Smáfuglar vængstýfðir Sif Sigmarsdóttir skrifar 3. ágúst 2011 07:45 Ég hef löngum verið þeirrar bjargföstu trúar að heimurinn fari ekki versnandi. Þegar fólk býsnast yfir að allt hafi verið betra í gamladaga glotti ég drýgindaleg við tönn. Ég bara kaupi ekki að betra hafi verið að „tjilla“ í rökum og köldum moldarkofa, teygandi spenvolga mjólk, hlustandi á langafa þylja Hávamál enn einu sinni en að hanga á Ölstofunni með ískaldan Bríó, vafrandi á internetinu á nýja iPadinum. Undanfarin misseri hefur mjög verið haft á orði að opinberri umræðu fari hrakandi. Trú sannfæringu minni kinkaði ég því yfirlætislega kolli þegar ég rakst á 90 ára gömul ummæli um lágkúru íslenskrar orðræðu sem rituð voru í Morgunblaðið árið 1921 í tengslum við deilur um uppbyggingu íslensks tónlistarlífs: „Ungur maður kemur og vill hefja það til vegs og gengis og fer geyst. Hinum, sem fyrir eru, líst ekki á blikuna og segja að ekkert sé hægt að gera. Hinn segir, að það skuli verða gert. Hinir segja að hann sé auli. Og svo byrja skammirnar.“ Á dögunum myndaðist hins vegar sprunga í gegnheila sannfæringu mína. Skrif fréttavefsins amx.is um fjöldamorð Anders Breivik í Noregi hafa vakið óhug með lesendum. Fyrstu viðbrögð smáfuglanna, hóps hægri-harðlínumanna sem skrifar dálkinn Fuglahvísl, við harmleiknum voru að nýta hann í pólitískan skotgrafahernað. Í stað þess að taka undir samúðarkveðjur sem Össur Skarphéðinsson sendi norsku þjóðinni sökuðu þeir utanríkisráðherra um hræsni og sögðu að hann „þættist“ aðeins harmi sleginn yfir atburðunum. Hann væri nefnilega sjálfur hálfgerður hryðjuverkamaður því hann hefði lýst yfir stuðningi við ríki Palestínu nokkrum dögum fyrr. Og enn stóð á samúðarkveðjum smáfuglanna. Af því sem næst kom mátti helst ráða að smáfuglunum þætti aðaltragedía árásarinnar vera sú að fjölmiðlar segðu morðingjann hægrimann. Í sjálfhverfri grein leiddu þeir að því líkur að Breivik ætti heldur að flokka sem jafnaðarmann. Í skrif smáfuglanna skortir alla mannlega samkennd, virðingu og það sem mestu skiptir í vitibornum umræðum: glóru. Lyga- og hatursspýja þeirra fær hörðustu stuðningsmenn tjáningarfrelsisins til að efast. En rétt eins og Norðmenn hyggjast ekki leyfa einum morðóðum brjálæðingi að breyta gildum sínum eða samfélagsskipan má ekki leyfa nokkrum illum tungum að grafa undan einni grunnstoða lýðræðisins. Svo lengi sem vondar skoðanir brjóta ekki í bága við lög ber að standa vörð um tjáningarfrelsi þeirra sem láta þær í ljós. Við lesendur getum hins vegar vængstýft smáfuglana með því að hunsa vefinn amx.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun
Ég hef löngum verið þeirrar bjargföstu trúar að heimurinn fari ekki versnandi. Þegar fólk býsnast yfir að allt hafi verið betra í gamladaga glotti ég drýgindaleg við tönn. Ég bara kaupi ekki að betra hafi verið að „tjilla“ í rökum og köldum moldarkofa, teygandi spenvolga mjólk, hlustandi á langafa þylja Hávamál enn einu sinni en að hanga á Ölstofunni með ískaldan Bríó, vafrandi á internetinu á nýja iPadinum. Undanfarin misseri hefur mjög verið haft á orði að opinberri umræðu fari hrakandi. Trú sannfæringu minni kinkaði ég því yfirlætislega kolli þegar ég rakst á 90 ára gömul ummæli um lágkúru íslenskrar orðræðu sem rituð voru í Morgunblaðið árið 1921 í tengslum við deilur um uppbyggingu íslensks tónlistarlífs: „Ungur maður kemur og vill hefja það til vegs og gengis og fer geyst. Hinum, sem fyrir eru, líst ekki á blikuna og segja að ekkert sé hægt að gera. Hinn segir, að það skuli verða gert. Hinir segja að hann sé auli. Og svo byrja skammirnar.“ Á dögunum myndaðist hins vegar sprunga í gegnheila sannfæringu mína. Skrif fréttavefsins amx.is um fjöldamorð Anders Breivik í Noregi hafa vakið óhug með lesendum. Fyrstu viðbrögð smáfuglanna, hóps hægri-harðlínumanna sem skrifar dálkinn Fuglahvísl, við harmleiknum voru að nýta hann í pólitískan skotgrafahernað. Í stað þess að taka undir samúðarkveðjur sem Össur Skarphéðinsson sendi norsku þjóðinni sökuðu þeir utanríkisráðherra um hræsni og sögðu að hann „þættist“ aðeins harmi sleginn yfir atburðunum. Hann væri nefnilega sjálfur hálfgerður hryðjuverkamaður því hann hefði lýst yfir stuðningi við ríki Palestínu nokkrum dögum fyrr. Og enn stóð á samúðarkveðjum smáfuglanna. Af því sem næst kom mátti helst ráða að smáfuglunum þætti aðaltragedía árásarinnar vera sú að fjölmiðlar segðu morðingjann hægrimann. Í sjálfhverfri grein leiddu þeir að því líkur að Breivik ætti heldur að flokka sem jafnaðarmann. Í skrif smáfuglanna skortir alla mannlega samkennd, virðingu og það sem mestu skiptir í vitibornum umræðum: glóru. Lyga- og hatursspýja þeirra fær hörðustu stuðningsmenn tjáningarfrelsisins til að efast. En rétt eins og Norðmenn hyggjast ekki leyfa einum morðóðum brjálæðingi að breyta gildum sínum eða samfélagsskipan má ekki leyfa nokkrum illum tungum að grafa undan einni grunnstoða lýðræðisins. Svo lengi sem vondar skoðanir brjóta ekki í bága við lög ber að standa vörð um tjáningarfrelsi þeirra sem láta þær í ljós. Við lesendur getum hins vegar vængstýft smáfuglana með því að hunsa vefinn amx.is.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun