Afmælisdagur sem gleymist ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2011 06:00 Nökkva Gunnarssyni var vel fagnað í gær þegar sigurinn var í höfn. Mynd/Hag Það hefur ekki gengið vel hjá kylfingum Nesklúbbsins undanfarin ár að nýta sér heimavöllinn í Einvíginu á Nesinu, árlega góðgerðamótinu sem fer fram á Nesvellinum á frídegi verslunarmanna. Nökkvi Gunnarsson endaði tólf ára bið með því að vinna mótið í gær og það á 35 ára afmælisdegi sínum. Félagar í Nesklúbbnum, sem eru duglegir að mæta á mótið, veittu Nökkva góðan stuðning í gær og sungu síðan afmælissönginn þegar sigurinn var í höfn. „Þetta var rosalegt skemmtilegt. Ég fékk smá afmælisgjöf í höggleiknum í morgun þegar bolti sem átti að fara út stoppaði inni. Þetta var rosalega gaman og ég kom sjálfum mér eiginlega á óvart," sagði Nökkvi Gunnarsson eftir að sigurinn var í höfn. Hann hafði betur í bráðabana við Inga Rúnar Gíslason úr GKJ en báðir starfa þeir sem kennarar hjá sínum klúbbum. Þeir félagar settu því á svið smá kennslustund fyrir þekktari kylfinga sem stóðust þeim ekki snúning í gær. Nökkvi var ekki öruggur með sæti í mótinu fyrr en eftir höggleikinn um morguninn þar sem hann og Þórarinn Gunnar Birgisson spiluðu um tíunda og síðasta sætið. Nökkvi er enginn nýgræðingur í þessu móti því hann var að keppa á því í fjórða sinn. Hann hafði lengst komist á fimmtu holu en nú gekk allt upp. Nesklúbbsmaðurinn Ólafur Björn Loftsson komst ekki á mótið að þessu sinni þar sem hann var að keppa á Evrópumótinu í Svíþjóð. Ólafur hefur þrisvar sinnum endaði í öðru sæti á þessu móti á síðustu fimm árum þannig að fólk fagnaði vel þegar Nökkvi varð fyrsti kylfingur af Nesinu til að vinna mótið síðan Vilhjálmur Ingibergsson gerði það árið 1999. „Það voru vippin sem skiluðu þessu hjá mér því ég átti nokkur rosalega góð vipp inn að stöng. Höggið í síðasta bráðabananum er dæmi um það því það var mjög gott högg," sagði Nökkvi, en hann fór í gegnum bráðabana á tveimur síðustu holunum. Sú staða kemur upp þegar kylfingar leika holuna á sama höggafjölda og þurfa að reyna sig úr mismunandi aðstöðu þar sem sá dettur úr leik sem er fjærst holu.vippin gengu vel Nökkvi Gunnarsson átti mörg flott vipp í gær. Hér sést eitt þeirra vera á leiðinni upp að holu. Fréttablaðið/hag„Maður titrar allur og skelfur en reynir bara að anda djúpt og reyna að anda stressið frá sér. Það er galdurinn," sagði Nökkvi og nýtti sér líka góða strauma frá sínu fólki. „Það var rosalega skemmtilegt að fá svona góðan stuðning og svo var bara sunginn afmælissöngurinn í lokin. Ég held að þetta eigi eftir að gera heilmikið fyrir mig sem golfara og það er engin vafi á því að þetta er einn af mínum bestu afmælisdögum." Ingi Rúnar Gíslason úr GKJ varð að sætta sig við annað sætið en hann var að slá mjög vel í gær. „Það munaði eins litlu og hægt gat. Þetta var annars vandræðalaust hjá mér, það var þægilegt að spila og ég var laus við allt vesen," sagði Ingi Rúnar. „Það er allt öðruvísi að spila á svona móti og í raun miklu skemmtilegra. Fólk tekur meiri áhættu og þetta er allt öðruvísi mót en maður spilar venjulega. Ég er bara sáttur með daginn þrátt fyrir silfrið. Nökkvi á þetta skilið eftir frábæra spilamennsku," sagði Ingi Rúnar. Athygli vakti að atvinnukylfingurinn og sigurvegarinn frá því í fyrra, Birgir Leifur Hafþórsson, datt út strax á fyrstu holu og þetta var því stutt gaman hjá honum í gær. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Það hefur ekki gengið vel hjá kylfingum Nesklúbbsins undanfarin ár að nýta sér heimavöllinn í Einvíginu á Nesinu, árlega góðgerðamótinu sem fer fram á Nesvellinum á frídegi verslunarmanna. Nökkvi Gunnarsson endaði tólf ára bið með því að vinna mótið í gær og það á 35 ára afmælisdegi sínum. Félagar í Nesklúbbnum, sem eru duglegir að mæta á mótið, veittu Nökkva góðan stuðning í gær og sungu síðan afmælissönginn þegar sigurinn var í höfn. „Þetta var rosalegt skemmtilegt. Ég fékk smá afmælisgjöf í höggleiknum í morgun þegar bolti sem átti að fara út stoppaði inni. Þetta var rosalega gaman og ég kom sjálfum mér eiginlega á óvart," sagði Nökkvi Gunnarsson eftir að sigurinn var í höfn. Hann hafði betur í bráðabana við Inga Rúnar Gíslason úr GKJ en báðir starfa þeir sem kennarar hjá sínum klúbbum. Þeir félagar settu því á svið smá kennslustund fyrir þekktari kylfinga sem stóðust þeim ekki snúning í gær. Nökkvi var ekki öruggur með sæti í mótinu fyrr en eftir höggleikinn um morguninn þar sem hann og Þórarinn Gunnar Birgisson spiluðu um tíunda og síðasta sætið. Nökkvi er enginn nýgræðingur í þessu móti því hann var að keppa á því í fjórða sinn. Hann hafði lengst komist á fimmtu holu en nú gekk allt upp. Nesklúbbsmaðurinn Ólafur Björn Loftsson komst ekki á mótið að þessu sinni þar sem hann var að keppa á Evrópumótinu í Svíþjóð. Ólafur hefur þrisvar sinnum endaði í öðru sæti á þessu móti á síðustu fimm árum þannig að fólk fagnaði vel þegar Nökkvi varð fyrsti kylfingur af Nesinu til að vinna mótið síðan Vilhjálmur Ingibergsson gerði það árið 1999. „Það voru vippin sem skiluðu þessu hjá mér því ég átti nokkur rosalega góð vipp inn að stöng. Höggið í síðasta bráðabananum er dæmi um það því það var mjög gott högg," sagði Nökkvi, en hann fór í gegnum bráðabana á tveimur síðustu holunum. Sú staða kemur upp þegar kylfingar leika holuna á sama höggafjölda og þurfa að reyna sig úr mismunandi aðstöðu þar sem sá dettur úr leik sem er fjærst holu.vippin gengu vel Nökkvi Gunnarsson átti mörg flott vipp í gær. Hér sést eitt þeirra vera á leiðinni upp að holu. Fréttablaðið/hag„Maður titrar allur og skelfur en reynir bara að anda djúpt og reyna að anda stressið frá sér. Það er galdurinn," sagði Nökkvi og nýtti sér líka góða strauma frá sínu fólki. „Það var rosalega skemmtilegt að fá svona góðan stuðning og svo var bara sunginn afmælissöngurinn í lokin. Ég held að þetta eigi eftir að gera heilmikið fyrir mig sem golfara og það er engin vafi á því að þetta er einn af mínum bestu afmælisdögum." Ingi Rúnar Gíslason úr GKJ varð að sætta sig við annað sætið en hann var að slá mjög vel í gær. „Það munaði eins litlu og hægt gat. Þetta var annars vandræðalaust hjá mér, það var þægilegt að spila og ég var laus við allt vesen," sagði Ingi Rúnar. „Það er allt öðruvísi að spila á svona móti og í raun miklu skemmtilegra. Fólk tekur meiri áhættu og þetta er allt öðruvísi mót en maður spilar venjulega. Ég er bara sáttur með daginn þrátt fyrir silfrið. Nökkvi á þetta skilið eftir frábæra spilamennsku," sagði Ingi Rúnar. Athygli vakti að atvinnukylfingurinn og sigurvegarinn frá því í fyrra, Birgir Leifur Hafþórsson, datt út strax á fyrstu holu og þetta var því stutt gaman hjá honum í gær.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira