Skálmöld klár í Ólympíuleikana 2. ágúst 2011 14:00 Björgvin Sigurðsson úr Skálmöld og Aðalbjörn Tryggvason úr Sólstöfum eru á leiðinni til Þýskalands. fréttablaðið/valli „Það væri gaman að fá sér eina bratwurst með Ozzy,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar sem spilar á Wacken-hátíðinni í Þýskalandi ásamt Ozzy Osbourne. Þungarokkssveitin sleppti því að fara í útilegu um verslunarmannahelgina og æfði þess í stað fyrir Wacken sem hefst á fimmtudag og stendur yfir til laugardags. Þar stíga einnig á svið rokkrisar á borð við Ozzy, Judas Priest og Motörhead. Aðspurður segir Björgvin að Skálmöld sé í fínu formi eftir tónleikaferð um Ísland og Færeyjar með færeysku rokkurunum í Hamferð. „Það var ágætis upphitun og æfingabúðir fyrir Ólympíuleikana í þungarokki,“ segir hann hress. Plata Skálmaldar, Baldur, er nýkomin út í Evrópu hjá fyrirtækinu Napalm Records. Hún kemur út í Bandaríkjunum í byrjun ágúst. Hún hefur selst í yfir 2.500 eintökum hér á landi ef sala á Tonlist.is er tekin með í reikninginn, sem er framar björtustu vonum. Dauðarokkararnir í Atrum, sem unnu Wacken Metal-hljómsveitakeppnina hér á landi í vetur, verða einnig á Wacken-hátíðinni. Þar taka þeir þátt fyrir Íslands hönd í úrslitakeppninni. Einnig verða þar þungarokkarnir í Sólstöfum. Þeir verða með hlustunarpartí fyrir blaðamenn vegna nýrrar plötu sinnar, Svartir sandar, sem kemur út í Evrópu og Bandaríkjunum í október á vegum frönsku útgáfunnar Season of Mist. Einnig ætlar helmingur sveitarinnar að róta fyrir Skálmöld á tónleikum þeirra. „Þeir verða á svæðinu og buðu fram aðstoð sína. Það var afskaplega fallega gert hjá þeim,“ segir Björgvin. -fb Tónlist Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Það væri gaman að fá sér eina bratwurst með Ozzy,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar sem spilar á Wacken-hátíðinni í Þýskalandi ásamt Ozzy Osbourne. Þungarokkssveitin sleppti því að fara í útilegu um verslunarmannahelgina og æfði þess í stað fyrir Wacken sem hefst á fimmtudag og stendur yfir til laugardags. Þar stíga einnig á svið rokkrisar á borð við Ozzy, Judas Priest og Motörhead. Aðspurður segir Björgvin að Skálmöld sé í fínu formi eftir tónleikaferð um Ísland og Færeyjar með færeysku rokkurunum í Hamferð. „Það var ágætis upphitun og æfingabúðir fyrir Ólympíuleikana í þungarokki,“ segir hann hress. Plata Skálmaldar, Baldur, er nýkomin út í Evrópu hjá fyrirtækinu Napalm Records. Hún kemur út í Bandaríkjunum í byrjun ágúst. Hún hefur selst í yfir 2.500 eintökum hér á landi ef sala á Tonlist.is er tekin með í reikninginn, sem er framar björtustu vonum. Dauðarokkararnir í Atrum, sem unnu Wacken Metal-hljómsveitakeppnina hér á landi í vetur, verða einnig á Wacken-hátíðinni. Þar taka þeir þátt fyrir Íslands hönd í úrslitakeppninni. Einnig verða þar þungarokkarnir í Sólstöfum. Þeir verða með hlustunarpartí fyrir blaðamenn vegna nýrrar plötu sinnar, Svartir sandar, sem kemur út í Evrópu og Bandaríkjunum í október á vegum frönsku útgáfunnar Season of Mist. Einnig ætlar helmingur sveitarinnar að róta fyrir Skálmöld á tónleikum þeirra. „Þeir verða á svæðinu og buðu fram aðstoð sína. Það var afskaplega fallega gert hjá þeim,“ segir Björgvin. -fb
Tónlist Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira