkað honum út í sálartónlistina. Mynd/Stefán Karlsson „Amy var í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Bubbi Morthens, en eins og kunnugt er féll söngkonan Amy Winehouse frá á laugardaginn fyrir viku, en hún hafði glímt við áfengis- og eiturlyfjavanda. Bubbi segir söngkonuna hafa haft mikil áhrif á nýjustu plötu sína og segir hana jafnframt ástæðu þess að hann hóf að glíma við sálartónlistina. „Amy hafði mikil áhrif á þessa plötu. Þó svo að Otis Redding og Sam Cook séu í gríðarlegu uppáhaldi, þá má segja að Amy og platan hennar, Back to Black, hafi sparkað mér inn á það að gera soul-plötu,“ segir Bubbi, sem tekur fráfall hennar nærri sér. Hann segir að á sínum þrjátíu ára ferli hafi hann séð marga falla frá vegna áfengis- og eiturlyfjanotkunar, þar á meðal hans helstu átrúnaðargoð. „Hetjurnar mínar í rokkheiminum fóru hver á eftir annarri, Jim Morrisson, Jimi Hendrix og Janis Joplin fóru með stuttu millibili. Svona er þetta og svona verður þetta.“ Nýjasta plata Bubba, Sólskuggarnir, hefur hlotið góðar viðtökur og sala gengið vel. Þrjú lög af plötunni hafa ratað í toppsæti íslensku listanna í sumar og alls hafa sjö Bubbalög komist á toppinn á síðustu þremur árum. „Ég er mjög ánægður. Ég vissi að ég væri með sterka plötu í höndunum,“ segir Bubbi. Hann segir plötuna frábrugðnari fyrri plötum sínum, en er virkilega ánægður með afraksturinn. „Þegar við vorum búnir að setja tvö lög í fyrsta sæti á Bylgjunni, Rás 2, Tónlistanum og Lagalistanum, þá lá þetta alveg í augum uppi.“ Lagið „Úlfur, úlfur“, sem Bubbi gerði með tónlistarmanninum Berndsen, hefur vakið mikla lukku hjá landanum og er það þriðja lag Bubba sem kemst á toppinn í sumar, en hann stefnir hærra. „Ég ætla að setja fjórða lagið á toppinn líka. Ég stefni líka að því að koma fimm lögum í fyrsta sæti,“ segir Bubbi. -ka Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Amy var í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Bubbi Morthens, en eins og kunnugt er féll söngkonan Amy Winehouse frá á laugardaginn fyrir viku, en hún hafði glímt við áfengis- og eiturlyfjavanda. Bubbi segir söngkonuna hafa haft mikil áhrif á nýjustu plötu sína og segir hana jafnframt ástæðu þess að hann hóf að glíma við sálartónlistina. „Amy hafði mikil áhrif á þessa plötu. Þó svo að Otis Redding og Sam Cook séu í gríðarlegu uppáhaldi, þá má segja að Amy og platan hennar, Back to Black, hafi sparkað mér inn á það að gera soul-plötu,“ segir Bubbi, sem tekur fráfall hennar nærri sér. Hann segir að á sínum þrjátíu ára ferli hafi hann séð marga falla frá vegna áfengis- og eiturlyfjanotkunar, þar á meðal hans helstu átrúnaðargoð. „Hetjurnar mínar í rokkheiminum fóru hver á eftir annarri, Jim Morrisson, Jimi Hendrix og Janis Joplin fóru með stuttu millibili. Svona er þetta og svona verður þetta.“ Nýjasta plata Bubba, Sólskuggarnir, hefur hlotið góðar viðtökur og sala gengið vel. Þrjú lög af plötunni hafa ratað í toppsæti íslensku listanna í sumar og alls hafa sjö Bubbalög komist á toppinn á síðustu þremur árum. „Ég er mjög ánægður. Ég vissi að ég væri með sterka plötu í höndunum,“ segir Bubbi. Hann segir plötuna frábrugðnari fyrri plötum sínum, en er virkilega ánægður með afraksturinn. „Þegar við vorum búnir að setja tvö lög í fyrsta sæti á Bylgjunni, Rás 2, Tónlistanum og Lagalistanum, þá lá þetta alveg í augum uppi.“ Lagið „Úlfur, úlfur“, sem Bubbi gerði með tónlistarmanninum Berndsen, hefur vakið mikla lukku hjá landanum og er það þriðja lag Bubba sem kemst á toppinn í sumar, en hann stefnir hærra. „Ég ætla að setja fjórða lagið á toppinn líka. Ég stefni líka að því að koma fimm lögum í fyrsta sæti,“ segir Bubbi. -ka
Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira